Valdir vegna þekkingar en fá vel borgað fyrir

Myndvef.jpg
Auglýsing

Í síð­asta Kjarn­an­um var sagt frá því að ýmsir aðilar hefðu fengið arð­bær verk­efni tengd skulda­nið­ur­fell­ingu rík­is­stjórn­ar­innar án útboðs. Það er þó ekki ein­ungis rík­is­stjórnin sem hefur valið aðila til að sinna verk­efnum fyrir sig án útboðs á und­an­förnum miss­er­um. Eigna­safn Seðla­banka Íslands, dótt­ur­fé­lag Seðla­bank­ans sem heldur utan um eignir sem hann eign­að­ist eftir hrun­ið, til­kynnti í des­em­ber síð­ast­liðnum að það ætl­aði sér að hefja sölu á verð­tryggðum skulda­bréfum fyrir rúm­lega 100 millj­arða króna. Selja á skulda­bréfin í áföngum á næstu fimm árum.

Um er að ræða sér­tryggð skulda­bréf sem upp­haf­lega voru gefin út af Kaup­þingi en síðar yfir­tekin af Arion banka. Þau eru verð­tryggð með föstum vöxt­um. Arion banki ætl­aði sér upp­haf­lega sjálfur að skrá bréfin á markað en af ein­hverjum ástæðum tókst það ekki. Þei mvar því skilað til ESÍ sem þurfti að „pakka pakk­an­um“.

Það verður gert með því að stofna félög eða fag­fjár­fest­inga­sjóði og leggja þeim til eign með umræddum bréf­um. Þau munu síðan gefa út bréf til ESÍ sem verða skráð í Kaup­höll­inni. Þau bréf verða síðan seld á næstu fimm árum og gert er ráð fyrir að fyrsta salan muni eiga sér stað fyrir næstu mán­að­ar­mót.

Summa ráðinESÍ réð félag sem heitir Summa Rekstr­ar­fé­lag til þess að ann­ast stýr­ingu eigna félag­anna sem verða stofnuð og við „önnur tengd verk­efn­i“. Fyrir það mun Summa þiggja þóknun sem ekki liggur fyrir hversu há verð­ur. Það mun fara eftir hvaða verð fæst fyrir umrædd bréf en ljóst að hún verður umtals­verð, enda áætlað virði þeirra yfir 100 millj­arðar króna.

Verk­efnið var ekki boðið út og Summa í raun hand­valin til þess að sinna því vegna sér­þekk­ingar starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins á þeim sér­tryggðu skulda­bréfum sem til stendur að selja. Hjá Summu starfa nefni­lega fjórir menn sem allir gengdu háum stöðum í Kaup­þingi fyrir banka­hrun. Þeir heita Sig­ur­geir Tryggva­son, Har­aldur Óskar Har­alds­son, Hrafn­kell Kára­son og Ómar Örn Tryggva­son. Menn­irnir fjórir eiga líka 34 pró­sent hlut í Summu á móti Íslands­banka. Þeir réðu sig allir til félags­ins í fyrra og eign­uð­ust sam­tímis hlut í því. Þá var nafni félags­ins líka breytt úr rekstr­ar­fé­lagi Byrs í Summu rekstr­ar­fé­lag.

Haukur C. Bene­dikts­son, fram­kvæmda­stjóri ESÍ, sem réð Summu til verks­ins starf­aði einnig í Kaup­þingi með mönn­unum fjórum á árunum 2006 til 2008.

Auglýsing

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None