Sævar Óli Helgason, varamaður í stjórn Faxaflóahafna fyrir hönd Pírata, mun ekki verða endurkjörinn í starfið. Ástæðan er sú að hann hefur verið ákærður fyrir hótanir í garð móður lögreglumanns. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu Halldórs Auðars Svanssonar, oddvita Pírata í Reykjavík, sem birtist á Facebook rétt í þessu.
Sævar Óli Helgason gegnir þeirri trúnaðarstöðu fyrir Pírata í Reykjavík að vera varamaður í stjórn Faxaflóahafna. Slíkar...Posted by Halldór Auðar Svansson on Sunday, June 7, 2015
Sævar Óli birti opið bréf til móður lögreglumannsins sem hann hótaði á Facebook í gær. Þar bað hann hana innilega afsökunnar á því að hafa hótað að kaghýða hana, að honum ásjáandi, fyrir að "ala upp svona vitleysing eins og hann væri... Áður en ég myndi svo snúa mér að honum og traðka á andlitinu hans, innanfrá...".
Opið bréf til móður lögregluþjónsins sem ég hótaði...! Ég ætla að biðja þig innilegrar afsökunar á því að hafa sagt...Posted by Saevar Oli Helgason on Saturday, June 6, 2015
Halldór Auðar segir að um stöður eins og þær sem Sævar Óli gegnir fyrir hönd Pírata þurfi að ríkja traust. Í ljósi þeirrar ákæru sem nú liggi fyrir sé það mat sitt að málið kalli á að rétt og eðlilegt sé að önnur manneskja komi í hans stað í umrædda stöðu."Stjórnarmenn fyrir hönd Reykjavíkurborgar í Faxaflóahöfnum eru næst kosnir á fundi borgarstjóranr þann 16. þessa mánaðar og mun Sævar Óli ekki vera endurkjörinn. Að eiga sér fortíð og hafa tekið út refsingar er eitt en kærumál í nútíð er annað."