Umboðsmaður: Hanna Birna hafði ítrekuð og mikil afskipti af rannsókn lekamálsins

hannabirna.jpg
Auglýsing

Umboðs­maður Alþingis hefur birt nið­ur­stöðu frum­kvæð­is­at­hug­unar sinnar á sam­skiptum Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur, fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, og Stef­áns Eiríks­son­ar, fyrr­ver­andi lög­reglu­stjóra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, vegna rann­sóknar leka­máls­ins svo­kall­aða. Þar segir hann að ráð­herra hafi gengið langt út fyrir vald­svið sitt.

Í nið­ur­stöðukafla álits­ins seg­ir: „Að framan hef ég lýst því áliti mínu að fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra hafi sett fram við lög­reglu­stjór­ann athuga­semdir og gagn­rýni á rann­sókn saka­máls sem voru veru­lega umfram það sem gat sam­rýmst því að um væri að ræða efn­is­legar fyr­ir­spurnir til að greiða fyrir rann­sókn máls­ins eða með­ferð gagna frá ráðu­neyt­inu. Af efni sam­skipt­anna, sam­kvæmt lýs­ingu lög­reglu­stjóra, tel ég ljóst að þau hafi falið í sér ítrek­aða gagn­rýni og beinar athuga­semdir ráð­herra við það hvernig emb­ætti lög­reglu­stjór­ans stóð að rann­sókn­inni, vinnu­brögð lög­regl­unnar og ein­stakar rann­sókn­ar­at­hafn­ir. Ég lít svo á að þarna hafi verið um að ræða harða gagn­rýni ráð­herra á ákvarð­anir og störf lög­regl­unnar í þessu máli. Í sam­ræmi við fram­an­greint er það nið­ur­staða mín að efni sam­skipta inn­an­rík­is­ráð­herra við lög­reglu­stjór­ann á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafi ekki sam­rýmst þeim reglum sem ráð­herra bar að virða um sjálf­stæði og hlut­lægni lög­regl­unn­ar. Sam­skiptin voru því ósam­rým­an­leg stöðu ráð­herra sem yfir­stjórn­anda lög­regl­unn­ar. Þá tel ég að tengsl ráð­herra og hags­munir af fram­vindu rann­sóknar saka­máls­ins hafi verið slíkir að sam­skipt­in, miðað við efni þeirra, hafi farið í bága við hina óskráðu meg­in­reglu um sér­stakt hæfi í stjórn­sýsl­unni. Í sam­ræmi við fram­an­greindar nið­ur­stöður get ég ekki fall­ist á að það sem kemur fram í bréfi fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra til mín, dags. 8. jan­úar 2015, um að orðin „fylli­lega“ og „nægi­lega“ eigi hér við. Þeim reglum sem um ræðir var ein­fald­lega ekki fylg­t.“

Hanna Birna hefur beðist afsök­unar á fram­göngu sinniÞá segir umboðs­maður að ráð­herra hafi ekki gætt nægi­lega að því að virða þá stöðu sem lög­reglu­stjór­inn var í og þau við­mið um hátt­semi sem ráð­herra beri að fylgja í sam­skiptum við for­stöðu­mann und­ir­stofn­un­ar. Þá kemur fram í nið­ur­stöðu umboðs­manns að Hanna Birna hafi beðist afsök­unar á sam­skiptum sínum við Stefán og fram­göngu sinni í þeim.

Svo segir umboðs­mað­ur: „Þá er það nið­ur­staða mín að sam­skipti aðstoð­ar­manna ráð­herra, sem höfðu á þeim tíma rétt­ar­stöðu sak­born­ings, við lög­reglu­stjór­ann þar sem þeir ósk­uðu eftir að hann brygð­ist við til­tek­inni frétt hafi ekki verið í sam­ræmi við hina óskráðu hæf­is­reglu stjórn­sýslu­rétt­ar­ins.“ Er þarna átt við Gísla Frey Val­dórs­son, sem hlaut nýverið skil­orðs­bund­inn dóm fyrir aðild sína að leka­mál­inu, og Þóreyju Vil­hjálms­dóttur sem stefndi tveimur blaða­mönnum DV vegna umfjöll­unar þeirra um leka­mál­ið.

Auglýsing

Fór á svig við lög um Stjórn­ar­ráð ÍslandsUm­boðs­maður segir að inn­an­rík­is­ráð­herra hafi gerst brot­legur við lög með fram­ferði sínu. „Á grund­velli þeirra upp­lýs­inga sem ég hef aflað hefur inn­an­rík­is­ráð­herra ekki sýnt fram á að hann hafi fylgt 20. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórn­ar­ráð Íslands, þar sem kveðið er á um skyldu ráð­herra til að leita sér ráð­gjaf­ar. Ég beini þeim til­mælum til þess ráð­herra sem nú fer með inn­an­rík­is­ráðu­neytið að gætt verði að þessu atriði í starfi ráðu­neyt­is­ins fram­veg­is.“

„Með vísan til þess eft­ir­lits­hlut­verks sem umboðs­manni Alþingis er falið með stjórn­sýsl­unni legg ég ríka áherslu á að afskipti ráð­herra sem fór með yfir­stjórn lög­regl­unnar af lög­reglu­rann­sókn saka­máls, sem tengd­ist honum sjálfum á til­tek­inn hátt og sú fram­ganga sem lög­reglu­stjór­inn lýs­ir, eru ekki aðeins and­stæð þeim reglum sem fjallað er um í álit­inu heldur eru þau einnig til þess fallin að gera þeim sem rann­saka saka­mál óhægt um vik að rækja það starf sitt í sam­ræmi við gild­andi regl­ur.“

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None