Verðbólga hér á landi mælist nú 0,8 prósent, sem er langt undir 2,5 prósent verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands. Án húsnæðisliðarins í vísitölunni væri verðhjöðnun, það er neikvæð verðlagsþróun, um 0,6 prósent. Hagstofa Íslands birti upplýsingar um þetta á vef sínum í dag.
Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í janúar 2015 er 419,3 stig (maí 1988=100) og lækkaði um 0,71% frá fyrri mánuði, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 389,2 stig og lækkaði um 1,29% frá desember 2014.
Þá höfðu útsölurnar sem hófust víða í byrjun mánaðarins, áhrif á verðbólguna til lækkunar. „Vetrarútsölur eru víða í gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 15,2% (áhrif á vísitöluna -0,72%) og verð á húsgögnum, heimilisbúnaði o.fl. lækkaði um 4,9% (-0,22%). Verð á bensíni og olíum lækkaði um 11,0% (-0,42%). Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 2,6% (0,38%) en kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð leiga) hækkaði um 1,3% (0,19%),“ segir á vef Hagstofunnar.
Vísitala neysluverðs eftir eðli og uppruna 2015 | ||||
Undirvísitölur mars 1997=100 | Breyting síðustu 12 mánuði | |||
Áhrif á vísit. | ||||
Desember | Janúar | % | ||
Vísitala neysluverðs | 236,6 | 234,9 | 0,8 | 0,8 |
Þar af: | ||||
Innlendar vörur og grænmeti | 211,6 | 217,7 | 1,8 | 0,2 |
Búvörur og grænmeti | 197,0 | 205,3 | 1,1 | 0,1 |
Innlendar vörur án búvöru | 222,8 | 226,3 | 2,4 | 0,2 |
Innfluttar vörur alls | 197,4 | 188,3 | -5,0 | -1,7 |
Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks | 188,2 | 178,7 | -5,6 | -1,7 |
Dagvara | 208,5 | 213,3 | 0,8 | 0,1 |