Valdir vegna þekkingar en fá vel borgað fyrir

Myndvef.jpg
Auglýsing

Í síðasta Kjarnanum var sagt frá því að ýmsir aðilar hefðu fengið arðbær verkefni tengd skuldaniðurfellingu ríkisstjórnarinnar án útboðs. Það er þó ekki einungis ríkisstjórnin sem hefur valið aðila til að sinna verkefnum fyrir sig án útboðs á undanförnum misserum. Eignasafn Seðlabanka Íslands, dótturfélag Seðlabankans sem heldur utan um eignir sem hann eignaðist eftir hrunið, tilkynnti í desember síðastliðnum að það ætlaði sér að hefja sölu á verðtryggðum skuldabréfum fyrir rúmlega 100 milljarða króna. Selja á skuldabréfin í áföngum á næstu fimm árum.

Um er að ræða sértryggð skuldabréf sem upphaflega voru gefin út af Kaupþingi en síðar yfirtekin af Arion banka. Þau eru verðtryggð með föstum vöxtum. Arion banki ætlaði sér upphaflega sjálfur að skrá bréfin á markað en af einhverjum ástæðum tókst það ekki. Þei mvar því skilað til ESÍ sem þurfti að „pakka pakkanum“.
Það verður gert með því að stofna félög eða fagfjárfestingasjóði og leggja þeim til eign með umræddum bréfum. Þau munu síðan gefa út bréf til ESÍ sem verða skráð í Kauphöllinni. Þau bréf verða síðan seld á næstu fimm árum og gert er ráð fyrir að fyrsta salan muni eiga sér stað fyrir næstu mánaðarmót.

Summa ráðin


ESÍ réð félag sem heitir Summa Rekstrarfélag til þess að annast stýringu eigna félaganna sem verða stofnuð og við „önnur tengd verkefni“. Fyrir það mun Summa þiggja þóknun sem ekki liggur fyrir hversu há verður. Það mun fara eftir hvaða verð fæst fyrir umrædd bréf en ljóst að hún verður umtalsverð, enda áætlað virði þeirra yfir 100 milljarðar króna.
Verkefnið var ekki boðið út og Summa í raun handvalin til þess að sinna því vegna sérþekkingar starfsmanna fyrirtækisins á þeim sértryggðu skuldabréfum sem til stendur að selja. Hjá Summu starfa nefnilega fjórir menn sem allir gengdu háum stöðum í Kaupþingi fyrir bankahrun. Þeir heita Sigurgeir Tryggvason, Haraldur Óskar Haraldsson, Hrafnkell Kárason og Ómar Örn Tryggvason. Mennirnir fjórir eiga líka 34 prósent hlut í Summu á móti Íslandsbanka. Þeir réðu sig allir til félagsins í fyrra og eignuðust samtímis hlut í því. Þá var nafni félagsins líka breytt úr rekstrarfélagi Byrs í Summu rekstrarfélag.

Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri ESÍ, sem réð Summu til verksins starfaði einnig í Kaupþingi með mönnunum fjórum á árunum 2006 til 2008.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None