Yngsti kjósendahópurinn, fólk á aldrinum 18 til 29 ára, virðist vera í stöðu til þess að ráða úrslitum um það hvernig hið pólitíska landslag verður eftir kosningarnar 2017. Í umfjöllun Morgunblaðsins í gær kom fram að fylgi fólks á þessum aldri er að miklu leyti hjá Pírötum þessi misserin. Það mælist nú 46,3 prósent í fyrrnefndu aldursbili.
Sá flokkur sem kemur næstur á eftir Pírötum í könnunum er í aðeins annarri stöðu. Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að tapa stuðningi ungs fólks að miklu leyti, en ekki er langt síðan að sá hópur var flokknum traustur staður þegar kom að fylgi. Í kosningunum 1999 var fylgi við flokkinn í þessum aldursflokki svipað og hjá Pírötum nú eða 47 prósent. Árið 2003 fór það niður í 30 prósent, en síðan aftur upp árið 2007, í 35 prósent. Í kosningunum 2009, skömmu eftir hrunið, var það 25 prósent, en nú mælist það í könnunum 15,5 prósent.
Sá flokkur sem kemur næstur á eftir Pírötum í könnunum er í aðeins annarri stöðu. Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að tapa stuðningi ungs fólks að miklu leyti, en ekki er langt síðan að sá hópur var flokknum traustur staður þegar kom að fylgi. Í kosningunum 1999 var fylgi við flokkinn í þessum aldursflokki svipað og hjá Pírötum nú eða 47 prósent. Árið 2003 fór það niður í 30 prósent, en síðan aftur upp árið 2007, í 35 prósent. Í kosningunum 2009, skömmu eftir hrunið, var það 25 prósent, en nú mælist það í könnunum 15,5 prósent.
Margt getur gerst á því eina og hálfa ári sem er til kosninga. Ljóst er að ungt fólk getur orðið mikill áhrifavaldur, það er að segja ef það skilar sér á kjörstað. Rannsóknir hafa sýnt að sú er ekki alltaf raunin. Spennandi staða...