Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja

Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.

Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Auglýsing

Verið er að leggja loka­hönd á stofnun Atvinnu­fjé­lags­ins, nýs hags­muna­fé­lags atvinnu­rek­enda sem helgað verður starf­semi lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja.

Í frétta­til­kynn­ingu frá und­ir­bún­ings­stjórn félags­ins segir að tals­vert hafi skort á sýni­leika og hags­muna­gæslu hjá þessum hluta vinnu­mark­að­ar­ins þrátt fyrir að lið­lega 70 pró­sent starfs­fólks á vinnu­mark­aði starfi hjá litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækjum og að um 70 pró­sent atvinnu­rek­enda telji þörf á slíku félagi, sam­kvæmt könnun sem und­ir­bún­ings­stjórnin lét Pró­sent fram­kvæmda í júní­mán­uði.

Öfugt við sum önnur hags­muna­sam­tök á vinnu­mark­aði mun lýð­ræð­is­grunnur Atvinnu­fjé­lags­ins byggja á jöfnu atkvæða­vægi, þannig að hvert fyr­ir­tæki hafi eitt atkvæði óháð stærð. Aðild að Atvinnu­fjé­lag­inu mun þó ekki koma í veg fyrir aðild að öðrum sam­tökum atvinnu­rek­enda.

Í til­kynn­ingu segir að til­gangur og mark­mið félags­ins snú­ist aðal­lega um þrjá þætti.

  • Að berj­ast fyrir ein­fald­ara og sann­gjarn­ara reglu­verki, að opin­berar álögur og gjöld, leyf­is­veit­ingar og skatt­lagn­ing taki mið af stærð félaga og rekstr­ar­um­fangi.
  • Það þarf að bæta aðgengi að fjár­magni, vextir og veð­kröfur eru litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækjum mjög íþyngj­andi.
  • Þá þurfa kjara­mál að taka betur mið af hags­munum lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja m.a. í atvinnu­greinum sem voru ekki öfl­ugar fyrir einum til tveimur ára­tugum svo sem fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu, veit­inga­starf­semi, skap­andi grein­um, afþr­ey­ingu og margs konar nýsköp­un­ar­starf­semi og þjón­ustu.

Í til­kynn­ingu Atvinnu­fjé­lags­ins segir að það halli að mörgu leyti á smærri fyr­ir­tæki þegar litið sé til þess starfs­um­hverfis sem skapað hafi verið hér á landi.

Auglýsing

„Að mati und­ir­bún­ings­stjórnar bíða Atvinnu­fjé­lags­ins því mörg brýn verk­efni. Sem dæmi má nefna þá flötu opin­beru gjald­töku sem tíðkast hér á landi, s.s. á vegum eft­ir­lits­stofn­ana og rík­is­sjóðs. Þessi flata fram­kvæmd leggst hlut­falls­lega þyngra á smærri fyr­ir­tæki og skapar með því móti aðstöðumun sem leggst þyngra á rekstur smærri fyr­ir­tækja. Til lengri tíma litið stuðlar þessi aðstöðu­munur að ein­hæf­ara atvinnu­lífi, bitnar á starfs­fólki smærri fyr­ir­tækja og leiðir frekar til auk­innar fákeppni og minnk­andi sam­keppn­is­hæfni í íslensku atvinnu­líf­i,“ segir í til­kynn­ingu félags­ins.

Í und­ir­bún­ings­stjórn Atvinnu­fjé­lags­ins sitja þau Arna Þor­steins­dótt­ir, Auður Ýr Helga­dótt­ir, Elísa­bet Jóns­dótt­ir, Gunnar Ingi Arn­ar­son, Helga Guð­rún Jón­as­dótt­ir, Ómar Pálma­son, Sig­mar Vil­hjálms­son og Þor­kell Sig­ur­laugs­son.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent