Umfangsmikið rask yrði á varpsvæðum kríu og hettumáfs

Líkur eru á að varp hettumáfs leggist af og að kríur færi sitt varp ef af mikilli uppbyggingu fiskeldisstöðvar verður syðst á Röndinni á Kópaskeri. Á svæðinu er áformað að ala laxaseiði og flytja þau svo í sjókvíar á Austurlandi.

Afmörkun lóðamarka fiskeldisins (svört lína) og náttúruverndarsvæði (hvít brotalína).
Afmörkun lóðamarka fiskeldisins (svört lína) og náttúruverndarsvæði (hvít brotalína).
Auglýsing

Umhverf­is­á­hrif fram­kvæmda við áform­aða upp­bygg­ingu fisk­eldis á svo­nefndri Rönd á Kópa­skeri gætu orðið tals­vert nei­kvæð. Ljóst er að umfangs­mikið rask yrði á tals­vert stórum varp­svæðum kríu og hettu­máfs og líkur á að hettu­máfsvarpið legg­ist af. Mögu­legt er hins vegar að krían færi sig til.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í áliti Skipu­lags­stofn­unar á umhverf­is­mats­skýrslu Rifóss hf. um fram­kvæmd­ina. Rifós áformar land­eldi á laxa­seið­um, eld­is­stöð sem gerir ráð fyrir 8.800 tonna fram­leiðslu­getu á lax­fiskum á ári. Gert er ráð fyrir allt að fjórum ker­apöllum sem hver er með allt að átta úti­kerum, alls 32 ker. Seiðin yrðu alin í volgum jarð­sjó þar til þau verða 300-1.000 grömm að þyngd en þá yrðu þau flutt með tank­skipi í sjó­kvíar Fisk­eldis Aust­fjarða í Berufirði og Fáskrúðs­firði.

Auglýsing

Eld­inu myndi fylgja mikil vatns­notk­un, um 980 l/s á ári, en vatns­taka úr bor­holum yrði mest 2.160 l/sek. Bor­holur á svæð­inu þyrftu að vera 24 tals­ins. Rifós er nú þegar með fisk­eld­is­stöð í rekstri á svæð­inu sem er með starfs­leyfi fyrir 400 tonna hámarks­lífmassa á hverjum tíma.

Fisk­eldi Aust­fjarða, sem á Rifós hf., lagði inn fyr­ir­spurn um mats­skyldu fyrir einum kerja­palli með 2.000 tonna fram­leiðslu­getu lax­fiska í júní árið 2020. Nið­ur­staða Skipu­lags­stofn­unar var að upp­bygg­ing á einum palli væri ekki lík­legt til að hafa í för með sér umtals­verð umhverf­is­á­hrif og hófst lax­eldi á honum í apríl 2021. Hin nýju áform fel­ast í frek­ari upp­bygg­ingu syðst á Rönd­inni, við Ósa Snart­ar­staðalækj­ar.

Framkvæmdasvæðið og helstu framkvæmdarþættir eldisins. Mynd: Úr matsskýrslu

Fram­kvæmda­svæðið fyr­ir­hug­aða er á nátt­úru­minja­skrá; Rönd­in: Sjáv­ar­bakkar frá Kópa­skeri suður að Snart­ar­staðalæk. Jarð­myndun er frá lokum ísaldar (Kópa­skers­skeið) og þar er að finna sjáv­ar­set með skeljum og jök­ul­ruðn­ingi, minjar um hop­un­ar­sögu ísald­ar­jök­uls.

Í umhverf­is­skýrslu Rifóss sagði að suð­ur­hluti jarð­mynd­un­ar­innar yrði innan fram­kvæmda­svæð­is­ins en bygg­ing­ar­reitir kerja­palla austan við hana. Fyr­ir­hug­aður aðkomu­vegur liggi að hluta til ofan á jarð­mynd­un­inni og raski yfir­borði henn­ar. Afmörkun svæð­is­ins á nátt­úru­minja­skrá, sam­kvæmt aðal­skipu­lagi Norð­ur­þings, nær lengra til aust­urs en jarð­mynd­unin sjálf.

Svæðið austan við Rönd­ina er flatur og upp­gró­inn sand­ur, segir í skýrslu Rifóss, en lík­legt sé að það sé innan afmörk­unar sem svæði á nátt­úru­minja­skrá vegna ríks fugla­lífs. Fram­kvæmda­að­ili mat það svo að áhrif fram­kvæmd­anna á nátt­úru­vernd­ar­svæði yrðu óveru­leg en var­an­leg.

Skipu­lags­stofnun tekur undir með Umhverf­is­stofnun og Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands að mik­il­vægt sé að raski á jarð­mynd­un­inni verði haldið í lág­marki. Þar sem nú þegar hafi orðið tölu­vert rask á svæð­inu auki það mik­il­vægi þess að að vernda þann hluta mynd­un­ar­innar sem minnst er rask­að­ur.

