Vandræðaunglingur sendur á snekkju í Karabíska hafinu á kostnað sveitarfélagsins

topelement.jpg
Auglýsing

Bæj­ar­yf­ir­völd í Hró­arskeldu í Dan­mörku vörðu hátt í milljón danskra króna í ferða­lag og uppi­hald sautján ára vand­ræðaung­lings í Kar­ab­íska haf­inu, eftir að hann hlaut dóm fyrir vopnað rán. Dag­blaðið Metrox­press greinir frá mál­inu.

Ung­ling­ur­inn, sem nefndur er Christ­ian í umfjöllun Metrox­press, framdi rán í 7-El­even verslun í Hró­arskeldu árið 2009, íklæddur lambús­hettu og vopn­aður stórum grill­hníf. „Í fjöl­skyld­unni minni eru ein­tómir glæpa­menn, þannig að ég varð það bara lík­a,“ hefur dag­blaðið eftir Christ­i­an. „Ég byrj­aði í afbrotum þegar ég var tólf til þrettán ára, þannig að ránið í 7-El­even var bara enn einn glæp­ur­inn.“

Christ­ian var dæmdur til að und­ir­gang­ast áfeng­is- og fíkni­efna­með­ferð eftir rán­ið, en í stað þess að senda hann á til þess bæra með­ferð­ar­stofn­un, ákváðu bæj­ar­yf­ir­völd í Hró­arskeldu að senda síbrotaung­ling­inn í Kar­ab­íska hafið á gamla snekkju. Á snekkj­unni hafa vand­ræðaung­lingar dvalist til lengri og skemmri tíma í óhefð­bund­inni með­ferð.

Auglýsing

Ófor­betr­an­legur glæpa­maður á leið í sól­ina„Ég hélt alltaf áfram að brjóta af mér þrátt fyrir að hljóta dóma fyrir afbrot­in, og svo kom ég mér líka oft­ast undan því að taka út mína refs­ingu. Svo þegar lög­mað­ur­inn minn og félags­ráð­gjafi stungu upp á þessu nýja úrræði tók dóm­ar­inn vel í þá hug­mynd,“ segir Christ­i­an.

Því næst keyptu bæj­ar­yf­ir­völd í Hró­arskeldu undir Christ­ian flug­miða í Kar­ab­íska haf­ið, þar sem hann dvald­ist í eitt ár. Kostn­aður bæj­ar­fé­lags­ins vegna ferðar hans og dvalar þar nemur hátt í 976 þús­und danskra króna, eða tæpum 19,5 millj­ónum íslenskra króna.

Hér má sjá Christian svamla í Karabíska hafinu skammt frá snekkjunni góðu. Hér má sjá Christ­ian svamla í Kar­ab­íska haf­inu skammt frá snekkj­unni góð­u.

„Þetta var virki­lega skemmti­legt, og þá sér­stak­lega að fá að sjá þennan hluta heims­ins. En þetta var auð­vitað ekki bara sæld­ar­líf. Við sátum á skóla­bekk frá klukkan átta á morgn­ana og fram að hádegi, og þá tók vinna á bátnum við. En ég naut lífs­ins.“

Christ­ian kveðst hafa skiln­ing á furðu margra yfir því að svo miklum skatt­pen­ingum hafi verið varið til að senda einn ræn­ingja í Kar­ab­íska hafið til afplán­un­ar. Þá bítur höf­uðið af skömminni að ferðin í suð­rænu höfin hefur ekki snúið Christ­ian frá villu síns veg­ar. „Túr­inn fékk mig því miður ekki til að hætta afbrot­u­m,“ segir hann í sam­tali við Metrox­press. „Þegar ég kom heim ákvað bær­inn að senda mig rak­leiðis aftur í mitt gamla umhverfi, sem gerði mér ekki gott. Ég byrj­aði fljót­lega að selja hass og er nú með­lim­ur AK81,“ sem er ­stuðn­ings­klúbb­ur ­glæpa­sam­taka Vít­isengla.

Bæj­ar­yf­ir­völd í Hró­arskeldu hafa ítrekað neitað Metrox­press um við­tal vegna máls­ins.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None