Utanríkisráðuneytið hafnar því að hafa ekki upplýst ráðuneyti Kristjáns Þórs

kristjan_thor_vidtal_frame_530.jpg
Auglýsing

Utan­rík­is­ráðu­neytið upp­lýsti vel­ferð­ar­ráðu­neytið um fram­lagn­ingu til­lögu að við­auka við TISA-­samn­ing­inn sem í felst mikil mark­aðsvæð­ing á heil­brigð­is­þjón­ustu. Þetta gerði ráðu­neytið þann 6. jan­úar síð­ast­lið­inn. Um leið var boðað til sam­ráðs­fundar um TISA-við­ræð­urnar með öllum tengiliðum í fagráðu­neytum til að fara yfir stöðu við­ræðn­anna. Full­trúi vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins tók þátt í þeim fundi, en hann fór fram 14. jan­úar 2015. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu.

Inni­hald yfir­lýs­ing­ar­innar er í and­stöðu við það sem Krist­ján Þór Júl­í­us­son heil­brigð­is­ráð­herra sagði í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag. Þar sagði Krist­ján að eng­inn starfs­maður vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins hafi haft aðkomu að TISA-við­ræð­un­um, hann hafi ekk­ert heyrt um til­lögu um við­auka við samn­ing­inn sem í fólst að fella mark­aðsvæð­ingu heil­brigð­is­þjón­ustu undir hann og að afstaða Íslands til þessa, sem var opin­beruð í frétt Kjarn­ans í gær, hafi ekki verið borin undir hann.

"Margt á huldu í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu"Aðspurður um leynd­ina sem hvílir yfir samn­ings­gerð­inni og hvort hann væri sam­mála þeirri afstöðu utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins að taka ekki þátt í við­ræðum um við­auk­ann sagði Krist­ján: „Það er margt á huldu í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu og utan­rík­is­mál­um. Það er alveg á hrein­u.“ Hann hafi hins vegar engar for­sendur til að tjá sig um eða taka afstöðu til máls sem hann þekki ekki „hæt­is­hót“ til.

Ísland er eitt þeirra 50 landa sem er aðili að TISA-við­ræð­un­um, sem eiga að auka frelsi í þjón­ustu­við­skiptum milli landa. Kjarn­inn birti í gær, í sam­starfi við Associ­ated Whist­leblowing Press (AWP) og fjöl­miðla víðs­vegar um heim­inn, ný gögn úr við­ræð­un­um. Gögn­unum var lekið til AWP sem hefur unnið að birt­ingu þeirra und­an­far­ið. Hægt er að nálg­ast gögnin í heild sinni hér.

Auglýsing

Sam­hliða fjall­aði Kjarn­inn ítar­lega um inni­hald gagn­anna.

Svör Krist­jáns Þórs stang­ast á við upp­lýs­ing­arnarSvör Krist­jáns stang­ast algjör­lega á við upp­lýs­ingar sem utan­rík­is­ráðu­neyti Gunn­ars Braga Sveins­sonar hefur óskað eftir að komið verði á fram­færi. Um er að ræða upp­lýs­ingar sem snúa að sam­ráði innan stjórn­ar­ráðs­ins um TISA-við­ræð­urn­ar, og "sér­stak­lega að því er varðar fréttir um við­auka um heil­brigð­is­þjón­ustu sem lagður er til af Tyrk­land­i."

Alls vill ráðu­neytið koma á fram­færi sex atrið­um:

  1. Ákvörð­unin um að Ísland tæki þátt í TISA við­ræð­unum var tekin í tíð fyrri rík­is­stjórnar af þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra í des­em­ber 2012.

  2. TISA við­ræð­urnar voru kynntar í rík­is­stjórn með sér­stöku minn­is­blaði í júní 2013. Einnig var fjallað um þær í skýrslu ráð­herra til Alþingis um utan­rík­is­mál í mars 2014. Auk þess hefur verið sér­stök umræða um þær á Alþingi og þær kynntar í utan­rík­is­mála­nefnd.

  3. Líkt og og ítrekað hefur komið fram opin­ber­lega og má kynna sér frekar á heima­síðu utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, er við­haft víð­tækt sam­ráð í tengslum við TiSA við­ræð­urnar og á það ekki síst við milli ráðu­neyta og stofn­ana þeirra, þ.m.t. við vel­ferð­ar­ráðu­neyt­ið.

  4. Tyrk­land hafði áður sent sam­bæri­lega til­lögu um við­auka í frí­versl­un­ar­við­ræðum EFTA og Tyrk­lands sem ­send var til vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins þann 14. októ­ber 2014 til athuga­semda. Svar vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins bar­st 20. októ­ber 2014.

5.  Í nóv­em­ber 2014 voru fyrstu drög að við­auk­anum send þátt­töku­ríkj­unum til umræðu í TiSA samn­inga­lot­unni sem fór fram í byrjun des­em­ber 2014.

  1. Þann 6. jan­úar 2015 ­upp­lýsti utan­rík­is­ráðu­neytið vel­ferð­ar­ráðu­neytið um fram­lagn­ingu við­aukans og sendi texta hans. Var um leið ­boðað til sam­ráðs­fundar um TiSA við­ræð­urnar þann 14. jan­úar 2015 ­með öllum tengiliðum í fagráðu­neytum til þess að fara yfir stöðu við­ræðn­anna. Full­trúi vel­ferð­ar­ráðu­neytis tók þátt í þeim fundi þar sem þetta mál var rætt.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None