Verðbólga á ársgrundvelli mælist nú 1,4 prósent, samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti í morgun.
Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í apríl 2015 er 427,0 stig (maí 1988=100) og hækkaði um 0,14% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 395,6 stig og hækkaði um 0,05% frá mars, að því er segir
Kostnaður vegna liðarins húsnæði, hiti og rafmagn hækkaði um 0,43% (áhrif á vísitöluna 0,12%). Munar þar einna mest um hækkun húsnæðis að undanförnu, sem hefur verið skörp og þannig hækkað verðbólguna.
Vísitalan án húsnæðis hefur lækkað um 0,1%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,8% sem jafngildir 7,6% verðbólgu á ári (6,7% verðbólgu fyrir vísitöluna án húsnæðis).