Valdir vegna þekkingar en fá vel borgað fyrir

Myndvef.jpg
Auglýsing

Í síð­asta Kjarn­an­um var sagt frá því að ýmsir aðilar hefðu fengið arð­bær verk­efni tengd skulda­nið­ur­fell­ingu rík­is­stjórn­ar­innar án útboðs. Það er þó ekki ein­ungis rík­is­stjórnin sem hefur valið aðila til að sinna verk­efnum fyrir sig án útboðs á und­an­förnum miss­er­um. Eigna­safn Seðla­banka Íslands, dótt­ur­fé­lag Seðla­bank­ans sem heldur utan um eignir sem hann eign­að­ist eftir hrun­ið, til­kynnti í des­em­ber síð­ast­liðnum að það ætl­aði sér að hefja sölu á verð­tryggðum skulda­bréfum fyrir rúm­lega 100 millj­arða króna. Selja á skulda­bréfin í áföngum á næstu fimm árum.

Um er að ræða sér­tryggð skulda­bréf sem upp­haf­lega voru gefin út af Kaup­þingi en síðar yfir­tekin af Arion banka. Þau eru verð­tryggð með föstum vöxt­um. Arion banki ætl­aði sér upp­haf­lega sjálfur að skrá bréfin á markað en af ein­hverjum ástæðum tókst það ekki. Þei mvar því skilað til ESÍ sem þurfti að „pakka pakk­an­um“.

Það verður gert með því að stofna félög eða fag­fjár­fest­inga­sjóði og leggja þeim til eign með umræddum bréf­um. Þau munu síðan gefa út bréf til ESÍ sem verða skráð í Kaup­höll­inni. Þau bréf verða síðan seld á næstu fimm árum og gert er ráð fyrir að fyrsta salan muni eiga sér stað fyrir næstu mán­að­ar­mót.

Summa ráðinESÍ réð félag sem heitir Summa Rekstr­ar­fé­lag til þess að ann­ast stýr­ingu eigna félag­anna sem verða stofnuð og við „önnur tengd verk­efn­i“. Fyrir það mun Summa þiggja þóknun sem ekki liggur fyrir hversu há verð­ur. Það mun fara eftir hvaða verð fæst fyrir umrædd bréf en ljóst að hún verður umtals­verð, enda áætlað virði þeirra yfir 100 millj­arðar króna.

Verk­efnið var ekki boðið út og Summa í raun hand­valin til þess að sinna því vegna sér­þekk­ingar starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins á þeim sér­tryggðu skulda­bréfum sem til stendur að selja. Hjá Summu starfa nefni­lega fjórir menn sem allir gengdu háum stöðum í Kaup­þingi fyrir banka­hrun. Þeir heita Sig­ur­geir Tryggva­son, Har­aldur Óskar Har­alds­son, Hrafn­kell Kára­son og Ómar Örn Tryggva­son. Menn­irnir fjórir eiga líka 34 pró­sent hlut í Summu á móti Íslands­banka. Þeir réðu sig allir til félags­ins í fyrra og eign­uð­ust sam­tímis hlut í því. Þá var nafni félags­ins líka breytt úr rekstr­ar­fé­lagi Byrs í Summu rekstr­ar­fé­lag.

Haukur C. Bene­dikts­son, fram­kvæmda­stjóri ESÍ, sem réð Summu til verks­ins starf­aði einnig í Kaup­þingi með mönn­unum fjórum á árunum 2006 til 2008.

Auglýsing

Isavia mátti kyrrsetja vél ALC úr flota WOW air
Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu úr héraði, að Isavia hafi verið í fullum rétti að kyrrsetja vél úr flota WOW air.
Kjarninn 24. maí 2019
Magnús Halldórsson
Aðkallandi að hagræða í bankakerfinu
Kjarninn 24. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur hafa áskað grunnskólakennara með slæmum afleiðingum
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið kemur á mánudag klukkan 16
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, verður birt á mánudaginn klukkan 16.
Kjarninn 24. maí 2019
Bann við notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerðarbreytingu sem bannar notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi.
Kjarninn 24. maí 2019
Pottersen
Pottersen
Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað
Kjarninn 24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
Kjarninn 24. maí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað og Game of Thrones Galaxy Fold á leiðinni
Kjarninn 24. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None