Trúarbragðakennarar vilja fá Múhameðsteikningar í danska grunnskóla

lars_vilks.jpg
Auglýsing

Danskir trú­ar­bragða­fræði­kenn­arar vilja að skop­mynd­irnar af Múhameð spá­manni, sem Jyllands-Posten birti árið 2005, verði hluti náms­efn­inu í dönskum grunn­skólum og það fyrr en síð­ar. Þetta kemur fram á vef danska rík­is­út­varps­ins, DR, og er haft eftir for­manni sam­bands trú­ar­bragða­fræði­kenn­ara, John Rydahl.

Rydahl segir að teikn­ing­arnar og málið allt sé til­valið efni fyrir trú­ar­bragða­fræði­kennslu, og hann undr­ast að þær hafi enn ekki dúkkað upp í skóla­bók­um.

Teikn­ing­arnar hafa valdið mik­illi úlfúð síðan þær birt­ust í Jyllands-Posten árið 2005, þeim var harð­lega mót­mælt víða eftir birt­ing­una og þær hafa verið sagðar ástæður hryðju­verka.

Auglýsing

Þessi umræða skýtur nú upp koll­in­um, skömmu eftir hryðju­verkin í Kaup­manna­höfn í síð­asta mán­uði. Þau eru tengd teikn­ingum af Múhameð spá­manni líka, því talið er að hryðju­verkin hafi meðal ann­ars beinst gegn sænska teikn­ar­anum Lars Vilks, enda var hann á fundi um tján­ing­ar­frelsi í menn­ing­ar­hús­inu á Aust­ur­brú þegar ráð­ist var á fund­inn. Hann er nú í felum og seg­ist hættur að teikna skop­mynd­ir.

Sam­kvæmt danska mennta­mála­ráðu­neyt­inu eru teikn­ing­arnar ekki hluti af námskrá en margir skólar velji að fjalla um málið í félags­fræð­i-, trú­ar­bragða­fræði- og sögu­tím­um.

Skiptar skoð­anir eru þó um málið og for­maður félags sögu- og félags­fræði­kenn­ara í Dan­mörku er mót­fall­inn því að teikn­ing­arnar verði settar í skóla­bæk­ur. Það geti í raun lokað á umræður um tján­ing­ar­frelsi vegna þess að í skóla­stof­unum sitji börn sem telji að teikn­ingar af Múhameð séu for­kast­an­leg­ar. Dennis Horn­have Jac­ob­sen segir að það sé algjör­lega rétt­læt­an­legt að fjalla um krís­una í tengslum við teikn­ing­arnar og jafn­vel sýna börnum þær, en það eigi að vera algjör­lega á valdi hvers kenn­ara að gera það.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Frá þurrvörum til þrautaleikja: COVID-áhrifin á heimilislífið
Bakað, eldað, málað og spilað. Allt heimagert. Ýmsar breytingar urðu á hegðun okkar í hinu daglega í lífi á meðan faraldurinn stóð hvað hæst. Sum neysluhegðun er þegar að hverfa aftur til fyrra horfs en önnur gæti verið komin til að vera.
Kjarninn 5. mars 2021
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Reykjavíkurborg leggst alfarið gegn frumvarpi um að kristinfræði verði kennd aftur í skólum
Reykjavíkurborg segir í umsögn um kristinfræðifrumvarp nokkurra þingmanna Mið- og Sjálfstæðisflokks að fráleitt sé að halda því fram að nemendur öðlist aukið umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum með „sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni“.
Kjarninn 5. mars 2021
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár
Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None