Nýir eigendur DV hafa skilað inn upplýsingum um hvernig eignarhaldi miðilsins er háttað inn til fjölmiðlanefndar. Þar kemur fram að eigendur Pressunnar ehf., sem á 69,7 prósent hlut í DV, séu Björn Ingi Hrafnsson, Arnar Ægisson, Þorsteinn Guðnason, Jón Óttar Ragnarsson, Sigurður G. Guðjónsson, Steinn Kári Ragnarsson og Jakob Hrafnsson, bróðir Björns Inga.
Eignarhald DV ehf:
Pressan ehf., 69,69%
Góður punktur ehf., í eigu Reynis Traustasonar, 9,65%
Ólafstún ehf., í eigu Reynis Traustasonar, 3,4%
Guðberg ehf., í eigu Berglindar Jónsdóttur o.fl., 7,09%
Gagnsæi ehf., í eigu Halldórs Jörgenssonar o.fl., 4,98%
Meiriháttar ehf, í eigu Sigurdórs Sigurðssonar, 1,10%
Lilja Skaftadóttir, 0,98%
Jón Trausti Reynisson, 0,95%
Ingi F. Vilhjálmsson, 0,45%
Dagmar Una Ólafsdóttir, 0,45%
Gísli Jónsson, 0,45%
Hrafn Margeirsson, 0,30%
Elín Guðný Hlöðversdóttir 0,14%
Kolfinna Hagalín Hlöðversdóttir 0,14%
María Peta Hlöðversdóttir 0,14%
Sigríður Sigursteinsdóttir, 0,09%
Eignarhald Pressunnar ehf:
Kringluturninn, 28%, eigendur Björn Ingi Hrafnsson, 50%, og Arnar Ægisson, 50%
AB 11 ehf., 11,15%, eigendur Björn Ingi Hrafnsson, 50%, og Arnar Ægisson, 50%
Tryggvi Geir ehf., 18%, eigandi Þorsteinn Guðnason
Dr. Jón Óttar Ragnarsson, 11%
Sigurður G. Guðjónsson hrl., 10%
Steinn Kári Ragnarsson framkvæmdastjóri, 10%
Jakob Hrafnsson framkvæmdastjóri, 8%
Seljendur lánuðu
Í desember tók hópur nýrra eigenda, undir forystu Björns Inga Hrafnssonar, yfir DV. Stór hluti kaupverðsins sem Pressan ehf., félagið sem keypti hlutinn, greiddi fyrir var fjármagnaður með láni frá seljendum hlutarins. Sá hópur er leiddur af Þorsteini Guðnasyni og tók yfir DV í haust eftir harðvítug átök við Reyni Traustason, fyrrum ritstjóra DV og minnihlutaeiganda, og hóp sem honum tengist. Átökin enduðu með að Þorsteinn og viðskiptafélagar hans tóku yfir DV og sögðu Reyni upp störfum. Í nýju upplýsingunum sem hefur nú verið skilað til fjölmiðlanefndar kemur í ljós að Þorsteinn er enn á meðal eigenda DV.
Björn Ingi Hrafnsson.
Þrír nýir ritstjórar voru ráðnir í kjölfarið af yfirtöku Pressunnar, þau Eggert Skúlason, Kolbrún Bergþórsdóttir og Hörður Ægisson, sem verður viðskiptaritstjóri. Hallgrímur Thorsteinsson, sem hafði verið ritstjóri DV frá því í september var sagt upp því starfi og sagt að hann myndi þess í stað leiða stefnumótum á sviði talmálsútvarps á vegum Pressunnar. Síðar hefur komið fram að hann ætlar að vinna upp uppsagnarfrest sinn og síðan hætta að starfa fyrir félagið.
Á síðustu misserum hafa fjölmargir mjög áberandi starfsmenn sagt upp störfum hjá DV.
Björn Ingi Hrafnsson sagði nýverið að fleiri hluthafar myndu bætast við eigendahópinn á næstunni með hlutafjáraukningu upp á 30 prósent.