Umhugsunarefni „ef keppnin um Miðflokksfylgið“ er orðin svona hörð innan Sjálfstæðisflokksins

Rósa Björk Brynjólfsdóttir tók „pólitískt spark“ á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og hvatti hana til að seilast ekki of langt í því að sækja Miðflokksfylgi. Áslaug sagði skotið ódýrt og benti á að hún vildi halda „mörgum boltum á lofti“.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (t.v.) og Rósa Björk Brynjólfsdóttir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (t.v.) og Rósa Björk Brynjólfsdóttir.
Auglýsing

„Ef við tökum smá póli­tískt spark hérna í lok­in. Þó að ég telji það Áslaugu til tekna að hafa vikið frá þess­ari ákvörðun sinni varð­andi Jón Steinar þá er það samt sem áður umhugs­un­ar­efni að ef að staðan í keppn­inni um Mið­flokks­fylgið er orðin svona hörð innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins að kraft­mikil kona á ráð­herra­stóli telur sig þurfa a þessum umdeilda manni að halda í sér­verk­efni. Það er eitt­hvað sem við þurfum kannski líka að íhuga og ég hvet Áslaugu til þess að seil­ast ekki of langt í því.“

Þetta sagði Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í lok útvarps­þátt­ar­ins Sprengisands á Bylgj­unni í dag þar sem hún og Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra ræddu ráðn­ingu Jóns Stein­ars Gunn­laugs­sonar í sér­verk­efni í ráðu­neyt­inu. Áslaug svar­aði hinu póli­tíska sparki Rósu með eft­ir­far­andi orð­um: „Þetta er auð­vitað mjög ódýrt allt sam­an. Almennt í umræð­unni um þetta og síðan nýjan lög­mann sem kom­inn er í þessa mik­il­vægu vinnu, þá vil ég halda mörgum boltum á lofti, ég vil fá fólk utan kerf­is, ég vil fá alls konar fólk að mér – sem er ekki endi­lega sam­mála mér – heldur getur ráð­lagt mér eða komið með til­lög­ur.“

Auglýsing

Hún sagði að ekki mætti svo sam­sama verj­anda skjól­stæð­ingi sínum og vís­aði þar til umræð­unnar um störf Jóns Stein­ars og sagði það alvar­legt að þing­menn væru farnir að gera það. „En ég ætla ekki að fara í sömu póli­tísku skot­grafir og Rósa með það hvaða fylgi maður er að vinna.“

Hvað átti Jón Steinar að gera?

Rósa hafði fyrr í þætt­inum bent á að ástæðan fyrir hörðum við­brögðum gagn­vart því að fela Jóni Stein­ari verk­efni þegar kemur að máls­með­ferð­ar­tíma snú­ist og hverf­ist um hans feril sem hæsta­rétt­ar­lög­manns og dóm­ara. „Þar sem hann hefur ítrekað skilað sér­á­kvæð­um, sér­stak­lega varð­andi kyn­ferð­is­af­brot og sömu­leiðis varð­andi sönn­un­ar­byrð­ina. Þar hefur hann gengið mjög hart fram og á ekk­ert sér­stak­lega aðlað­andi feril þegar kemur að því.“

Krist­ján Krist­jáns­son, umsjón­ar­maður Sprengisands, spurði Áslaugu hvað Jón Steinar hefði í raun og veru átt að gera í vinnu sinni?

„Ég fékk hann til að, og taldi mik­il­vægt, [að skoða] hvort að við gætum lært af þessum langa máls­með­ferð­ar­tíma í efna­hags­brotum og hvar séu mögu­leikar á að stytta hann til hags­bóta fyrir aðila og læra af úrvinnslu slíkra mála frá síð­asta ára­tug og nýtt þann lær­dóm í að bæta kerfin okk­ar. Og hann átti að vinna að til­lögum í því. Ég taldi mik­il­vægt að fá ein­hvern utan kerf­is­ins. Hann hefur nú dregið sig til baka úr þeirri vinnu og ég hef fengið Hörð Felix [Harð­ar­son] til að taka að sér það verk­efn­i.“

Áslaug sagði geta skilið „að fólk hafi gert þau hug­renn­ing­ar­tengsl, hvenær þessi frétt kom út,“ sagði hún en m.a. hefur verið bent á það í umræð­unni að um svipað leyti hafi Stíga­mót til­kynnt að níu kon­ur, sem teldi rétt­ar­kerfið hafa brugð­ist sér, hefðu farið með mál sín fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. Áslaug ját­aði að í samn­ingnum sem gerður hafi verið við Jón Steinar hafi orða­lagið verið of almennt. „En það var auð­vitað mjög skýrt frá mér hvert verk­efnið væri og það er mjög skýrt að Hörður Felix tekur að sér það verk­efn­i.“

