Útgjöld ríkissjóðs jukust um 27 milljarða og tekjur um 14 milljarða króna

bjarni_benediktsson.jpg
Auglýsing

Útgjöld rík­is­ins juk­ust um 26,6 millj­arða króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2015 sam­an­borið við fyrstu sex mán­uð­ina 2014. Á sama tíma juk­ust tekjur um 14,2 millj­arða króna. Hand­bært fé frá rekstri var nei­kvætt um 30,3 millj­arða króna sam­an­borið við jákvætt hand­bært fé upp á rúma ell­efu millj­arða króna í fyrra. Tekju­jöfn­uð­ur, munur á tekjum og gjöld­um, var jákvæður um 779 millj­ónir króna.

Greiðslu­af­koma rík­is­sjóðs fyrir fyrri helm­ing árs 2015 var birt í dag. Þar segir að nei­kvæð staða hand­bærs fjárs skýrist að stærstum hluta með því að leið­rétt­ing verð­tryggðra hús­næð­is­lána sem gjald­færð var á árinu 2014 kom til greiðslu nú í byrjun árs 2015. „Þetta hefur ein­göngu áhrif á sjóðs­hreyf­ingar en ekki rekstr­ar­stöðu árs­ins 2015 og hafði sam­bæri­leg jákvæð áhrif á hand­bært fé í lok árs 2014,“ segir í til­kynn­ingu frá fjár­mála­ráðu­neyt­inu.

Auglýsing


Bjarni Bene­dikts­son er fjár­mála­ráð­herra.Hér að neðan má lesa um helstu tekjur og gjöld rík­is­sjóðs á fyrstu sex mán­uðum árs­ins.

Tekjur af tekj­um, tóbaki og tollum

Inn­heimtar tekjur námu 320,5 millj­örðum króna á fyrri helm­ingi árs­ins sem er 4,6 pró­sent meira en inn­heimt­ist á sama tíma­bili í fyrra. Nið­ur­staða tíma­bil­is­ins er 25,3 millj­örðum yfir áætlun fjár­laga, eða 8,6 pró­sentum hærra en áætlað var. Það er sagt umtals­vert. „Það skýrist þó að miklu leyti af ýmsum óreglu­legum og til­fallandi þáttum sem nánar verður farið yfir hér á eft­ir. Þegar litið er til þró­unar skatt­stofna á fyrri helm­ingi árs­ins er hún í meg­in­dráttum í sam­ræmi við áætlun fjár­laga.“Nærri 86 pró­sent heild­ar­tekna eru af inn­heimtu hinna ýmsu skatta og trygg­inga­gjalda. Sá hluti jókst um 6,1 pró­sent milli ára. Skattar á tekjur og hagnað juk­ust um 9,6 pró­sent milli ára og námu sam­tals 116,7 millj­örðum króna. Tekju­skattur ein­stak­linga nam 65,3 millj­örðum króna sem er 3,8 pró­sentum meira en í fyrra. Tekju­skattur lög­að­ila jókst um 34 pró­sent milli ára og nam 26,6 millj­örðum króna. Þar af nam sér­stakur fjár­sýslu­skattur 4,9 millj­örðum króna. Fjár­magnstekju­skattur skil­aði 24,7 millj­örðum króna og jókst um 4,5 pró­sent milli ára. Fjár­magnstekju­skattur greiddur af rík­inu sjálfu nam 5,6 millj­örð­um. Það skýrist af arð­greiðslu Lands­bank­ans til eig­anda síns, rík­is­sjóðs.Eign­ar­skattar dróg­ust saman milli ára um 35,2 pró­sent og námu 3,5 millj­örðum króna. Það skýrist af brott­falli auð­legð­ar­skatts frá og með síð­ustu ára­mót­um. Stimp­il­gjöld námu 1,8 millj­arði króna sem er aukn­ing um 14,7 pró­sent frá því í fyrra. Tekjur af erfða­fjár­skatti dróg­ust saman um 15,4 pró­sent milli ára og námu 0,9 millj­örð­um.Skattar á vöru og þjón­ustu juk­ust um 5,8 pró­sent milli ára og námu sam­tals 112,5 millj­örðum króna. Virð­is­auka­skattur vegur þar þyngst og skil­aði 77,9 millj­örð­um.Vöru­gjöld af öku­tækjum námu 3,4 millj­örðum og eykst um 33,7 pró­sent milli ára. Það skýrist af auknum inn­flutn­ingi bif­reiða. Vöru­gjöld af bens­íni skil­uðu 5,6 millj­örðum og olíu­gjald­ið, sem jókst um 6,7 pró­sent milli ára, skil­aði 3,4 millj­örð­um. Kolefn­is­gjaldið skil­aði 1,6 millj­arði króna.Tekjur af tóbaks­gjaldi námu 2,9 millj­örðum króna og dróg­ust saman um 3,7 pró­sent. Tekjur af áfeng­is­gjaldi námu 5,9 millj­örðum og var rétt yfir áætl­un. Sala áfengis á fyrstu sex mán­uðum árs­ins mæld í vín­anda jókst um rúm­lega 1 pró­sent en tóbaks­sala dróst saman um 3,2 pró­sent að magn­inu til.Tollar og aðflutn­ings­gjöld námu 2,6 millj­örðum króna. Það er sam­dráttur um 3,7 pró­sent og skýrist af áhrifum frí­versl­un­ar­samn­ings Íslands og Kína frá 1. júlí 2014.Aðrir skattar námu sam­tals 4 millj­örð­um.

Gjöld vegna lána­nið­ur­færslna, heil­brigð­is­mála og lög­gæslu

Greidd gjöld námu 319,7 millj­örðum króna og juk­ust um 26,6 millj­arða króna frá fyrra ári, eða um 9,1 pró­sent, sem er minna en gert hafði verið ráð fyr­ir.Útgjöld til almennrar opin­berar þjón­ustu voru svipuð milli ára og námu 70,8 millj­örðum króna. Fjár­magns­kostn­aður rík­is­sjóðs skýrir stærstan hluta upp­hæð­ar­inn­ar, eða 64 pró­sent. Hann nam 45,4 millj­örðum króna á tíma­bil­inu. Greiðslur til Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga námu 8,8 millj­örðum og útgjöld vegna utan­rík­is­mála námu 4,7 millj­örðum króna. Útgjöld vegna fjár­mála­stjórn­sýslu rík­is­ins voru 5,3 millj­arðar og útgjöld til ann­arra liða sem falla undir almenna opin­bera þjón­ustu voru um 6,6 millj­arð­ar.Útgjöld vegna lögð og rétt­ar­gæslu námu um 10,8 millj­örðum og voru svipuð milli ára. Útgjöld til efna­hags- og atvinnu­mála námu 45,4 millj­örðum króna og juk­ust tölu­vert. Fjár­mála­ráðu­neytið segir það í sam­ræmi við það sem gert var ráð fyr­ir. Stærsti útgjalda­lið­ur­inn, 17,1 millj­arður króna, er vegna nið­ur­færslu verð­tryggðra hús­næð­is­lána. Útgjöld til sam­göngu­mála námu 11,3 millj­örð­um, um 6,7 millj­örðum til land­bún­að­ar­mála og útgjöld vegna almennra atvinnu­mála og mark­aðs­eft­ir­lits námu 3,1 millj­arði.Útgjöld til heil­brigð­is­mála námu rúmum 73 millj­örðum króna og juk­ust um 5,1 millj­arð. Útgjöld til menn­ing­ar- og félags­mála námu um 9,5 millj­örðum króna. Útgjöld vegna almanna­trygg­inga og vel­ferð­ar­mála námu 63,9 millj­örðum króna.Útgjöld vegna atvinnu­leysis námu 6,4 millj­örðum sam­an­borið við 7,7 millj­arða í fyrra. Önnur útgjöld námu 15,4 millj­örð­um. Útgjöld vegna líf­eyr­is­skuld­bind­inga námu 6,1 millj­arði króna.Hreinn láns­fjár­jöfn­uður rík­is­sjóðs er nei­kvæður um 12,4 millj­arða króna en var á sama tíma í fyrra jákvæður um 3,7 millj­arða. Afborg­anir lána námu sam­tals 54,2 millj­örð­um. Lán­tökur á fyrri helm­ingi árs námu alls 29,5 millj­örðum og voru allar inn­lend­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None