"Tryggingastofnun er að reyna að fá fólk upp á móti sér"

1502794889-1.jpg
Auglýsing

"Við fyrstu sýn virð­ist vera sem svo að þessi mik­il­væga stofn­un, sem á fyrst og fremst að vinna fyrir fólk ­sem stendur höllum fæti, sé nán­ast að reyna að fá ­skjól­stæð­inga sína upp á móti sér, í stað þess að vinna með þeim." Þetta segir Bergur Þorri Benja­míns­son, vara­for­maður Sjálfs­bjarg­ar, um við­rögð Trygg­inga­stofn­unar rík­is­ins við nýju áliti Umboðs­manns Alþing­is.

Frétta­blaðið greindi í gær frá áliti umboðs­manns, þar sem hann segir að Trygg­inga­stofnun hafi án laga­stoðar sett til­tekin skil­yrði fyrir örorku­bótum aftur í tím­ann. Í til­kynn­ingu frá Trygg­inga­stofnun vegna álits­ins seg­ir: "Telji ein­hver að réttur hafi verið á sér brot­inn vegna synj­unar á aft­ur­virkum greiðslum er bent á að hægt er að óska end­ur­upp­töku á mál­inu hjá stofn­un­inn­i." Þannig virð­ist Trygg­inga­stofnun ekki ætla að hafa frum­kvæði að því að leið­rétta fyrri ákvarð­anir sín­ar. Vísir greinir frá mál­inu.

Málið snýst um orða­lag í við­bót­ar­skil­yrðum Trygg­inga­stofn­unar fyrir greiðslu örorku­bóta tvö ár aftur í tím­ann. Þar er kveðið á um "sérstækar aðstæð­ur," sem Umboðs­maður Alþingis telur ekki eiga sér stoð í lög­um. ­Trygg­inga­stofnun hefur þannig synjað umsóknum um aft­ur­virkar örorku­líf­eyr­is­bætur á þeim rökum að skil­yrðið um "sér­stakar aðstæð­ur" sé ekki upp­fyllt.

Auglýsing

Upp­haf máls­ins má rekja til synj­unar Trygg­inga­stofn­unar á bóta­beiðni þroska­skertrar konu, en ­stofn­unin dró í efa að fötlun hennar væri með­fædd og gaf henni ekki færi á að leggja fram frek­ari gögn máli sínu til stuðn­ings.

 

Í áður­nefndri til­kynn­ingu Trygg­inga­stofn­unar seg­ir: "Ábend­ing umboðs­manns Alþingis að orða­lagið "sér­stakar aðstæð­ur" eigi sér ekki stoð í lögum er rétt­mæt. Munum við þegar bregð­ast við þeirri ábend­ingu og lag­færa texta bréf­anna. Synj­unin á aft­ur­virkum greiðslum örorku­líf­eyris bygg­ist enda ekki á því hvort um "sér­stakar aðstæð­ur" sé að ræða heldur því hvort skil­yrði mats á örorku sé upp­fyllt."

Í Frétta­blað­inu var rætt við Dan­íel Ise­barn Ágústs­son, lög­mann Öryrkja­banda­lags Íslands­, ­sem telur að hund­ruð öryrkja hafi verið snuðuð um bætur vegna þessa. Þá hafi Trygg­inga­stofnun þverskall­ast við end­ur­teknum ábend­ingum um að verk­lag stofn­un­ar­innar væri and­stætt lög­um.

Vara­for­maður Sjálfs­bjargar gagn­rýnir vinnu­brögð Trygg­inga­stofn­unar harð­lega. "Þessi fram­koma stenst auð­vitað enga skoð­un. Stofn­unin hefur við­ur­kennt brot sitt, og þá verður hún auð­vitað að bæta fyrir það. Ég hef talað við nokkra lög­fræð­inga í morgun og þeir eru allir á sömu skoð­un. Ef stofn­unin hefði sett málið í ein­hvern ágrein­ing, verið ósam­mála þessu, þá hefði hún mögu­lega geta staðið á þessarri afstöðu. En víst hún við­ur­kennir þetta, þá á hún að bæta fyrir þetta," segir Bergur Þorri Benja­míns­son.

Hann segir mik­illar reiði gæta á meðal sinna skjól­stæð­inga vegna máls­ins. "Okkar fólk hefur gert þá sann­gjörnu kröfu að fá allar upp­lýs­ingar strax og því sé leið­beint í gegnum kerf­ið, af því að það stendur höllum fæti. Það hefur verið þessi tog­streita um hvort Trygg­inga­stofnun sé að upp­lýsa fólk um sinn rétt eða ekki, hvort verið sé í raun að leið­beina fólki í gegnum kerfið eða ekki. Þarna er því miður komin stað­fest­ing á því að menn hafa ekki leið­beint fólki rétta leið, þegar stofn­unin er að túlka reglur eftir sínu höfði er hún að beita fólk afls­mun­um. Stofn­unin er ein­fald­lega að segja við okkur að við getum bara talað við hönd­ina."

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None