Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, hefur ákveðið að fresta umræðu um rammaáætlun og breytingartillögur á henni. Þetta tilkynnti hann á þingfundi nú í kvöld.
Þingstörf hafa verið í uppnámi síðustu vikur vegna breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar um að færa fjórar, og síðar þrjár, virkjanir í nýtingarflokk. Stjórnarandstaðan hefur mótmælt þessu harðlega, því að lagt sé til að færa í nýtingarflokk virkjunarkosti sem verkefnisstjórn um rammaáætlun hefur ekki lokið við að meta, og ekki síst því að það skuli vera atvinnuveganefnd sem tekur þessa ákvörðun um að breyta tillögu umhverfisráðherra um að færa aðeins Hvammsvirkjun í nýtingarflokk.
Með því að fresta umræðunni sagðist Einar ætla að freista þess að greiða fyrir þingstörfum og reyna að finna lausnir. Málið sé ekki farið frá þinginu en hann búist við því að nú muni fást svigrúm til þess að vinna í málinu.
Stjórnarandstöðuþingmenn fögnuðu þessari ákvörðun Einars mikið, enda hafa þeir undanfarna daga lagt til að málið verði tekið af dagskrá þingsins.
Það er fagnaðarefni að þingforseti skuli í kvöld hafa tekið ákvörðun um að fresta umræðu um Rammaáætlun. Nú gefst loks...Posted by Árni Páll on Tuesday, May 26, 2015