Vilja nýtt starfsheiti ráðherra – Það ávarpar enginn biskup „herra Agnes“

Þingmenn úr þremur flokkum vilja að forsætisráðherra skipi nefnd sem finni nýtt orð yfir ráðherrastarfið sem endurspegli betur veruleika dagsins. Sambærileg tillaga var flutt fyrir næstum 15 árum en hlaut ekki brautargengi.

Guðmundur Andri Thorsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Guðmundur Andri Thorsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Auglýsing

Þing­menn úr þremur stjórn­ar­and­stöðu­flokkum hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þess efnis að Alþingi feli for­sæt­is­ráð­herra að skipa nefnd um nýtt starfs­heiti ráð­herra sem end­ur­spegli betur veru­leika og hugs­un­ar­hátt dags­ins í dag. 

Í til­lög­unni segir að verði nefnda­skip­anin sam­þykkt skuli umfjöllun nefnd­ar­innar lokið eigi síðar en 1. sept­em­ber 2022 og liggi þá fyrir til­lögur sem for­sæt­is­ráð­herra hafi til hlið­sjónar við end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar.

Fyrsti flutn­ings­maður til­lög­unnar er Guð­mundur Andri Thors­son, vara­þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, en þing­menn úr hans eigin flokki, Pírötum og Flokki fólks­ins eru einnig á til­lög­unn­i. 

Í grein­ar­gerð sem fylgir til­lög­unni er bent á að þegar Íslend­ingar fengu heima­stjórn árið 1904 hafi upp­haf­lega staðið til að starfið kall­að­ist „ráð­gjafi“ en því var breytt áður en fyrsti íslenski ráð­herr­ann tók til starfa. „Þess má geta að árið 1904 voru konur ekki einu sinni komnar með kosn­ing­ar­rétt og það var því fjar­lægur mögu­leiki að kona gegndi starfi ráð­herra þegar starfs­heitið varð til. Í erlendum málum eru sam­bæri­leg starfs­heiti ekki kyn­bundin á sam­bæri­legan hátt. Í sumum málum er talað um „kansl­ara“ eða „chancell­or“ í þessu sam­bandi, eða „mini­ster“, sem kall­ast á við prest­þjón­ustu. Í Fær­eyjum eru að störfum „lands­stýr­is­menn“ og „l.gmað­ur“, og þannig má áfram telja.“

„Engum datt heldur í hug að ávarpa frú Vig­dísi for­seta sem herra“

Flutn­ings­menn segja að und­an­farin ár hafi átt sér stað vit­und­ar­vakn­ing í sam­fé­lag­inu um  hvernig tungu­málið hefur um aldir end­ur­speglað valda­hlut­föll kynj­anna, þar sem karl­kynið sé hið ráð­andi kyn. „Þannig er orðið „mað­ur“ í dag­legu tali bæði haft um karl­menn sér­stak­lega og mann­kynið yfir­leitt, sem sýnir okkur að ein­ungis virð­ist hafa verið gert ráð fyrir einu kyni í opin­beru rými. Konur hafa um aldir verið sjald­séðar og lítt sýni­legar á vett­vangi stjórn­mála, þing­starfa, vís­inda, lista, fjöl­miðla, fræða og ann­ars staðar í opin­beru rými. Kvenna­bar­átta síð­ustu aldar breytti þessu. Konur kröfð­ust rétt­inda og rýmis með þeim árangri að þær eru nú áber­andi á ótal sviðum sam­fé­lags­ins ekki síður en karl­ar. Tungu­málið end­ur­speglar hinar fornu hug­myndir að nokkru leyti. Áber­andi er að fólk reynir nú að kom­ast svo að orði að tungu­takið úti­loki ekki aðrar mann­eskjur en karla. Af þeim sökum á karl­kynið sem ráð­andi mál­fræði­kyn í vök að verj­ast. Hér getur Alþingi gengið á undan með góðu for­dæmi.“

Auglýsing
Í grein­ar­gerð­inni segir að ein birt­ing­ar­mynd þessa gamla ójafn­réttis sem varð­veit­ist í tungu­mál­inu sé starfs­heitið ráð­herra, sem inni­beri fornan virð­ing­ar­titil karl­manns. „Þegar konum hefur fjölgað í hinum svoköll­uðu ráð-„herra“-­störf­um, eins og öðrum störfum sem voru áður ein­okuð af körlum og herrum, er sér­kenni­legt að halda þeim sið að í starfs­heit­inu sé ein­ungis gert ráð fyrir körl­um. Nú þegar biskup er kona þykir ekki fara vel á því að hún sé ávörpuð „herra Agn­es“, eins og gilti um fyr­ir­renn­ara hennar í starfi. Engum datt heldur í hug að ávarpa frú Vig­dísi for­seta sem herra þótt for­verar hennar hefðu verið nefndir svo. Að sama skapi er það nokkuð afkára­legt að við­hafa ráð-„herra“-­titil um þær konur sem gegna því starfi. [...] Það er mat flutn­ings­manna að auð­velt hljóti að vera að finna gott heiti á þetta mik­il­væga starf, heiti sem end­ur­speglar betur breyttan veru­leika og breyttan hugs­un­ar­hátt frá árinu 1904.“

Myndi karl­maður sætti sig við að vera kall­aður ráð­frú?

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þings­á­lykt­un­ar­til­laga um nýtt starfs­heiti ráð­herra er lögð fram á Alþingi. Það gerð­ist líka árið 2007, fyrir næstum 15 árum síð­an, þegar Stein­unn Val­dís Ósk­ars­dótt­ir, þáver­andi þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, lagði fram sam­bæri­lega til­lögu

Steinunn Valdís Óskarsdóttir.

Í grein­ar­gerð hennar sagði meðal ann­ars að sú þróun hefði þá átt sér stað í hefð­bundnum kvenna­stéttum þegar karlar hefðu haslað sér þar völl að starfs­heitum hefði verið breytt til þess að bæði kynin geti borið þau. „Þannig urðu hjúkr­un­ar­konur að hjúkr­un­ar­fræð­ing­um, fóstrur urðu leik­skóla­kenn­arar og Fóstru­skóla Íslands var breytt í Fóst­ur­skóla Íslands, m.a. af til­lits­semi við karla því að ekki þótti boð­legt fyrir karl­menn að vera kven­kennd­ir. Um eðli­lega og sjálf­sagða leið­rétt­ingu var að ræða. Í seinni tíð er það orðið æ algeng­ara að konur kalli sig fram­kvæmda­stýrur og konur sem gegnt hafa aðstoð­ar­manns­störfum m.a. ráð­herra og borg­ar­stjóra hafa tekið upp tit­il­inn aðstoð­ar­kona. Ef orðin ráð­herra og sendi­herra væru t.d. „ráð­frú“ og „sendi­frú“ hefði eflaust einnig þótt sjálf­sagt að breyta starfs­heit­inu um leið og fyrsti karl­mað­ur­inn tók að sér slíkt emb­ætti. Það er því í fyllsta sam­ræmi við þessa þróun að breyta einnig starfs­heitum í hefð­bundnum karla­stétt­um, þannig að konur geti borið þau. Ráð­herra­emb­ætti eiga ekki að vera eyrna­merkt körl­u­m.“

Í umræðum um til­lög­una tóku nokkrir karl­kyns­þing­menn til máls og mæltu gegn til­lög­unni af ýmsum ástæð­um. Einn þing­maður tók til máls og studdi það, Stein­unn Þóra Árna­dóttir úr Vinstri græn­um. 

Á meðal þeirra sem töl­uðu gegn því að breyta starfs­heit­inu var Árni Johnsen, þáver­andi þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks. Hann sagði það út í hött að velta svona hlutum fyrir sér sem væru orðnir alveg kirfi­lega fastir í mál­inu og hafi í raun­inni aldrei truflað neitt nema kannski sér­visku fólks. „En það má til að mynda nefna orðið „hetja“. Hetja er kven­kyns­orð og þess vegna ætti það ekki að eiga við um karla. Karl­menn eru ekki svo ég viti til almennt að kveinka sér undan því að vera kall­aðir hetjur en orðið er kven­kyns. Við þyrftum alveg eins að breyta því og mörgum öðrum ef við ætlum að fara að gera sér­stakan grein­ar­mun á þessu kynja­lega séð.“

Grund­vall­ar­at­riðið væri, að mati Árna, að konur séu líka menn. „Mér finnst bara gaman að þessu inn­leggi en ég er hræddur um að ýmsir karl­menn mundu kvarta yfir því ef þeir ættu ekki lengur kost á því að vera kall­aðir hetj­ur, því að mörgum er í blóð borið að sækj­ast eftir slík­u.“

Til­laga Stein­unnar Val­dísar var í kjöl­farið svæfð í nefnd.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokki