Samfélagsmiðlarisinn Twitter leitar nú að nýjum forstjóra til þess að leiðta fyrirtækið í gegnum breytingaskeið og krefjandi tíma. Sá sem talinn er koma helst til greina er Jack Dorsey, einn stofnenda Twitter, en hann starfaði sem forstjóri á fyrstu árum Twitter en var rekinn árið 2008. Frá þessu er greint í New York Times í dag.
Framkvæmdastjórn Twitter hefur gefið það út að nýr forstjóri þurfi að búa yfir afburðahæfileikum þegar komi að vöruþróun, þurfi að hafa ástríðu fyrir 140 stafa skilaboðunum sem Twitter hefur einblínt á frá stofnun og kunna að stýra almenningshlutafélagi.
Virkir mánaðarlegir notendur Twitter eru nú 302 milljónir manna á heimsvísu og hefur þeim fjölgað ört á síðustu tveimur árum. Í byrjun árs í fyrra voru þeir rúmlega 200 milljónir. Tekjumódel Twitter hefur hins vegar ekki byggst upp eins hratt, og hluthafar Twitter hafa kvartað yfir því á hlutahafafundum, að skortur sé á því að skýr stefna sé um það hvernig tekjurnar eigi að byggjast upp til framtíðar litið.
Verkefni nýs forstjóra verður ekki síst leiða nýja vöruþróun sem á að styrkja tekjumyndun þessa risavaxna samfélags sem Twitter notendur mynda með tengingum sín á milli.
Follow the admins list - http://twitter.com/CreatorOfTwitt/lists
— Jack Dorsey (@CreatorOfTwitt) December 20, 2009