Upplýsingarnar áttu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV

bjorninginota-1.jpg
Auglýsing

Upp­lýs­ing­arnar sem syst­urnar Malín Brand og Hlín Ein­ars­dóttir hót­uðu að gera opin­berar snú­ast um fjár­hags­leg tengsl Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra og Björns Inga Hrafns­sonar fjöl­miðla­manns. Vísir greinir frá þessu og segir að sam­kvæmt heim­ildum sínum snú­ist upp­lýs­ing­arnar um kaup Björns Inga á DV.

Til­kynnt var um kaup Björns Inga á DV í nóv­em­ber síð­ast­liðn­um. Fyrir átti hann Vef­press­una sem rekur Press­una, Eyj­una og Bleikt.­is. Eins og Vísir greinir frá voru Björn Ingi og Hlín í sam­bandi um nokk­urra ára skeið, þar til í fyrra.

Sam­kvæmt Stund­inni voru upp­lýs­ingar systr­anna tölvu­póstur sem á að hafa farið á milli Sig­mundar og Björns Inga í tengslum við kaupin á DV. Í sam­tali við Stund­ina segir Björn Ingi að hann viti ekk­ert um það hvaða upp­lýs­ingar syst­urnar hafi haft undir hönd­um. „Ég veit ekki um það, ég veit ekk­ert um þetta mál. Það hefur eng­inn spurt mig um það. Mað­ur­inn hefur ekk­ert að fela enda vís­aði hann mál­inu til lög­regl­unn­ar,“ sagði Björn Ingi.

Auglýsing

Malín og Hlín hafa játað að hafa sent Sig­mundi bréf þar sem þær reyndu að kúga fé út úr hon­um. Þetta kom fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þar eru þær ekki nafn­greind­ar, en sagt að þær hafi játað við yfir­heyrslur og verið sleppt að þeim lokn­um. Lög­reglan segir að málið telj­ist upp­lýst og verði sent rík­is­sak­sókn­ara að lok­inni rann­sókn.

Malín er blaða­maður á Morg­un­blað­inu. Hún er komin í leyfi frá störfum fram til 1. ágúst. Hlín er fyrr­ver­andi rit­stjóri Bleikt.is, sem er hluti af Vef­press­unni.

Vísir greindi frá því í morgun að í bréfi sem hafi borist Sig­mundi og fjöl­skyldu hans á föstu­dag var þess kraf­ist að þau myndu reiða fram nokkrar millj­ónir króna eða upp­lýs­ingar sem áttu að vera við­kvæmar fyrir þau yrðu gerðar opin­ber­ar.

Málið var strax til­kynnt til lög­reglu, og hún réð­ist í umfangs­miklar aðgerðir sem leiddu til hand­töku tveggja ein­stak­linga.

Á vef DV er greint frá því að bréfið frá Hlín og Malín hafi haf­ist á blíðum nótum en fljót­lega hafi til­gangur þess komið í ljós. Sig­mundi Davíð og fjöl­skyldu hans hafi verið veru­lega brugðið þegar hand­skrifað bréf með meintri fjár­kúgun barst á heim­ili þeirra. Þar segir að í bréf­inu hafi verið farið fram á ákveðna upp­hæð auk þess sem nákvæm lýs­ing var á því hvar ætti að afhenda fjár­mun­ina. Sá staður var við Krísu­vík­ur­veg, unnan Valla­hverfis í Hafn­ar­firði. Sam­kvæmt DV var lögð þung áhersla það í lok bréfs­ins á að afleið­ing­arnar yrðu alvar­legar ef að haft yrði sam­band við lög­reglu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None