Vaxtamunur íslenskra banka hár í alþjóðlegum samanburði

peningar_opt.jpg
Auglýsing

Vaxta­munur inn­lendra við­skipta­banka er hár í alþjóð­legum sam­an­burði en skoða verður þó vaxta­mun­inn í rekstr­ar­legu og sögu­legu sam­hengi. Þetta kemur fram í grein­ingu fjár­mála­ráð­gjafar Capacent.

Á mynd sem er hér með­fylgj­andi, og er úr grein­ing­inu Capacent, má sjá þróun vaxta­munar við­skipta­banka frá árinu 1997 til 2014.  „Sjá má á mynd­inni að vaxta­munur var í lág­marki er við­skipta­banka­kerfið var stærst og í hámarki vaxtamunur2þegar kerfið var minnst. Þegar myndin er skoðuð verður að hafa í huga að hluti vaxta­tekna  á árunum 2009  til 2012 var met­inn með aðferð virkra vaxta, þ.e. tekjur vegna end­ur­mats lána­safna voru að ein­hverju leyti teknar í gegnum vaxta­mun og er því vaxta­munur ofmet­inn á árunum 2009 til 2012. Vaxta­munur er nú svip­aður og hann var á árunum 2000 til 2003. Ef farið er lengra aftur í tím­ann eykst vaxta­munur enn meira,“ segir í grein­ing­unni.

Í grein­ing­unni segir enn fremur að sam­band vaxta­munar og stærðar ætti ekki að koma á óvart þar sem að áliti fræði­manna sé ­mikil stærð­ar­hag­kvæmni í rekstri við­skipta­banka. „Eng­inn íslenskra við­skipta­banka nær hag­kvæmustu­stærð  sem lengst af hefur verið metin 25 ma. dala (3.250 ma.kr.). Nýj­ustu rann­sóknir benda til að  þessi stærð sé nú um 50 til 100 ma. dala (6.500 til 13.000

Auglýsing

Í grein­ing­unni er birt tafla yfir vaxta­mun eins og hann var árið 2011, en þá var Íslands­banki sá banki sem var með mestan vaxta­mun af þeim sem skoð­aðir voru. Íslands­banki var með 4,2 pró­sent, Lands­bank­inn 2,8 pró­sent og Arion banki 2,7 pró­sent.

Lesa má skýrslu Capacent um þróun vaxta­munar banka hér að neð­an.

Þróun vaxta­munar

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None