Spurð hvort það hafi þá aldrei staðið til að hann skoð­aði ofbeld­is­mál í sinni vinnu svarar Áslaug því neit­andi. „Það er auð­velt að skoða verkin mín bæði í ofbeld­is­brotum og kyn­ferð­is­brot­um, bæði frum­vörp sem ég hef lagt fram á Alþingi og eft­ir­fylgni við aðgerða­á­ætlun í bættri með­ferð á kyn­ferð­is­brot­um, til að sjá hug minn þar.“

Algjör­lega ástæða til upp­hlaups

Rósa var spurð hvort að ástæða hafi verið til upp­hlaups vegna ráðn­ingar Jóns Stein­ar, í ljósi alls þess sem Áslaug nefndi. „Al­gjör­lega. Já, það var það,“ svar­aði hún. „Vegna þess að þetta ger­ist akkúrat í sömu vik­unni og við erum að halda upp á alþjóð­legan bar­áttu­dag kvenna. Og það er líka grafal­var­legt þegar níu íslenskrar konur telja sig þurfa að leita til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu vegna þess að íslenska rétt­ar­kerfið er að bregð­ast þeim og rétt­ar­vörslu­kerfið lík­a.“

Hún sagði það rétt að dóms­mála­ráð­herra hafi komið fram með ýmis góð mál, „en þetta eru mál sem spretta ekki fram í tóma­rúmi eða eru einka­mál Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur“ heldur afsprengi og við­brögð við aðild Íslend­inga að Evr­ópu­ráð­inu, aðild að alþjóða­sátt­málum og þróun laga­setn­ingar í löndum í kringum okk­ur. „Það er einmitt vegna alls þessa sem það voru ótrú­lega mikil von­brigði að Áslaug skildi skipa Jón Steinar Gunn­laugs­son sem sinn trún­að­ar­mann til að fara yfir máls­með­ferð­ar­hraða í rétt­ar­kerf­in­u.“ Og benti á að hann hefði sjálfur ekki skilið það ekki þannig að vinna hans væri afmörkuð við ákveð­inn mála­flokk „þó svo að hún hafi skilið það öðru­vísi“.

Sagði Rósa til­efni til að staldra líka við það, að fara eigi ofan í máls­með­ferð­ar­tíma efna­hags­brota á undan „og með miklu meiri þunga og hraða“ en hvað kyn­ferð­is­af­brot varð­ar. „Og það tel ég vera mjög alvar­leg­t.“

Ráð­herra sem ræður

Áslaug benti á að ráðn­ing Jóns Stein­ars hafi ekki verið gerð í sömu viku og til­kynnt var um að kon­urnar níu færu með mál sín til Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins. „Það er verið að varpa ein­hverju ryki hér upp,“ sagði hún. Fréttir af verk­efn­unum hefðu þó verið færðar í sömu vik­unni.

„Svo finnst mér athygl­is­vert að heyra að mað­ur­inn sem var feng­inn til verk­efn­is­ins eigi að skil­greina verk­efnið en ekki ráð­herr­ann sem fékk hann til þess. Það er auð­vitað mjög skýrt hver ræður því. Og hvert verk­efnið er. Ég hef alltaf verið mjög skýr með það þó að samn­ing­ur­inn [við Jón Stein­ar] hafi verið full almenn­ur.“

Áslaug sagði það svo „al­rangt“ að verið væri að taka efna­hags­brot fram yfir kyn­ferð­is­brot. „Það sem hefur verið í for­gangi und­an­farin ár eru kyn­ferð­is­brot­in.“ Áhersla hafi verið lögð á að hraða máls­með­ferð­ar­tíma þar.

Hún sagði alltaf gott að fá ábend­ingar um hvað mætti gera bet­ur. „Og það er ekki þar með sagt að þó að margt hafi verið gert að þetta sé allt orðið fínt. Að hér setjum við punkt­inn.“ Lengra þurfi að ganga.

Spurð um mál kvenn­anna níu benti hún á að bæta þurfi upp­lifun þolenda allra af kerf­inu í heild sinni. Ekki eitt­hvað eitt lagi slíkt heldur þurfi að bregð­ast við með fjölda aðgerða.

Rósa sagði langan máls­með­ferð­ar­tíma vera að valda þolendum kyn­ferð­is­of­beldis „ómældum skaða“. Meðal máls­með­ferð­ar­tím­inn væri 2-3 ár. „Það er tími sem ekki er hægt að una við.“ Þá fái sak­born­ingar ítrekað refsi­lækkun hjá dóm­stólum vegna langs máls­með­ferð­ar­tíma.

Áslaug sagð­ist þessu sam­mála og að þegar sé mikil vinna og mikið kapp lagt á það, t.d. með nýju verk­lagi hjá lög­reglu og ákæru­vald­inu. „Þetta er góð saga að segja,“ sagði hún um þau áherslu­mál sem gengið hefur verið í mála­flokknum síð­ustu miss­eri, „en það er ekki þar með sagt að við séum búin. Það er enn heil­mikið verk­efni fyrir hönd­um.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent