Vandræðaunglingur sendur á snekkju í Karabíska hafinu á kostnað sveitarfélagsins

topelement.jpg
Auglýsing

Bæj­ar­yf­ir­völd í Hró­arskeldu í Dan­mörku vörðu hátt í milljón danskra króna í ferða­lag og uppi­hald sautján ára vand­ræðaung­lings í Kar­ab­íska haf­inu, eftir að hann hlaut dóm fyrir vopnað rán. Dag­blaðið Metrox­press greinir frá mál­inu.

Ung­ling­ur­inn, sem nefndur er Christ­ian í umfjöllun Metrox­press, framdi rán í 7-El­even verslun í Hró­arskeldu árið 2009, íklæddur lambús­hettu og vopn­aður stórum grill­hníf. „Í fjöl­skyld­unni minni eru ein­tómir glæpa­menn, þannig að ég varð það bara lík­a,“ hefur dag­blaðið eftir Christ­i­an. „Ég byrj­aði í afbrotum þegar ég var tólf til þrettán ára, þannig að ránið í 7-El­even var bara enn einn glæp­ur­inn.“

Christ­ian var dæmdur til að und­ir­gang­ast áfeng­is- og fíkni­efna­með­ferð eftir rán­ið, en í stað þess að senda hann á til þess bæra með­ferð­ar­stofn­un, ákváðu bæj­ar­yf­ir­völd í Hró­arskeldu að senda síbrotaung­ling­inn í Kar­ab­íska hafið á gamla snekkju. Á snekkj­unni hafa vand­ræðaung­lingar dvalist til lengri og skemmri tíma í óhefð­bund­inni með­ferð.

Auglýsing

Ófor­betr­an­legur glæpa­maður á leið í sól­ina„Ég hélt alltaf áfram að brjóta af mér þrátt fyrir að hljóta dóma fyrir afbrot­in, og svo kom ég mér líka oft­ast undan því að taka út mína refs­ingu. Svo þegar lög­mað­ur­inn minn og félags­ráð­gjafi stungu upp á þessu nýja úrræði tók dóm­ar­inn vel í þá hug­mynd,“ segir Christ­i­an.

Því næst keyptu bæj­ar­yf­ir­völd í Hró­arskeldu undir Christ­ian flug­miða í Kar­ab­íska haf­ið, þar sem hann dvald­ist í eitt ár. Kostn­aður bæj­ar­fé­lags­ins vegna ferðar hans og dvalar þar nemur hátt í 976 þús­und danskra króna, eða tæpum 19,5 millj­ónum íslenskra króna.

Hér má sjá Christian svamla í Karabíska hafinu skammt frá snekkjunni góðu. Hér má sjá Christ­ian svamla í Kar­ab­íska haf­inu skammt frá snekkj­unni góð­u.

„Þetta var virki­lega skemmti­legt, og þá sér­stak­lega að fá að sjá þennan hluta heims­ins. En þetta var auð­vitað ekki bara sæld­ar­líf. Við sátum á skóla­bekk frá klukkan átta á morgn­ana og fram að hádegi, og þá tók vinna á bátnum við. En ég naut lífs­ins.“

Christ­ian kveðst hafa skiln­ing á furðu margra yfir því að svo miklum skatt­pen­ingum hafi verið varið til að senda einn ræn­ingja í Kar­ab­íska hafið til afplán­un­ar. Þá bítur höf­uðið af skömminni að ferðin í suð­rænu höfin hefur ekki snúið Christ­ian frá villu síns veg­ar. „Túr­inn fékk mig því miður ekki til að hætta afbrot­u­m,“ segir hann í sam­tali við Metrox­press. „Þegar ég kom heim ákvað bær­inn að senda mig rak­leiðis aftur í mitt gamla umhverfi, sem gerði mér ekki gott. Ég byrj­aði fljót­lega að selja hass og er nú með­lim­ur AK81,“ sem er ­stuðn­ings­klúbb­ur ­glæpa­sam­taka Vít­isengla.

Bæj­ar­yf­ir­völd í Hró­arskeldu hafa ítrekað neitað Metrox­press um við­tal vegna máls­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None