Vaxtamunur innlendra viðskiptabanka er hár í alþjóðlegum samanburði en skoða verður þó vaxtamuninn í rekstrarlegu og sögulegu samhengi. Þetta kemur fram í greiningu fjármálaráðgjafar Capacent.
Á mynd sem er hér meðfylgjandi, og er úr greininginu Capacent, má sjá þróun vaxtamunar viðskiptabanka frá árinu 1997 til 2014. „Sjá má á myndinni að vaxtamunur var í lágmarki er viðskiptabankakerfið var stærst og í hámarki þegar kerfið var minnst. Þegar myndin er skoðuð verður að hafa í huga að hluti vaxtatekna á árunum 2009 til 2012 var metinn með aðferð virkra vaxta, þ.e. tekjur vegna endurmats lánasafna voru að einhverju leyti teknar í gegnum vaxtamun og er því vaxtamunur ofmetinn á árunum 2009 til 2012. Vaxtamunur er nú svipaður og hann var á árunum 2000 til 2003. Ef farið er lengra aftur í tímann eykst vaxtamunur enn meira,“ segir í greiningunni.
Í greiningunni segir enn fremur að samband vaxtamunar og stærðar ætti ekki að koma á óvart þar sem að áliti fræðimanna sé mikil stærðarhagkvæmni í rekstri viðskiptabanka. „Enginn íslenskra viðskiptabanka nær hagkvæmustustærð sem lengst af hefur verið metin 25 ma. dala (3.250 ma.kr.). Nýjustu rannsóknir benda til að þessi stærð sé nú um 50 til 100 ma. dala (6.500 til 13.000
Í greiningunni er birt tafla yfir vaxtamun eins og hann var árið 2011, en þá var Íslandsbanki sá banki sem var með mestan vaxtamun af þeim sem skoðaðir voru. Íslandsbanki var með 4,2 prósent, Landsbankinn 2,8 prósent og Arion banki 2,7 prósent.
Lesa má skýrslu Capacent um þróun vaxtamunar banka hér að neðan.