Unnar kjötvörur, líkt og beikon og pylsur, eru krabbameinsvaldandi, samkvæmt nýrri úttekt Alþjóðlegu krabbameinsrannsóknarstofnunarinnar, undirstofnunar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). The Guardian greindi frá þessu í dag, en skýrslan hefur verið birt á vef stofnunarinnar.
Þessa vörur verða framvegis flokkaðar með öðrum vörum sem teljast auka líkur á krabbameini, þar á meðal tóbaki. Í skýrslunni kemur þó fram skýr fyrirvari um að ekki sé nauðsynlegt að hætta að neyslu á þessum vörum heldur að stilla henni í hóf.
Skýrsla sem sýnir þessar niðurstöður var birt í dag, en hún er byggð á samantekt á meira en átta hundruð rannsóknum á tengslum kjötneyslu og krabbameins. Niðurstaða skýrslunnar er að fimmtíu grömm af unnum kjötvörum á dag auki líkur á krabbameini í ristli og endaþarmi um átján prósent.
Tekið er fram í skýrslunni að frekari rannsóknir þurfi til, svo að heildarmynd fáist fram um hversu skaðleg neysla á rauðu kjöti sé fyrir líkamann, og þá hvort það séu tengsl milli hennar og krabbameins.