Verð á bílastæðakortum fyrir miðborgarbúa hækkar um allt að 275 prósent á ársgrundvelli

Borgarráð hefur samþykkt að hækka gjald fyrir bílastæðakort íbúa á gjaldskyldum svæðum miðborgar úr 8 þúsund krónur upp í 15 þúsund eða 30 þúsund, eftir því hver orkugjafi bílsins er. Eigendur raf- og vetnisbíla fá helmingsafslátt.

Borgarráð samþykkti þessar breytingar á fundi sínum í dag.
Borgarráð samþykkti þessar breytingar á fundi sínum í dag.
Auglýsing

Borg­ar­ráð Reykja­víkur sam­þykkti í dag að hækka verð á bíla­stæða­kortum fyrir íbúa mið­borg­ar, sem gera þeim kleift að leggja í gjald­skyldu­stæðum í grennd við heim­ili sín. Hingað til hefur árskort kostað 8.000 krónur en með breyt­ing­unum mun það kosta ýmist 15 eða 30 þús­und krónur á árs­grund­velli að vera með íbúa­kort.

Breyt­ing­arnar fela í sér að nú verður gjald fyrir kortin greitt mán­að­ar­lega, en ekki árlega eins og verið hef­ur. Þeir sem eiga hreina raf­magns- og vetn­is­bíla fá helm­ings­af­slátt og greiða 1.250 krónur á mán­uði eða 15 þús­und krónur á árs­grund­velli.

Þeir íbúar sem aka um á ann­ars konar bif­reiðum þurfa hins vegar að greiða 2.500 krónur á mán­uði fyrir íbúa­kort­ið, sem gerir 30 þús­und krónur á árs­grund­velli, eða 22 þús­und krónum meira en fyrir þessa verð­hækk­un.

Fleiri íbúar hafi rétt á kortum en áður

Í til­kynn­ingu frá borg­inni er lögð áhersla að þrátt fyrir þessar breyt­ingar verði „gjald fyrir íbúa­kort í Reykja­vík tölu­vert lægra en verð sam­bæri­legra korta á Norð­ur­lönd­un­um.“

Þar segir einnig að reglur um bíla­stæða­kort hafi nýlega verið ein­fald­aðar og að þær hafi fjölgað til muna íbúum sem eigi rétt á þessum kort­um.

Auglýsing

„Íbúðir sem rétt hafa til úthlut­unar eru nú um sjö þús­und tals­ins, en til sam­an­burðar eru nú í gildi rúm­lega eitt þús­und íbúa­kort,“ segir í til­kynn­ingu borg­ar­inn­ar.

Þar segir enn­fremur að gjald­taka í hverjum mán­uði auki sveigj­an­leika fyrir íbúa og að grænir hvatar sem nú verða inn­leiddir í gjald­skrá íbúa­korta styðji við „betri loft­gæði og áherslur borg­ar­innar í lofts­lags­mál­u­m.“

Athuga­semd rit­stjórn­ar: Fyr­ir­sögn frétt­ar­innar hefur verið breytt, en áður sagði þar að um 375 pró­senta hækkun væri að ræða.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent