Um 4.500 hafa skráð sig sem líffæragjafar á þremur dögum

lifaer.jpg
Auglýsing

„Þegar við fórum inn í grunn­inn í morgun voru 4.533 búnir að skrá sig,“ segir Jór­laug Heim­is­dótt­ir, verk­efna­stjóri hjá Land­lækn­is­emb­ætt­inu, aðspurð um hversu margir hafi skráð sig sem líf­færa­gjafar í mið­lægan gagna­grunn um slíka sem opn­aður var form­lega síð­ast­lið­inn föstu­dag. Sá fjöldi sem Jór­laug nefnir hefur því skráð sig sem líf­færa­gjafar á þremur dög­um. Krist­ján Þór Júl­í­us­son heil­brigð­is­ráð­herra var fyrstur til að skrá sig í grunn­inn þegar hann var opn­aður form­lega síð­ast­lið­inn föstu­dag.

Hún segir áhugan vera framar vænt­ingum og greini­legt að hið ein­falda aðgengi sem raf­ræn skrán­ing með íslykli opnar fyrir geri það að verkum að mun fleiri skrá sig  en ella.

Vissu ekki hvað líf­færa­gjafar voru margirJór­laug segir að áður en gagn­r­grunn­ur­inn var opn­aður hafi emb­ætti Land­læknis ekki haft hug­mynd um hversu margir Íslend­ingar væru líf­færa­gjaf­ar.  „eru því ákveðin tíma­mót að við séum komin með þennan raf­ræna grunn. Áður vorum við bara með þessa bæk­linga sem við dreifðum í apó­tek og heil­brigð­is­stofn­an­ir. Fólk skráði síðan vilja sinn á þessi líf­færa­gjafa­kort sem það geymdi með per­sónu­skil­ríkjum í vesk­inu sínu. Við höfðum hins vegar enga hug­mynd um hversu margir voru skráðir líf­færa­gjaf­ar.“

Í nið­ur­stöðum könn­un­ar, þar sem kannað var við­horf til ætl­aðs sam­þykkis líf­færa­gjafar og birt­ist nýverið í Lækna­blað­inu, kom í ljós að ein­ungis örfáir þeirra sem svöruðu, og voru hlynntir líf­færa­gjöf, voru búnir að skrá afstöðu sína. „Þetta skiptir því miklu máli. Og það sem skiptir ekki síður máli er að upp­lýs­ing­arnar úr þessum grunni eru nú aðgengi­legar starfs­fólki gjör­gæslu- og slysa­deilda allan sól­ar­hring­inn í gegnum ákveðið raf­rænt kerfi. Það er þangað sem þessar upp­lýs­ingar eiga erind­i.“

Auglýsing

Engin ald­urs­mörk og sam­kyn­hneigðir mega gefa líf­færiAð sögn Jór­laugar er áhug­inn ekk­ert að dvína og fyr­ir­spurnum um lífæra­gjöf rignir inn til henn­ar.  „Margar eru um praktískt atriði eins og hvort það séu ald­urs­mörk, sem er ekki. Ég hef líka fengið fyr­ir­spurnir frá sam­kyn­hneigðum hvort þeir megi ger­ast líf­færa­gjaf­ar, vegna þess að það eru ákveðnar tam­kark­anir á að þeir megi gefa blóð. Þeir mega það sann­ar­lega því það er þannig að það geta allir skráð sig sem líf­færa­gjaf­ar. Það eru allir mögu­legir líf­færa­gjaf­ar.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None