Spurningaspilið vinsæla Trivial Pursuit mun að öllum líkindum ekki koma aftur út á Íslandi. Samkvæmt heimildum Kjarnans er einfaldlega of dýrt að gefa spilið út hér á landi sökum fólksfæðar. Ný útgáfa spilsins einfaldlega borgar sig ekki.
Trivial Pursuit hefur undanfarna áratugi verið eitt vinsælasta fjölskylduspil á Íslandi. Það hefur verið gefið nokkrum sinnum út á íslensku en síðasta útgáfan kom á seinni hluta síðasta áratugs.
Árið 2004 höfðu nærri 88 milljón eintök undir vörumerkinu Trivial Pursuit verið seld í 26 löndum og á 17 tungumálum.
Árið 2008 eignaðist bandaríski leikjarisinn Hasbro öll útgáfuréttindi að spilinu en síðan hefur það ekki komið út hér á landi. Árið 2004 höfðu nærri 88 milljón eintök undir vörumerkinu Trivial Pursuit verið seld í 26 löndum og á 17 tungumálum. Spilið kom fyrst út árið 1982 þegar tveir kanadískir fjölmiðlamenn uppgvötuðu að einhverjir bókstafir höfðu týnst úr Scrabble-spilinu þeirra svo þeir ákváðu að búa til nýjan leik.
Hasbro hefur hins vegar staðið að stafrænni útgáfu Trivial Pursuit á vefnum. Slík útgáfa hefur hins vegar ekki verið til á íslensku. Auk stafrænu útgáfunnar hafa þematengdar útgáfur verið gerðar; þar eru spurningarnar eingöngu úr sérstökum efnisflokkum eins og fótbolta, dægurmálum, kvikmyndum og þess háttar.
Ítarlega er fjallað um Trivial Pursuit og fleiri borðspil í Þætti um kúl hluti í Hlaðvarpi Kjarnans.