"Tryggingastofnun er að reyna að fá fólk upp á móti sér"

1502794889-1.jpg
Auglýsing

"Við fyrstu sýn virð­ist vera sem svo að þessi mik­il­væga stofn­un, sem á fyrst og fremst að vinna fyrir fólk ­sem stendur höllum fæti, sé nán­ast að reyna að fá ­skjól­stæð­inga sína upp á móti sér, í stað þess að vinna með þeim." Þetta segir Bergur Þorri Benja­míns­son, vara­for­maður Sjálfs­bjarg­ar, um við­rögð Trygg­inga­stofn­unar rík­is­ins við nýju áliti Umboðs­manns Alþing­is.

Frétta­blaðið greindi í gær frá áliti umboðs­manns, þar sem hann segir að Trygg­inga­stofnun hafi án laga­stoðar sett til­tekin skil­yrði fyrir örorku­bótum aftur í tím­ann. Í til­kynn­ingu frá Trygg­inga­stofnun vegna álits­ins seg­ir: "Telji ein­hver að réttur hafi verið á sér brot­inn vegna synj­unar á aft­ur­virkum greiðslum er bent á að hægt er að óska end­ur­upp­töku á mál­inu hjá stofn­un­inn­i." Þannig virð­ist Trygg­inga­stofnun ekki ætla að hafa frum­kvæði að því að leið­rétta fyrri ákvarð­anir sín­ar. Vísir greinir frá mál­inu.

Málið snýst um orða­lag í við­bót­ar­skil­yrðum Trygg­inga­stofn­unar fyrir greiðslu örorku­bóta tvö ár aftur í tím­ann. Þar er kveðið á um "sérstækar aðstæð­ur," sem Umboðs­maður Alþingis telur ekki eiga sér stoð í lög­um. ­Trygg­inga­stofnun hefur þannig synjað umsóknum um aft­ur­virkar örorku­líf­eyr­is­bætur á þeim rökum að skil­yrðið um "sér­stakar aðstæð­ur" sé ekki upp­fyllt.

Auglýsing

Upp­haf máls­ins má rekja til synj­unar Trygg­inga­stofn­unar á bóta­beiðni þroska­skertrar konu, en ­stofn­unin dró í efa að fötlun hennar væri með­fædd og gaf henni ekki færi á að leggja fram frek­ari gögn máli sínu til stuðn­ings.

 

Í áður­nefndri til­kynn­ingu Trygg­inga­stofn­unar seg­ir: "Ábend­ing umboðs­manns Alþingis að orða­lagið "sér­stakar aðstæð­ur" eigi sér ekki stoð í lögum er rétt­mæt. Munum við þegar bregð­ast við þeirri ábend­ingu og lag­færa texta bréf­anna. Synj­unin á aft­ur­virkum greiðslum örorku­líf­eyris bygg­ist enda ekki á því hvort um "sér­stakar aðstæð­ur" sé að ræða heldur því hvort skil­yrði mats á örorku sé upp­fyllt."

Í Frétta­blað­inu var rætt við Dan­íel Ise­barn Ágústs­son, lög­mann Öryrkja­banda­lags Íslands­, ­sem telur að hund­ruð öryrkja hafi verið snuðuð um bætur vegna þessa. Þá hafi Trygg­inga­stofnun þverskall­ast við end­ur­teknum ábend­ingum um að verk­lag stofn­un­ar­innar væri and­stætt lög­um.

Vara­for­maður Sjálfs­bjargar gagn­rýnir vinnu­brögð Trygg­inga­stofn­unar harð­lega. "Þessi fram­koma stenst auð­vitað enga skoð­un. Stofn­unin hefur við­ur­kennt brot sitt, og þá verður hún auð­vitað að bæta fyrir það. Ég hef talað við nokkra lög­fræð­inga í morgun og þeir eru allir á sömu skoð­un. Ef stofn­unin hefði sett málið í ein­hvern ágrein­ing, verið ósam­mála þessu, þá hefði hún mögu­lega geta staðið á þessarri afstöðu. En víst hún við­ur­kennir þetta, þá á hún að bæta fyrir þetta," segir Bergur Þorri Benja­míns­son.

Hann segir mik­illar reiði gæta á meðal sinna skjól­stæð­inga vegna máls­ins. "Okkar fólk hefur gert þá sann­gjörnu kröfu að fá allar upp­lýs­ingar strax og því sé leið­beint í gegnum kerf­ið, af því að það stendur höllum fæti. Það hefur verið þessi tog­streita um hvort Trygg­inga­stofnun sé að upp­lýsa fólk um sinn rétt eða ekki, hvort verið sé í raun að leið­beina fólki í gegnum kerfið eða ekki. Þarna er því miður komin stað­fest­ing á því að menn hafa ekki leið­beint fólki rétta leið, þegar stofn­unin er að túlka reglur eftir sínu höfði er hún að beita fólk afls­mun­um. Stofn­unin er ein­fald­lega að segja við okkur að við getum bara talað við hönd­ina."

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynólfsdóttir
Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?
Kjarninn 20. október 2019
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Jean Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Atvinnuleysi innan ESB ekki mælst minna frá því að mælingar hófust
Atvinnuleysi hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur dregist verulega saman á undanförnum árum, en er samt umtalsvert meira en í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Kjarninn 19. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None