Tryggir öryggiseftirlitið öryggi?

h_51859835-1.jpg
Auglýsing

Allir sem ferð­ast flug­leiðis kann­ast við örygg­is­eft­ir­litið í flug­stöðv­un­um. Úr skónum og yfir­höfn­inni, burt með beltið og arm­bandsúrið, tölv­una og sím­ann upp úr hand­tösk­unni. Eig­and­inn fer svo í gegnum málm­leit­ar­hlið en skórnir (víð­ast hvar), hand­taskan og allt hitt gegnum sér­stakt gegn­um­lýs­ing­ar­tæki. Sjá­ist þar eitt­hvað sem vekur grun­semdir er eig­and­inn tek­inn afsíðis og allur hand­far­angur skoð­að­ur. Auk þess eru svo teknar svo­kall­aðar stikkpruf­ur, þar sem ein­stak­ling­arnir eru valdir af handa­hófi. Allt tekur þetta bjástur sinn tíma enda á mörgum flug­völlum orðið þannig að biðin í örygg­is­leit­inni tekur drjúgan tíma, jafn­vel lengri en við inn­rit­un­ina.

Allt breytt­ist eftir hryðju­verkin 11. sept­em­ber 2001



Þótt örygg­is­eft­ir­lit hafi vissu­lega verið til staðar fyrir 11. sept­em­ber 2001 varð flestum ljóst að fram að þeim tíma hafði eft­ir­litið verið allt of lítið og til­vilj­ana­kennt. Atburð­irnir í Banda­ríkj­unum þennan örlaga­ríka dag opn­uðu augu heims­ins fyrir þess­ari ógn þar sem eng­inn er óhult­ur. Og við því þyrfti að bregð­ast til að koma í veg fyrir að slíkt gæti end­ur­tekið sig.

Flug­far­þegar urðu strax varir við breyt­ing­ar. Í nán­ast öllum flug­stöðvum voru skyndi­lega komnar nýjar regl­ur, far­þegar urðu að fara gegnum svo­kall­aða vopna­leit, allur hand­far­angur gegn­um­lýst­ur, hertar reglur um vökva í hand­far­angri fylgdu í kjöl­far­ið, tölvur og símar skoðað sér­stak­lega og svo fram­veg­is. Eftir að Ric­hard Reid, skó­sprengju­mað­ur­inn eins og hann var kall­að­ur, reyndi að sprengja far­þega­vél, sem var á leið frá París til Miami, beind­ist athygli örygg­is­eft­ir­lits­ins líka að skótaui far­þega. Ric­hard skó­sprengju­maður var með sprengi­efni í striga­skóm sínum sem honum tókst ekki að kveikja í og aðrir far­þegar yfir­bug­uðu hann og komu þannig í verk fyrir að honum tæk­ist ætl­un­ar­verk sitt.

960 manns í örygg­is­eft­ir­lit­inu á Kastrup



Af öllum flug­völlum á Norð­ur­löndum er umferðin mest um Kastrup við Kaup­manna­höfn og eykst ár frá ári. Í fyrra fóru um völl­inn tutt­ugu og sex og hálf milljón far­þega, hafði þá auk­ist um rúm tíu pró­sent frá árinu áður.

Stærstur hluti þeirra sem um flug­völl­inn fara eru milli­landa­far­þeg­ar, í fyrra rúm­lega tutt­ugu og tvær millj­ón­ir. Á tíma­bili eftir að regl­urnar um örygg­is­leit­ina voru hertar þurftu far­þegar stundum að bíða drjúga stund eftir að röðin kæmi að þeim. Svarið við því var að fjölga hinum svoköll­uðu leit­ar­hliðum og jafn­framt starfs­fólki. Töl­urnar tala sínu máli: árið 2002 unnu 360 manns við örygg­is­eft­ir­litið en í dag eru þessir starfs­menn tæp­lega 1000 og þyrftu helst að vera fleiri segir starfs­fólk­ið.

Auglýsing

Einmanna farþegi á gangi á Kastrup-flugvelli. Mynd: EPA Ein­manna flug­far­þegi á gangi á Kastr­up-flug­velli. Mynd: EPA

Eft­ir­litið kostar sitt, á síð­asta ári var kostn­að­ur­inn við örygg­is­leit­ina á Kastrup rúm­lega hálfur millj­arður króna (tæpir tíu millj­arðar íslenskir) og eykst stöðugt. Þetta eru miklir pen­ingar og þegar horft er til þess að Kastrup er langt frá því að vera í hópi fjöl­förn­ustu flug­valla heims (ekki í hópi 30 stærstu) er ljóst að heild­ar­kostn­aður vegna örygg­is­leitar á flug­völlum um víða ver­öld er gríð­ar­leg­ur. Þennan kostn­að, sem engin leið er að reikna út, bera flug­far­þeg­ar.

Hvað með öryggið í röð­inni?



Danskir fjöl­miðlar hafa að und­an­förnu fjallað tals­vert um örygg­is­mál á flug­völl­um, einkum Kastr­up. Ástæðan er sú að 1. apríl var lokað þeim hluta flug­stöðv­ar­innar sem not­aður var fyrir inn­an­lands­flug. Far­þegar á leið til Esbjerg fara nú í gegnum sömu örygg­is­leit­ina og þeir sem ætla til Moskvu svo dæmi sé tek­ið. Flug­vall­ar­yf­ir­völd segja þessa breyt­ingu gerða í hag­ræð­ing­ar­skyni og full­yrða að bið­tím­inn við eft­ir­litið leng­ist ekki en örygg­is­leit­ar­hliðum var jafn­framt fjölgað við þessa breyt­ingu.

Í fyrra lagði örygg­is­leit­ar­fólk á Kastrup hald á rúm­lega 100 tonn af ávaxta­safa, gos­drykkj­um, sjampói, fljót­andi sápu og fleiru af svip­uðu tagi.

Ekki eru allir jafn trú­aðir á yfir­lýs­ingar flug­vall­ar­yf­ir­vald­anna og Arne Boelt, borg­ar­stjóri í Hjørr­ing á Jót­landi, skrif­aði Mette Frederik­sen dóms­mála­ráð­herra bréf sem fjöl­miðlar hafa greint frá og vakið hefur athygli. Borg­ar­stjór­inn segir það gott og blessað að fara í gegnum allt þetta örygg­is­eft­ir­lit en spyr svo „hvað með röð­ina áður en komið er að eft­ir­lit­inu, þar eru kannski 1500 manns? Eng­inn veit hvað allt það fólk ber á sér.“ Boelt seg­ist hafa farið að hugsa um þetta þegar hann stóð í hópi 15 ann­arra danskra borg­ar-og bæj­ar­stjóra í röð­inni. Hann sagð­ist líka hafa séð fimm danska þing­menn og einn ráð­herra í þess­ari sömu röð. „Borg­ar­stjór­ar, þing­menn og ráð­herrar eru ekki merki­legri en annað fólk“ segir borg­ar­stjór­inn í bréf­inu en þetta hafi eigi að síður orðið til þess að hann fór að velta örygg­is­mál­unum fyrir sér.

Ber örygg­is­eft­ir­litið árang­ur?



Þessa spurn­ingu lagði eitt dönsku blað­anna fyrir nokkra menn, þar á meðal Hans Jørgen Bonn­ich­sen fyrr­ver­andi yfir­mann dönsku rann­sókn­ar­lög­regl­unn­ar. Hann svar­aði því til að slíkt hefði í raun aldrei verið met­ið. „Það er ein­hvern­veg­inn alltaf verið að bregð­ast við því sem hefur ger­st,“ sagði Bonn­ich­sen og nefndi bæði 11. sept­em­ber og skó­sprengju­mann­inn í þessu sam­hengi. „Þegar eitt­hvað ger­ist er kraf­ist nýrra og strang­ari reglna, eng­inn vill tala um hvort allt þetta eft­ir­lit skili árangri.“

Vegabréfaeftirlit á Kastrup. Mynd: EPA Vega­bréfa­eft­ir­lit á Kastr­up. Mynd: EPA

Í fyrra lagði örygg­is­leit­ar­fólk á Kastrup hald á rúm­lega 100 tonn af ávaxta­safa, gos­drykkj­um, sjampói, fljót­andi sápu og fleiru af svip­uðu tagi. Tölur um nagla­klipp­ur, lítil skæri og fleira af svip­uðu tagi hafa ekki verið gerðar opin­berar en nema tugum eða hund­ruðum kílóa að mati Bonn­ich­sens.

Hans Christ­ian Stigaard sér­fræð­ingur í flug­ör­ygg­is­málum og fyrr­ver­andi yfir­maður á Kastrup tekur í sama streng. Hann segir að stjórn­mála­menn vilji sífellt nýjar og strang­ari regl­ur, án þess kannski að metið sé hvaða árangri slíkt skili. Dönsk flug­mála­yf­ir­völd séu bundin af reglum Evr­ópu­sam­bands­ins og geti ekki vikið frá þeim. Magnus Heun­icke sam­göngu­ráð­herra Dan­merkur greindi frá því í blaða­við­tali að fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins ynni nú að end­ur­skoðun örygg­is­reglna á flug­völl­um, hvenær þeirri end­ur­skoðun ljúki gat ráð­herr­ann ekki upp­lýst um.

Hans Jørgen Bonn­ich­sen fyrr­ver­andi yfir­maður rann­sókn­ar­lög­regl­unnar og Hans Christ­ian Stigaard sér­fræð­ingur í flug­ör­ygg­is­málum voru sam­mála um nauð­syn örygg­is­eft­ir­lits og vopna­leitar en það starf þyrfti að vera mark­visst. Stigaard kvaðst þekkja 82 ára gamla konu sem væri með stál í mjaðm­ar­lið. Þessi kona ferð­ast oft á milli Ála­borgar og Kaup­manna­hafn­ar. Hún er alltaf tekin til nákvæmrar skoð­unar (og allt tekið upp úr hand­tösk­unni) af því að örygg­is­hliðið pípir þegar hún gengur í gegn. „Eft­ir­lit af þessu tagi þjónar afar tak­mörk­uðum til­gang­i,“ sagði Stigaard.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None