Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands, sagði í morgun af sér embætti. Hann tilkynnti þetta á bloggsíðu sinni og setti síðan skilaboðin á Twitter. Tíðindin eru óvænt í ljósi þess að gríska þjóðin hafnaði samningum við kröfuhafa landsins, hið svokallaða þríeyki (e. troika) í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. Um 61 prósent Grikkja sagði nei eða 39 prósent já samkvæmt bráðabirgðatölum.
Minister No More! http://t.co/Oa6MlhTPjG
— Yanis Varoufakis (@yanisvaroufakis) July 6, 2015
Varoufakis, sem var mjög stóryrtur í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar og sagði kröfuhafa Grikklands meðal annars fremja hryðjuverk á þjóð sinni, sagði í færslunni að skömmu eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hafi legið fyrir hafi hann fengið þær upplýsingar að nærveru hans við samningaborðið væri ekki óskað af hálfu ýmissa sem við það sitja. Alexis Tsipras forsætisráðherra tók undir þessa hugmynd og því hafi Varoufakis ákveðið að segja starfi sínu lausu.
Fréttaskýrendur virðast sammála um að Tsipras hafi þar með verið að fara af vilja kröfuhafa Grikkja: Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Seðlabanka Evrópu og framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins sem vildu ekki að Varoufakis kæmi meira að viðræðum um nýtt samkomulag.
Varoufaki