Verðbólgan komin upp í 6,2 prósent

Bensínverð hefur hækkað um 20 prósent og verðið á húsgögnum hefur hækkað um 12,6 prósent á milli ára. Nú er verðbólgan komin upp fyrir sex prósent, í fyrsta skiptið í tæp tíu ár.

Mjólk, ostur og egg eru nú 7 prósentum dýrari en í fyrra.
Mjólk, ostur og egg eru nú 7 prósentum dýrari en í fyrra.
Auglýsing

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 1,16 á milli jan­úar og febr­ú­ar. Með því er verð­bólgan, sem mælist sem árs­hækkun vísi­töl­unnnar, komin upp í 6,2 pró­sent. Þetta kemur fram í nýj­ustu verð­lags­tölum Hag­stofu, sem birt­ust í morg­un.

Sam­kvæmt töl­unum hefur verðið á bens­íni og olíum hækkað mest allra vöru­flokka og er nú tæp­lega 20 pró­sentum dýr­ari en á sama mán­uði í fyrra. Þar á eftir kemur reiknuð húsa­leiga, sem tekur mið af fast­eigna­verði, en hún hefur hækkað um 16 pró­sent á einu ári.

Þætt­irnir sem höfðu mest áhrif á hækkun verð­bólg­unnar á milli jan­úar og febr­úar voru hins vegar hús­gögn og heim­il­is­bún­að­ur, sem eru 12,6 pró­sent dýr­ari en í febr­úar í fyrra. Þessi verð­hækkun jók verð­bólg­una um 0,5 pró­sentu­stig.

Auglýsing

Rekstur öku­tækja hefur einnig hækkað tölu­vert í verði, og er nú 10 pró­sentum dýr­ari en í fyrra. Þessi liður hafði einnig tölu­verð áhrif á verð­bólg­una, sem er 0,15 pró­sentu­stigum meiri vegna hans.

Ýmsar mat­vörur eru einnig byrj­aðar að hækka tölu­vert í verði. Þannig hefur verðið á mjólk, ostum og eggj­um, auk feit­metis og kjöts hækkað um meira en sjö pró­sent á milli ára. Heilt yfir hafa mat­vörur hækkað um 4,3 pró­sent í verði á síð­ustu 12 mán­uð­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent