Útvarpsstjóri sendi starfsmönnum bréf um alvarlega stöðu RÚV

R--v-42.jpg
Auglýsing

Magnús Geir Þórð­ar­son, útvarps­stjóri RÚV, og Anna Bjarney Sig­urð­ar­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar, fjár­mála og tækni, sendu starfs­mönnum fyr­ir­tæk­is­ins ­tölvu­póst í dag, þar sem þau til­taka tíu stað­reyndir varð­andi fjár­hags­lega stöðu RÚV.

Í tölvu­póst­in­um, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, seg­ir: "Mikið hefur verið rætt um RÚV og fjár­hag þess á und­an­förnum vik­um. Í umræð­unni hefur borið á því að sumir vilji horfa fram hjá aðal­at­riðum máls­ins og jafn­vel drepa mál­inu á dreif. Af því til­efni viljum við draga hér saman fyrir ykkur þær tíu stað­reyndir sem mik­il­vægastar eru í umræðu um fjár­hags­lega stöðu RÚV."

Stað­reynd­irnar tíu sem eru teknar saman í tölvu­póst­inum eru neð­an­greind­ar:

Auglýsing

1. Skulda­vandi RÚV er ekki nýtil­kom­inn, hann hefur orðið til á löngum tíma og er að mestu fólgin í ára­tuga­gömlum líf­eyr­is­skuld­bind­ing­um.

2. Óháð úttekt PwC á stöðu fjár­mála í maí sl. sýndi að félagið er yfir­skuld­sett og getur ekki staðið undir greiðslum afborg­ana og vaxta af lán­um.

3. Með sölu eigna s.s. lóðar og hugs­an­lega Útvarps­húss­ins gerir stjórn RÚV ráð fyrir að skuld­irnar verði greiddar niður að miklu leyti.

4. Frá 2007 hefur verið hag­rætt mjög mikið í rekstri RÚV og starfs­mönnum m.a. fækkað úr 340 í 235 sem er 30,9 % fækk­un.

5. Á þessu ári hefur áfram verið hag­rætt í starf­sem­inni en með það að leið­ar­ljósi að verja dag­skrána sjálfa eins og kostur er.

6. Frá 1.jan­úar 2009 hefur ríkið árlega tekið til sín hluta af útvarps­gjald­inu.

7. 85% þeirra sem tóku afstöðu í skoð­ana­könnun Capacent vilja að RÚV fái útvarps­gjaldið óskert og að stjórn­völd ráð­stafi ekki hluta þess ann­að.

8. Útvarps­gjaldið er mjög svipað að krónu­tölu á hvern ein­stak­ling og þekk­ist ann­ars staðar á Norð­ur­löndum (hjá NRK, DR, YLE og SWT/SWR) , þrátt fyrir smæð mark­að­ar­ins. Það er lægra en á Bret­landseyjum (hjá BBC).

9. Óbreytt útvarps­gjald dugir til að standa undir dag­skrá og bæta dreifi­kerf­ið, að því gefnu að RÚV fái gjaldið óskert.

10. Hvorki er því þörf á að hækka útvarps­gjaldið frá því sem nú er, né veita sér­stök fjár­fram­lög til RÚV. Það nægir að hafa útvarps­gjaldið óbreytt.

Í nið­ur­lagi tölvu­pósts­ins segir svo: "Starfs­menn og lands­menn allir geta treyst því að stjórn og stjórn­endur munu standa að rekstri Rík­is­út­varps­ins með ábyrgum hætti á næstu árum. Þannig tryggjum við best burði RÚV til að sinna sínu mik­il­væga menn­ing­ar-, örygg­is- og lýð­ræð­is­hlut­verki."

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None