Vandræðaunglingur sendur á snekkju í Karabíska hafinu á kostnað sveitarfélagsins

topelement.jpg
Auglýsing

Bæj­ar­yf­ir­völd í Hró­arskeldu í Dan­mörku vörðu hátt í milljón danskra króna í ferða­lag og uppi­hald sautján ára vand­ræðaung­lings í Kar­ab­íska haf­inu, eftir að hann hlaut dóm fyrir vopnað rán. Dag­blaðið Metrox­press greinir frá mál­inu.

Ung­ling­ur­inn, sem nefndur er Christ­ian í umfjöllun Metrox­press, framdi rán í 7-El­even verslun í Hró­arskeldu árið 2009, íklæddur lambús­hettu og vopn­aður stórum grill­hníf. „Í fjöl­skyld­unni minni eru ein­tómir glæpa­menn, þannig að ég varð það bara lík­a,“ hefur dag­blaðið eftir Christ­i­an. „Ég byrj­aði í afbrotum þegar ég var tólf til þrettán ára, þannig að ránið í 7-El­even var bara enn einn glæp­ur­inn.“

Christ­ian var dæmdur til að und­ir­gang­ast áfeng­is- og fíkni­efna­með­ferð eftir rán­ið, en í stað þess að senda hann á til þess bæra með­ferð­ar­stofn­un, ákváðu bæj­ar­yf­ir­völd í Hró­arskeldu að senda síbrotaung­ling­inn í Kar­ab­íska hafið á gamla snekkju. Á snekkj­unni hafa vand­ræðaung­lingar dvalist til lengri og skemmri tíma í óhefð­bund­inni með­ferð.

Auglýsing

Ófor­betr­an­legur glæpa­maður á leið í sól­ina„Ég hélt alltaf áfram að brjóta af mér þrátt fyrir að hljóta dóma fyrir afbrot­in, og svo kom ég mér líka oft­ast undan því að taka út mína refs­ingu. Svo þegar lög­mað­ur­inn minn og félags­ráð­gjafi stungu upp á þessu nýja úrræði tók dóm­ar­inn vel í þá hug­mynd,“ segir Christ­i­an.

Því næst keyptu bæj­ar­yf­ir­völd í Hró­arskeldu undir Christ­ian flug­miða í Kar­ab­íska haf­ið, þar sem hann dvald­ist í eitt ár. Kostn­aður bæj­ar­fé­lags­ins vegna ferðar hans og dvalar þar nemur hátt í 976 þús­und danskra króna, eða tæpum 19,5 millj­ónum íslenskra króna.

Hér má sjá Christian svamla í Karabíska hafinu skammt frá snekkjunni góðu. Hér má sjá Christ­ian svamla í Kar­ab­íska haf­inu skammt frá snekkj­unni góð­u.

„Þetta var virki­lega skemmti­legt, og þá sér­stak­lega að fá að sjá þennan hluta heims­ins. En þetta var auð­vitað ekki bara sæld­ar­líf. Við sátum á skóla­bekk frá klukkan átta á morgn­ana og fram að hádegi, og þá tók vinna á bátnum við. En ég naut lífs­ins.“

Christ­ian kveðst hafa skiln­ing á furðu margra yfir því að svo miklum skatt­pen­ingum hafi verið varið til að senda einn ræn­ingja í Kar­ab­íska hafið til afplán­un­ar. Þá bítur höf­uðið af skömminni að ferðin í suð­rænu höfin hefur ekki snúið Christ­ian frá villu síns veg­ar. „Túr­inn fékk mig því miður ekki til að hætta afbrot­u­m,“ segir hann í sam­tali við Metrox­press. „Þegar ég kom heim ákvað bær­inn að senda mig rak­leiðis aftur í mitt gamla umhverfi, sem gerði mér ekki gott. Ég byrj­aði fljót­lega að selja hass og er nú með­lim­ur AK81,“ sem er ­stuðn­ings­klúbb­ur ­glæpa­sam­taka Vít­isengla.

Bæj­ar­yf­ir­völd í Hró­arskeldu hafa ítrekað neitað Metrox­press um við­tal vegna máls­ins.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynólfsdóttir
Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?
Kjarninn 20. október 2019
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Jean Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Atvinnuleysi innan ESB ekki mælst minna frá því að mælingar hófust
Atvinnuleysi hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur dregist verulega saman á undanförnum árum, en er samt umtalsvert meira en í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Kjarninn 19. október 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None