Þegar þetta er skrifað, hafa 39.499 einstaklingar skrifað nafn sitt á vefsíðuna þjóðareign.is, eða tæplega 40 þúsund. Vantar rúmlega fimm nöfn upp á svo að.
Á vefsíðunni skora þau sem skrifa nafn sitt á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu „hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir þar sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til lengri tíma en eins árs“. Orðrétt eru orðin í áskoruninni til forsetans þessi.
„Við undirrituð skorum á forseta Íslands að vísa í í þjóðaratskvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir þar sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra.“
Aðstandendur vefsíðunnar eru Agnar K. Þorsteinsson, Bolli Héðinsson, Guðrún Pétursdóttir, Henný Hinz, Jón Sigurðsson, Jón Steinsson og Þorkell Helgason.