Auglýsing

Helstu umhverf­is­á­hrif fram­kvæmd­ar­innar og fyr­ir­hug­aðrar starf­semi kunna að mati Skipu­lags­stofn­unar að verða vegna vatns­vinnslu auk áhrifa á fugla. Óvissa ríki um áhrif dæl­ingar og vatns­töku á grunn­vatns­stöðu sem og á stöðu yfir­borðs­vatns í nálægu vot­lendi, m.a. í ljósi þessa stutta tíma sem dæl­ing­ar­próf­anir fram­kvæmda­að­ila fóru fram og þess tak­mark­aða vatns­magns sem dælt var upp í próf­un­un­um. Áhrif fram­kvæmd­anna í heild gætu orðið tals­vert nei­kvæð og leggur Skipu­lags­stofnun því áherslu á mik­il­vægi vökt­unar og að áfanga­skipta þurfi fyr­ir­hug­aðri upp­bygg­ingu eld­is­ins til þess að unnt sé að fylgj­ast með og meta betur áhrif á seltu, nið­ur­drátt og grunn­vatns- og yfir­borðs­vatns­stöðu með hlið­sjón af vökt­un.

Varð­andi áhrif á aðra umhverf­is­þætti þá er „ljóst að umfangs­mikið rask verður á tals­vert stórum varp­svæðum kríu og hettu­máfs við fyr­ir­hug­aðar fram­kvæmdir og líkur á að hettu­máfsvarp legg­ist af en mögu­leiki er á að krían færi sig til,“ segir í áliti stofn­un­ar­inn­ar. Mik­il­vægt sé því að útbúa ný varp­svæði fyrir kríur norðan og norð­vestan við núver­andi varp­svæði þeirra og að ekki verði um fram­kvæmdir að ræða á varp­tíma.

Yfirlitsmyndir yfir fyrirhugað framkvæmdarsvæði. Mynd: Úr matsskýrslu

Skipu­lags­stofnun telur í ljósi aðstæðna að áhrif á fugla­líf muni verða tals­vert nei­kvæð en með fyrr­nefndum mót­væg­is­að­gerðum megi draga úr áhrif­unum að ein­hverju marki.

Skipu­lags­stofnun leggur í áliti sínu áherslu á vand­aða hönnun mann­virkja, umhverf­is­mótun og góðan frá­gang lóðar til að draga úr ásýnd­ar­á­hrifum og að öllu raski verði haldið í lág­marki innan sem utan lóð­ar­marka þar sem fram­kvæmda­svæðið er á nátt­úru­vernd­ar­svæði.

Stofn­unin telur að nauð­syn­legt sé að stað­setn­ing bor­hola liggi skýrt fyrir í umsókn um nýt­ing­ar­leyfi Orku­stofn­unar og að í nýt­ing­ar­leyfi þurfi að setja skil­yrði um áfanga­skipta upp­bygg­ingu eld­is­ins sem og vöktun og við­brögð ef vöktun leiðir í ljós að vafi leiki á hvort svæðið þoli þá vatns­vinnslu sem fyr­ir­huguð er. Þá þarf að setja skil­yrði í starfs­leyfi um reglu­bundið eft­ir­lit með virkni hreinsi­bún­að­ar, losun meng­un­ar­efna og með ástandi við­taka til þess að ganga úr skugga um að við­taki, líf­ríki fjöru og grunn­sævis verði ekki fyrir nei­kvæðum áhrifum af völdum frá­rennslis frá eld­is­stöð­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir skipta þúsundum, tannburstarnir í norska skóginum.
Tannburstarnir í skóginum
Jordan, tannburstaframleiðandinn þekkti, hefur auglýst eftir notuðum tannburstum sem áhugi er á að reyna að endurvinna. Í norskum skógi hafa fleiri þúsund tannburstar frá Jordan legið í áratugi og rifist er um hver beri ábyrgð á að tína þá upp.
Kjarninn 30. september 2022
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Fleiri íbúar landsbyggðarinnar en höfuðborgarsvæðisins telja sig hafa verið bitna af lúsmýi og mest er aukningin á Norðurlandi.
Lúsmýið virðist hafa náð fótfestu á Norðurlandi í sumar
Áttunda sumarið í röð herjaði lúsmýið á landann. Nærri þrefalt fleiri landsmenn telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Mest var aukningin á Norðurlandi.
Kjarninn 30. september 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Deng Xiaoping - seinni hluti 邓小平 下半
Kjarninn 30. september 2022
Gatnamótin sem um ræðir eru við norðurenda stokksins og yrðu mislæg, en þó í plani við umhverfið í kring.
Borgin vill sjá útfærslu umfangsminni gatnamóta við mynni Sæbrautarstokks
Allt að sex akreinar verða á hluta Kleppsmýrarvegar samkvæmt einu tillögunni að nýjum mislægum gatnamótum við mynni Sæbrautarstokks sem lögð var fram í matsáætlun. Reykjavíkurborg vill að umfangsminni gatnamót verði skoðuð til samanburðar.
Kjarninn 30. september 2022
Gylfi Helgason
Staða menningarmála: Fornleifar
Kjarninn 30. september 2022
Vilhjálmur Árnason (t.v.) er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er á meðal alls 22 meðflutningsmanna Vilhjálms.
Yfir tuttugu þingmenn vilja að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum
Stór hópur þingmanna úr öllum flokkum nema Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vill sjá heilbrigðisráðherra skapa löglegan farveg fyrir rannsóknir á virka efninu í ofskynjunarsveppum hér á landi, þannig að Ísland verði „leiðandi“ í rannsóknum á efninu.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent