Valdir vegna þekkingar en fá vel borgað fyrir

Myndvef.jpg
Auglýsing

Í síð­asta Kjarn­an­um var sagt frá því að ýmsir aðilar hefðu fengið arð­bær verk­efni tengd skulda­nið­ur­fell­ingu rík­is­stjórn­ar­innar án útboðs. Það er þó ekki ein­ungis rík­is­stjórnin sem hefur valið aðila til að sinna verk­efnum fyrir sig án útboðs á und­an­förnum miss­er­um. Eigna­safn Seðla­banka Íslands, dótt­ur­fé­lag Seðla­bank­ans sem heldur utan um eignir sem hann eign­að­ist eftir hrun­ið, til­kynnti í des­em­ber síð­ast­liðnum að það ætl­aði sér að hefja sölu á verð­tryggðum skulda­bréfum fyrir rúm­lega 100 millj­arða króna. Selja á skulda­bréfin í áföngum á næstu fimm árum.

Um er að ræða sér­tryggð skulda­bréf sem upp­haf­lega voru gefin út af Kaup­þingi en síðar yfir­tekin af Arion banka. Þau eru verð­tryggð með föstum vöxt­um. Arion banki ætl­aði sér upp­haf­lega sjálfur að skrá bréfin á markað en af ein­hverjum ástæðum tókst það ekki. Þei mvar því skilað til ESÍ sem þurfti að „pakka pakk­an­um“.

Það verður gert með því að stofna félög eða fag­fjár­fest­inga­sjóði og leggja þeim til eign með umræddum bréf­um. Þau munu síðan gefa út bréf til ESÍ sem verða skráð í Kaup­höll­inni. Þau bréf verða síðan seld á næstu fimm árum og gert er ráð fyrir að fyrsta salan muni eiga sér stað fyrir næstu mán­að­ar­mót.

Summa ráðinESÍ réð félag sem heitir Summa Rekstr­ar­fé­lag til þess að ann­ast stýr­ingu eigna félag­anna sem verða stofnuð og við „önnur tengd verk­efn­i“. Fyrir það mun Summa þiggja þóknun sem ekki liggur fyrir hversu há verð­ur. Það mun fara eftir hvaða verð fæst fyrir umrædd bréf en ljóst að hún verður umtals­verð, enda áætlað virði þeirra yfir 100 millj­arðar króna.

Verk­efnið var ekki boðið út og Summa í raun hand­valin til þess að sinna því vegna sér­þekk­ingar starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins á þeim sér­tryggðu skulda­bréfum sem til stendur að selja. Hjá Summu starfa nefni­lega fjórir menn sem allir gengdu háum stöðum í Kaup­þingi fyrir banka­hrun. Þeir heita Sig­ur­geir Tryggva­son, Har­aldur Óskar Har­alds­son, Hrafn­kell Kára­son og Ómar Örn Tryggva­son. Menn­irnir fjórir eiga líka 34 pró­sent hlut í Summu á móti Íslands­banka. Þeir réðu sig allir til félags­ins í fyrra og eign­uð­ust sam­tímis hlut í því. Þá var nafni félags­ins líka breytt úr rekstr­ar­fé­lagi Byrs í Summu rekstr­ar­fé­lag.

Haukur C. Bene­dikts­son, fram­kvæmda­stjóri ESÍ, sem réð Summu til verks­ins starf­aði einnig í Kaup­þingi með mönn­unum fjórum á árunum 2006 til 2008.

Auglýsing

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None