Vaxandi ólga er nú í Moskvu vegna morðsins á rússneska stjórnarandstæðingnum Boris Nemtsov, en hann var skotinn til bana í Moskvu á föstudagskvöld. Rússnesk stjórnvöld hafa nú gert opinbera upptöku sem náðist af morðsvæðinu á brú í Moskvu, þar sem Nemtsov var skotinn til bana.
Myndbandið er ekki mjög greinilegt, en snjóplógur virðist keyra hægt upp að Nemtsov á brúnni, þar sem hann var á göngu með unnustu sinni, og þaðan hleypur maður síðan inn í gráan fólksbíl, sem kom keyrandi upp að vettvangi, og síðan hratt í burtu strax í kjölfarið. Morðið sjálft sést ekki, en aðeins aðdragandinn, og síðan þegar maður virðist koma sér í burtu af staðnum.
Vladímir Pútín Rússlandsforseti hefur sagt sjálfur að hann muni stýra rannsókninni á morðinu, sem hann hefur opinberlega fordæmt. Stuðningmenn Nemtsov og félagar hans, hafa hins vegar sagt það algjörlega ólíðandi, þar sem Nemtsov hafi sjálfur talið að Pútín vildi sig feigan.
Stjórnarandstæðingar í Rússlandi hafa komið saman í stórum hópum í Moskvu í dag og sakað stjórn Pútíns um að bera ábyrgð á morðinu á Nemtsov.
https://www.youtube.com/watch?v=F7tgxRkBs3g