Uppgjör á kosningaspá Kjarnans eftir kosningar

kosningaspa.jpg
Auglýsing

Niðurstöður borgarstjórnarkosninganna sem haldnar voru síðastliðinn laugardag komu mörgum í opna skjöldu, en niðurstaða þeirra  var töluvert frá því sem skoðanakannanir höfðu spáð. Þeim flokkum sem stýra ríkisstjórn landsins gekk mun betur en spár höfðu gert ráð fyrir en Bjartri framtíð og Pírötum mun verr. Kosningaspá Kjarnans og Baldurs Héðinssonar, doktors í stærðfræði, var búin að nema þessa breytingu á fylgi allra flokka nema Sjálfstæðisflokks. Hann hafði dalað í síðustu spám okkar. Frávik þeirra skoðanakannanna sem kosningaspá Kjarnans byggði á var ívið meira frá kosningaúrslitunum en í kosningunum 2010, 2006 og 2002.

Á heimasíðu sinni, kosningaspa.is, segir Baldur að „Eitt helsta markmið kosningaspárinnar er að setja upplýsingar í samhengi. Taka saman fyrirliggjandi skoðanakannanir og gefa þeim áreiðanlegri meira vægi í spá um úrslit kosninga. Þegar frávik kannana frá úrslitnum eru borið saman við það vægi sem kannanirnar fengu í loka spá fyrir kosningarnar sést að þetta markmið tókst. Könnunin sem fékk mest vægi spánni reyndist vera með minnst frávik frá úrslitunum. Könnunin sem fékk næst mest vægi reyndist með næst minnst frávik, og svo koll af kolli. Forspárgildi vægis í kosningaspá í fyrstu keyrslu er því ásættanlegt. Nú þegar úrslit liggja fyrir hefst vinna við aðra ítrun á reiknilíkaninu sem kosningaspáin byggir á."

 

Þróun á fylgi framboðanna


Kosningaspá keyrð frá 26. febrúar til 30. maí 2014. Síðustu tölur eru niðurstöður kosninga.

Auglýsing

Ljóst er að allar kannanir vanmátu fylgi Framsóknarflokks og flugvallarvina og Sjálfstæðisflokks. Sömuleiðis ofmátu allar kannanir fylgi Bjartrar framtíðar og Pírata. Kosningsspáin mældi vel þá fylgisaukningu sem bæði Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin fengu í kosningabaráttunni og það skarpa fall sem varð í stuðningi við Bjarta framtíð og Pírata á lokametrunum. Fylgi við báða flokka var hins vegar ofmetið í könnunum. Þá reyndist raunfylgi Sjálfstæðisflokks vera töluvert meira en kannanir höfðu gert ráð fyrir.

Fjöldi fulltrúa í borgarstjórn


Meirihluti Samfylkingar og Bjartrar framtíðar, sem tók við keflinu af Besta flokknum, hélt ekki velli. Flokkarnir hafa nú sjö fulltrúa og af þeim hefur Samfylking fimm. Mestu tíðindin varðandi fjölda fulltrúa eru þau að Framsókn og flugvallarvinir náðu inn tveimur fulltrúum, eða jafn mörgum og Björt framtíð sem hafði aldrei mælst með færri en þrjá í könnunum. Sjálfstæðisflokkurinn tapar manni frá síðustu kosningum og Píratar munu eiga borgarfulltrúa í fyrsta sinn. Meirihlutaviðræður eru hafnar milli Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata um að mynda níu manna meirihluta.

 

Fylgi stjórnaðist af kjörsókn


Á föstudag lét Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, hafa eftir sér í fréttum RÚV að kjörsókn gæti haft áhrif á dreifingu fylgisins í Reykjavík. Hann hafði rétt fyrir sér. Kjörsókn í borgarstjórnarkosingunum 2010 var aðeins 73,4 prósent, sú minnsta í borginni frá upphafi. Kjörsókn á landsvísu árið 2010 var jafnframt sú minnsta allra tíma í sveitarstjórnarkosningum á Íslandi. Kjörsókn var enn verri á laugardag, eða 62,7 prósent. Það er versta kjörsókn í Reykjavík síðan 1928.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá Keflavíkurflugvelli.
Segja Ísland geta orðið miðstöð flugs á norðurslóðum
Í skýrslu starfshóps um efnahagstækifæri á norðurslóðum er sagt mikilvægt að flugi frá Íslandi til Rússlands og Kína verði komið á, enda hafi kínverskir ferðamenn mikinn áhuga á ferðum til norðurslóða. Þá séu tækifæri fólgin í betri tengingu við Grænland.
Kjarninn 14. maí 2021
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None