Utanríkismál: Allt veltur á EES-samningnum

kjarninn_gunnarbragi_vef.jpg
Auglýsing

Það hafa verið miklir umbrots­tímar í íslensku sam­fé­lagi und­an­farin ár. Margt hefur áunn­ist í bar­átt­unni við að end­ur­reisa þar og efla. Í dag er til að mynda góður hag­vöxt­ur, lítil verð­bólga og lítið atvinnu­leysi. Ákveðnir atvinnu­veg­ir, sér í lagi sjáv­ar­út­vegur og ferða­þjón­usta, eru í miklum sókn­ar­ham.

Ísland stendur hins vegar enn frammi fyrir risa­vöxnum vanda­málum sem nauð­syn­legt verður að takast á við í allra nán­ustu fram­tíð. Þeirri bar­áttu verður ekki frestað mikið leng­ur. Á þessum tíma­mótum Kjarn­ans þótti rit­stjórn hans rétt að útlista þau fjögur helstu. Þau eru glíman við fjár­magns­höft, breyt­ingar á líf­eyr­is­sjóða­kerf­inu, skjald­borg um heil­brigð­is­kerfið og staða Íslands í alþjóða­sam­fé­lag­inu. Hér að neðan verður fjallað um stöðu Íslands í alþjóða­sam­fé­lag­inu.

Ísland og Evr­ópaÍs­lenska þjóðin er ein­ungis 0,0004 pró­sent af mann­kyn­inu. Það er henni því mjög mik­il­vægt að vera í góðum sam­skiptum við að minnsta kosti hluta hinna 99,9996 pró­sent­anna sem á jörð­inni búa.

Lengi vel græddum við vel á hern­að­ar­lega mik­il­vægri stað­setn­ingu lands­ins og pen­ingar dæld­ust hingað inn vegna henn­ar. Sá veru­leiki er far­inn og nú snú­ast alþjóða­sam­skipti okkar fyrst og síð­ast um við­skipta­lega hags­muni.

Auglýsing

Síð­asta rík­is­stjórn reyndi að fara með Ísland inn í Evr­ópu­sam­bandið á einum mestu umbrota­tímum sem það hefur nokkru sinni gengið í gegn­um. Sú veg­ferð var stöðvuð og núver­andi rík­is­stjórn mun ugg­laust reyna allt sem í valdi hennar stendur til að grafa þá umsókn end­an­lega á þessu kjör­tíma­bili. Það er þó fín lína að feta, enda fara um 80 pró­sent af útflutn­ingi okkar til Evr­ópu og 60 pró­sent af því sem við flytjum inn koma það­an.

Vilja efla EES-­sam­starfÍ stað­inn fyrir að horfa á fulla aðild vill sitj­andi rík­is­stjórn efla sam­starf Íslands við ríki Evr­ópu­sam­bands­ins á grund­velli samn­ings­ins um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES), sem gekk í gildi árið 1994. Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­­ráð­herra hefur látið hafa það eftir sér opin­ber­lega að efla verði hags­muna­gæslu Íslands innan EES. Það verði gert með því að sjón­ar­mið Íslands komi fram í lög­gjaf­ar­starfi strax á fyrstu stigum máls­ins. Í Evr­ópu­stefnu Gunn­ars Braga er líka gert ráð fyrir stór­efldu og góðu sam­starfi við Norð­menn á vett­vangi EES-­samn­ings­ins.

Til útskýr­ingar veitir EES-­samn­ing­ur­inn Íslandi nokk­urs konar auka­að­ild að innri mark­aði Evr­ópu án tolla og gjalda á all­flestar vör­ur. Samn­ing­ur­inn er því lang­mik­il­væg­asti við­skipta­samn­ingur þjóð­ar­inn­ar.

Þegar Ísland und­ir­gekkst EES-­samn­ing­inn fyrir 20 árum sam­þykkti landið líka að inn­leiða hið ófrá­víkj­an­lega fjór­frelsi ESB: innan svæð­is­ins sem samn­ing­ur­inn nær til gildir frjálst flæði fólks, varn­ings, þjón­ustu og fjár­magns.

Þegar Íslend­ingar inn­leiddu fjár­magns­höft í kjöl­far hruns­ins brutu þeir gegn einni af þessum grunn­stoð­um, frjálsu flæði fjár­magns. Hluti af aðild­ar­ferl­inu að Evr­ópu­sam­band­inu, sem nú er í frosti, var að setja á fót sam­starfs­vett­vang þar sem unnið var að losun þess­ara hafta svo að skil­yrðið væri upp­fyllt. Evr­ópu­sam­bandið dró sig út úr þeim vett­vangi þegar aðild­ar­við­ræður voru settar á hill­una. Ef þeim verður slitið mun sam­bandið lík­ast til setja fram kröfu um að Íslend­ingar upp­fylli það.

End­ur­samið um fram­lög í þró­un­ar­sjóð­innÍs­land borgar fyrir aðild að EES-­svæð­inu með ýmsum hætti. Stærstur hluti þeirrar borg­unar fer í gegnum vett­vang sem kall­ast Þró­un­ar­sjóður EFTA. Hann er oft nefndur verð­mið­inn inn á innri markað ESB. Frá því að Ísland og Nor­egur skrif­uðu undir EES-­samn­ing­inn hafa þau greitt í þennan sjóð. Hann úthlutar svo fjár­magni til þeirra fimmtán aðild­ar­ríkja sem fá greiðslur úr sjóðn­um.

Samn­ingar um fram­lög í sjóð­inn eru teknir upp á fimm ára fresti. Síð­ast var samið um tíma­bilið 2009-2014. Fram­lög í hann voru áætluð um 155 millj­arðar króna á verð­lagi dags­ins í dag á því tíma­bili. Af því fram­lagi var áætlað að Ísland greiddi tæp­lega fimm pró­sent, eða allt að sjö millj­örðum króna. Á árinu 2014 greiðum við til að mynda 1,4 millj­arða króna í sjóð­inn sam­kvæmt fjár­lög­um. Liechten­stein borgar rétt yfir eitt pró­sent af kostn­að­inum og Nor­egur tæp­lega 95 pró­sent.

Auk þess er til sér­stakur Þró­un­ar­sjóður Nor­egs, sem þró­un­ar­ríki ESB fá úthlutað út úr. Norð­menn borga um 125 millj­arða króna inn í hann á tíma­bil­inu. Norð­menn borga því um 260-270 millj­arða króna fyrir aðgöngu að innri mark­aðn­um.

Nú standa yfir við­ræður um fram­lög Íslend­inga og hinna EES-­ríkj­anna í þró­un­ar­sjóð­inn. Við­búið er, eins og alltaf hefur ger­st, að fram­lögin muni hækka. Ekki hafa feng­ist upp­lýs­ingar um hversu mikla hækkun verður farið fram á.

Nið­ur­staða þess­ara við­ræðna, sem búast má við að verði Íslend­ingum erf­ið­ar, mun skipta mjög miklu máli fyrir íslensku þjóð­ina í fram­tíð­inni.

Þessi grein er hluti af mun stærri umfjöllun um helstu áskor­anir sem íslenskt sam­fé­lag stendur frammi fyrir sem birt­ist í Kjarn­anum í síð­ustu viku.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None