Umboðsmaður: Hanna Birna hafði ítrekuð og mikil afskipti af rannsókn lekamálsins

hannabirna.jpg
Auglýsing

Umboðs­maður Alþingis hefur birt nið­ur­stöðu frum­kvæð­is­at­hug­unar sinnar á sam­skiptum Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur, fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, og Stef­áns Eiríks­son­ar, fyrr­ver­andi lög­reglu­stjóra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, vegna rann­sóknar leka­máls­ins svo­kall­aða. Þar segir hann að ráð­herra hafi gengið langt út fyrir vald­svið sitt.

Í nið­ur­stöðukafla álits­ins seg­ir: „Að framan hef ég lýst því áliti mínu að fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra hafi sett fram við lög­reglu­stjór­ann athuga­semdir og gagn­rýni á rann­sókn saka­máls sem voru veru­lega umfram það sem gat sam­rýmst því að um væri að ræða efn­is­legar fyr­ir­spurnir til að greiða fyrir rann­sókn máls­ins eða með­ferð gagna frá ráðu­neyt­inu. Af efni sam­skipt­anna, sam­kvæmt lýs­ingu lög­reglu­stjóra, tel ég ljóst að þau hafi falið í sér ítrek­aða gagn­rýni og beinar athuga­semdir ráð­herra við það hvernig emb­ætti lög­reglu­stjór­ans stóð að rann­sókn­inni, vinnu­brögð lög­regl­unnar og ein­stakar rann­sókn­ar­at­hafn­ir. Ég lít svo á að þarna hafi verið um að ræða harða gagn­rýni ráð­herra á ákvarð­anir og störf lög­regl­unnar í þessu máli. Í sam­ræmi við fram­an­greint er það nið­ur­staða mín að efni sam­skipta inn­an­rík­is­ráð­herra við lög­reglu­stjór­ann á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafi ekki sam­rýmst þeim reglum sem ráð­herra bar að virða um sjálf­stæði og hlut­lægni lög­regl­unn­ar. Sam­skiptin voru því ósam­rým­an­leg stöðu ráð­herra sem yfir­stjórn­anda lög­regl­unn­ar. Þá tel ég að tengsl ráð­herra og hags­munir af fram­vindu rann­sóknar saka­máls­ins hafi verið slíkir að sam­skipt­in, miðað við efni þeirra, hafi farið í bága við hina óskráðu meg­in­reglu um sér­stakt hæfi í stjórn­sýsl­unni. Í sam­ræmi við fram­an­greindar nið­ur­stöður get ég ekki fall­ist á að það sem kemur fram í bréfi fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra til mín, dags. 8. jan­úar 2015, um að orðin „fylli­lega“ og „nægi­lega“ eigi hér við. Þeim reglum sem um ræðir var ein­fald­lega ekki fylg­t.“

Hanna Birna hefur beðist afsök­unar á fram­göngu sinniÞá segir umboðs­maður að ráð­herra hafi ekki gætt nægi­lega að því að virða þá stöðu sem lög­reglu­stjór­inn var í og þau við­mið um hátt­semi sem ráð­herra beri að fylgja í sam­skiptum við for­stöðu­mann und­ir­stofn­un­ar. Þá kemur fram í nið­ur­stöðu umboðs­manns að Hanna Birna hafi beðist afsök­unar á sam­skiptum sínum við Stefán og fram­göngu sinni í þeim.

Svo segir umboðs­mað­ur: „Þá er það nið­ur­staða mín að sam­skipti aðstoð­ar­manna ráð­herra, sem höfðu á þeim tíma rétt­ar­stöðu sak­born­ings, við lög­reglu­stjór­ann þar sem þeir ósk­uðu eftir að hann brygð­ist við til­tek­inni frétt hafi ekki verið í sam­ræmi við hina óskráðu hæf­is­reglu stjórn­sýslu­rétt­ar­ins.“ Er þarna átt við Gísla Frey Val­dórs­son, sem hlaut nýverið skil­orðs­bund­inn dóm fyrir aðild sína að leka­mál­inu, og Þóreyju Vil­hjálms­dóttur sem stefndi tveimur blaða­mönnum DV vegna umfjöll­unar þeirra um leka­mál­ið.

Auglýsing

Fór á svig við lög um Stjórn­ar­ráð ÍslandsUm­boðs­maður segir að inn­an­rík­is­ráð­herra hafi gerst brot­legur við lög með fram­ferði sínu. „Á grund­velli þeirra upp­lýs­inga sem ég hef aflað hefur inn­an­rík­is­ráð­herra ekki sýnt fram á að hann hafi fylgt 20. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórn­ar­ráð Íslands, þar sem kveðið er á um skyldu ráð­herra til að leita sér ráð­gjaf­ar. Ég beini þeim til­mælum til þess ráð­herra sem nú fer með inn­an­rík­is­ráðu­neytið að gætt verði að þessu atriði í starfi ráðu­neyt­is­ins fram­veg­is.“

„Með vísan til þess eft­ir­lits­hlut­verks sem umboðs­manni Alþingis er falið með stjórn­sýsl­unni legg ég ríka áherslu á að afskipti ráð­herra sem fór með yfir­stjórn lög­regl­unnar af lög­reglu­rann­sókn saka­máls, sem tengd­ist honum sjálfum á til­tek­inn hátt og sú fram­ganga sem lög­reglu­stjór­inn lýs­ir, eru ekki aðeins and­stæð þeim reglum sem fjallað er um í álit­inu heldur eru þau einnig til þess fallin að gera þeim sem rann­saka saka­mál óhægt um vik að rækja það starf sitt í sam­ræmi við gild­andi regl­ur.“

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Ríkissjóður fær 76 milljarða króna lánaða á 0,625 prósent vöxtum
Nálægt sjöföld umframeftirspurn var eftir því að kaupa skuldabréfaútgáfu íslenska ríkisins. Af þeim mikla áhuga leiddi til þess að hægt var að fá enn lægri vexti en stefnt hafði verið að.
Kjarninn 27. maí 2020
Úr Hæstarétti Íslands.
Benedikt Bogason nýr varaforseti Hæstaréttar
Hæstaréttardómarar kusu sér nýjan varaforseta á fundi sem haldinn var í dag.
Kjarninn 27. maí 2020
Margrét Pála Valdimarsdóttir kann því vel að vinna heima.
Aukin afköst í fjarvinnu og meiri frítími
Að þurfa ekki að keyra til vinnu og að getað tekið æfingu í stofunni eru meðal þeirra kosta sem Margrét Pála Valdimarsdóttir, ráðgjafi hjá Íslandsbanka, sér við fjarvinnu. Starfsfólks bankans mun héðan í frá vinna að jafnaði vinna heima einn dag í viku.
Kjarninn 27. maí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Langfæstir ánægðir með Kristján Þór
Mest ánægja er með störf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en minnst með störf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kjarninn 27. maí 2020
Bjarni Benediktsson hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um opinber fjármál.
Óvíst að efnahagsleg óvissa verði minni í haust en nú
Frumvarp fjármálaráðherra gerir ráð fyrir að endurskoðuð fjármálastefna og uppfærð fjármálaáætlun verði lögð fram á sama tíma og fjárlög 1. október. Fjármálaráð gerir athugasemd við að stefnumörkunin færist öll á einn tímapunkt.
Kjarninn 27. maí 2020
Samfélagsmiðillinn Facebook tekur til sín umtalsverðan hluta af íslensku birtingarfé, án þess að greiða virðisaukaskatt á Íslandi.
Fimm milljarðar fara árlega í auglýsingakaup á miðlum eins og Google og Facebook
Tekjur innlendra fjölmiðla af auglýsingum drógust saman milli ára og voru sambærilegar við árið 2004 í hitteðfyrra. Hlutdeild innlendra vefmiðla er mun minni en á þorra hinna Norðurlandanna og prentmiðla mun meiri.
Kjarninn 27. maí 2020
Guðmundur Franklín Jónsson (t.v.) og Guðni Th. Jóhannesson verða í kjöri til forseta.
Tveir verða í framboði til forseta Íslands
Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson verða í kjöri til forseta Íslands en kosningarnar fara fram þann 27. júní næstkomandi.
Kjarninn 27. maí 2020
Ef eftirspurn verður fyrir hendi er mögulegt að Icelandair bjóði ferðir til Kanarí og Tenerife í sumar.
Kannski flogið til Kanarí í sumar
Icelandair vonast til þess að geta hafið daglegt flug til lykiláfangastaða eftir að landamæri Íslands verða opnuð um miðjan júní. Þá reiknar félagið með að geta boðið flugferðir til Kanarí, Tenerife og annarra áfangastaða á Spáni í sumar.
Kjarninn 27. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None