Af leigumarkaðnum í foreldrahús

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir það ljóst að unga fólkið hefur í auknum mæli verið að flytjast af leigumarkaði og aftur í foreldrahús. Vísbendingar eru um að erfiðara sé að verða sér úti um leiguhúsnæði en áður.

7DM_3148_raw_170615.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Hlut­fall íbúa sem eru á leigu­mark­aðnum hefur minnkað tölu­vert frá árinu 2019, sér­stak­lega hjá yngstu ald­urs­hóp­un­um. Sömu­leiðis kjósa mun fleiri á aldr­inum 18-24 ára að búa í for­eldra­húsum en þeir gerðu fyrir tveimur árum síð­an. Þetta kemur fram í nýrri könnun á vegum hag­deildar Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar (HMS) um stöð­una á leigu­mark­aði.

Sam­kvæmt könn­un­inni hefur kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn haft mikil áhrif á leigu­mark­að­inn, en hlut­fall leigj­enda hefur minnkað um rúman fjórð­ung – úr 18 pró­sentum í 13 pró­sent – frá árinu 2019. Stofn­unin segir að skýr­ing­una fyrir þessum svipt­ingum megi lík­lega rekja til þess að leigj­endur fóru af leigu­mark­aði og annað hvort í eigið hús­næði eða ann­að, svo sem í for­eldra­hús.

Ef þróun búsetu er skoðuð eftir ald­urs­hópum sést að ungu fólki hefur fækkað mest á leigu­mark­aðn­um. Alls eru leigj­endur á aldr­inum 18-24 ára rúm­lega 15 pró­sentum færri en þeir voru fyrir tveimur árum síð­an, en sam­svar­andi fækkun leigj­enda á aldr­inum 25-34 ára nam 5 pró­sent­um. Litlar breyt­ingar eru aftur á móti í búsetutil­högun þeirra sem eru eldri en 34 ára.

Auglýsing

Á meðan ungum leigj­endum hefur fækkað hefur þeim fjölgað tölu­vert sem búa í for­eldra­hús­um, en hlut­fall ung­menna undir 25 ára aldri sem kjósa það hefur auk­ist um tæp 16 pró­sent á síð­ustu tveimur árum.

Erf­ið­ara að verða sér úti um hús­næði

Þrátt fyrir þessa mikla fækkun hefur þeim fjölgað sem vilja frekar búa í leigu­hús­næði, en sam­kvæmt könn­un­inni myndu um 12 pró­sent hús­næð­is­mark­að­ar­ins nú frekar leigja heldur en kaupa ef nægi­legt fram­boð væri af öruggu hús­næði. Sam­svar­andi hlut­fall þeirra sem vilja leigja nam 9 pró­sentum í fyrra og 10 pró­sentum árið 2019.

Á sama sögð­ust fleiri leigj­endur hafa átt erfitt með að verða sér úti um núver­andi hús­næði í ár heldur en í fyrra, sam­kvæmt könn­un­inni. HMS segir þessa þróun vera vís­bend­ingu um að fram­boð af leigu­hús­næði sé að minnka eftir að hafa auk­ist mjög í kjöl­far far­ald­urs­ins.

Sam­kvæmt stofn­un­inni má leiða að því líkur að stór hluti af þeim leigu­í­búðum sem losn­aði vegna sam­dráttar í Air­bnb úteigu hafi farið í sölu­ferli sökum ört hækk­andi hús­næð­is­verðs. „Jafn­framt hefur verið mik­ill aðflutn­ingur fólks til Íslands sem eykur spurn eftir hús­næði og að öllum lík­indum sér í lagi leigu­hús­næð­i.­Jafn­framt hefur verið mik­ill aðflutn­ingur fólks til Íslands sem eykur spurn eftir hús­næði og að öllum lík­indum sér í lagi leigu­hús­næð­i,“ segir HMS einnig í frétta­til­kynn­ingu sinni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent