Sjálfstæðisflokkurinn ályktaði á landsfundi sínum um liðna helgi, að hann vildi kanna með upptöku annarrar myntar, sem væri „gjaldgeng í alþjóðaviðskiptum“. Málefnalegar umræður voru um málið á fundinum, en þær bættu þó engu við fyrri atriði sem komið hafa fram um málið. Það sem var merkilegt við umræðurnar var fyrst og fremst það, að unga fólkið í flokknum kallaði eftir því að önnur mynt en krónan yrði tekin upp, þar sem óstöðugleiki í efnahagslífinu ætti upptök sín í sjálfstæðri peningastefnu með krónuna í okkar litla landi.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur til þessa algjörlega skilað auðu í gjaldmiðlamálum, og honum hefur tekist að drepa niður alla krafta innan flokksins sem vilja skipta um mynt. Niðurstaðan er alltaf hávaxtakróna sem hægt er að fella fyrir útgerðina, ef í harðbakkann slær hjá henni.
Landsmenn muna samt vel eftir heilsíðuauglýsingunum í blöðunum árið 2009, með Bjarna Benediktssyni í forgrunni, þar sem hann talaði fyrir því að taka upp evru í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Umræða um að taka upp Kanadadal náði líka nokkrum hæðum um tíma, en hún er ekkert rædd lengur. Greinar Bjarna og Illuga Gunnarssonar, þar sem þeir ræddu um möguleikann á því að taka upp evru, reyndust ekkert annað en froðusnakk um ekkert. Viljinn til þess að breyta reyndist enginn.
Hafta- og hávaxtakróna er það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur hingað til viljað. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist vera með efasemdir um krónuna. Algjörlega óljóst er samt hvað hann vill gera annað, og lausnir eru hvergi sjáanlegar.
Brynjar og félagar á Alþingi hafa notast við peningamálastefnu, sem er lögbundin, þar sem grundvallaratriðið er miðstýring ríkisins á fjármagnshreyfingum með höftum. Allt er þetta í boði Sjálfstæðisflokksins, sem beitti sér fyrir setningu haftanna eftir allsherjarhrun bankakerfisins og krónunnar, og hefur lengst af áratugalangri haftastefnu verið við stjórnvölinn í efnahagsmálum landsins.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur til þessa algjörlega skilað auðu í gjaldmiðlamálum, og honum hefur tekist að drepa niður alla krafta innan flokksins sem vilja skipta um mynt. Niðurstaðan er alltaf hávaxtakróna sem hægt er að fella fyrir útgerðina, ef í harðbakkann slær hjá henni.
Landsmenn muna samt vel eftir heilsíðuauglýsingunum í blöðunum árið 2009, með Bjarna Benediktssyni í forgrunni, þar sem hann talaði fyrir því að taka upp evru í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Umræða um að taka upp Kanadadal náði líka nokkrum hæðum um tíma, en hún er ekkert rædd lengur. Greinar Bjarna og Illuga Gunnarssonar, þar sem þeir ræddu um möguleikann á því að taka upp evru, reyndust ekkert annað en froðusnakk um ekkert. Viljinn til þess að breyta reyndist enginn.
Hafta- og hávaxtakróna er það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur hingað til viljað. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist vera með efasemdir um krónuna. Algjörlega óljóst er samt hvað hann vill gera annað, og lausnir eru hvergi sjáanlegar.
Brynjar og félagar á Alþingi hafa notast við peningamálastefnu, sem er lögbundin, þar sem grundvallaratriðið er miðstýring ríkisins á fjármagnshreyfingum með höftum. Allt er þetta í boði Sjálfstæðisflokksins, sem beitti sér fyrir setningu haftanna eftir allsherjarhrun bankakerfisins og krónunnar, og hefur lengst af áratugalangri haftastefnu verið við stjórnvölinn í efnahagsmálum landsins.
Spurningin er núna, hvort unga fólkið sem kvartar undan krónunni á landsfundi, nái eyrum fulltrúa flokksins á Alþingi. Sagan segir okkur, að það séu hverfandi líkur á því. Hugsanlega ætti unga fólkið frekar að fara í fundaherferð með þeim sem styrkja flokkinn með fjárframlögum, og halda þannig flokksstarfinu gangandi, og reyna að sannfæra þá um að breyta um stefnu. Stærstu styrkjendurnir eru útgerðarfyrirtækin.