Tveir fjarvinnudagar í viku gætu skilað 15 milljarða króna sparnaði á ári

Samkvæmt svokölluðu samgöngumati sem unnið hefur verið af Bandalag háskólamanna í samstarfi við Mannvit gæti tveggja daga fjarvinnuheimild fyrir helming starfandi á höfuðborgarsvæðinu skilað 15 milljarða sparnaði fyrir heimili á höfuðborgarsvæðinu.

Fjarvinna færðist mjög í aukana vegna faraldursins.
Fjarvinna færðist mjög í aukana vegna faraldursins.
Auglýsing

Árlegur sparn­aður heim­ila á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, ef helm­ingur starf­andi fólks gæti unnið að heiman tvo daga í viku, væri um 15 millj­arðar króna. Með þessu fyr­ir­komu­lagi spar­ast 83 millj­ónir ekinna kíló­metra og 3 millj­ónir klukku­stunda.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í svoköll­uðu sam­göngumati, sem Banda­lag háskóla­manna (BHM) hefur unnið í sam­starfi við verk­fræði­stof­una Mann­vit.

Sagt er frá þessu í til­kynn­ingu frá BHM í dag, en banda­lagið hefur boðað til streym­is­fundar kl. 11:30 þar sem þessar nið­ur­stöður verða kynntar í frek­ari smá­at­rið­um, auk þess sem rætt er um kosti og galla við fjar­vinnu og breyt­ingar í sam­göngu­málum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Í til­kynn­ingu BHM er haft eftir Frið­riki Jóns­syni for­manni BHM að fyr­ir­tæki og stofn­anir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu ættu að leit­ast við að starfs­mönnum sínum heim­ild til að vinna fjar­vinnu tvo daga í viku, þar sem því verði við kom­ið, enda sé það allra hag­ur.

„Við höfum áður talað um aukna fram­leiðni, minni yfir­bygg­ingu, auk­inn sveigj­an­leika og bætt lífs­gæði launa­fólks sem helstu sölu­punkt­ana en nú sjáum við líka svart á hvítu hvað fjar­vinnan þýðir fyrir þjóð­fé­lag­ið. Við hikum ekki við að full­yrða að fjar­vinnan er verð­mætasta sam­göngu­bótin í sögu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins,“ er haft eftir Frið­rik í til­kynn­ingu BHM.

Auglýsing

Arð­sam­ari aðgerð en Borg­ar­lína og Sunda­braut

Í til­kynn­ingu BHM er settur fram sam­an­burður við hag­fræði­legar grein­ingar sem gerðar hafa verið á arð­semi Borg­ar­línu og Sunda­braut­ar, tveimur stór­verk­efnum í sam­göngu­málum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, á und­an­förnum árum.

Núvirtur þrjá­tíu ára ábati af þessu þrennu er bor­inn saman og þá fæst sú nið­ur­staða að tveggja daga fjar­vinnu­heim­ild muni skila 370 millj­arða ábata á næstu 30 árum, en það er fimm­falt meiri ábati en áætlað er að Borg­ar­lína muni skila og um 50 pró­sent meiri ábati en gert er ráð fyrir að bygg­ing Sunda­brautar hafi í för með sér fyrir sam­fé­lag­ið.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent