Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur upplýst fjölskyldu Kayla Mueller, 26 ára gamallar bandarískar konu sem lést í júní síðastliðnum, að Mueller hafi verið kynlífsþræll eins af leiðtogum Íslamska ríkisins, Abu Bakr al-Baghdadi. Þetta kemur fram í Washington Post. Mueller starfaði við mannúðarstarf sem sjálfboðaliði.
Voru upplýsingarnar um þetta meðal annars fengnar með yfirheyrslum vitna og eiginkonu eins af leiðtogum Íslamska ríkisins sem er í haldi bandarískra yfirvalda í Jórdaníu.
Mueller lést þegar stjórnarher Jórdanínu varpaði sprengju á húsið þar sem henni var haldið í júní síðastliðnum en Bandaríkjaher hafði þá þegar skipulagt áhlaup sérsveitar til þess að reyna að frelsa Mueller og aðra gísla sem haldið var í húsinu.
Carl Mueller, faðir Kaylu, segir í viðtali við Washington Post að FBI hafi upplýst fjölskylduna um að dóttir þeirra hefði sætt pyntingum á meðan henni var haldið. „Þetta var erfitt að meðtaka, en við fjölskyldan teljum að fólk eigi skilið að heyra sannleikann,“ sagði Carl í gær, en það var afmælisdagur Kaylu sem hefði orðið 27 ára ef hún hefði lifað.
Top ISIS leader sexually abused female American hostage Kayla Mueller, officials say: http://t.co/djjgZ9mqhv pic.twitter.com/OMA34j5lD7
— ABC News (@ABC) August 14, 2015