Verðhjöðnun í Danmörku - Ólíklegt á Íslandi

4469889-penge.jpg
Auglýsing

Verð­lag í Dan­mörku er 0,1 pró­sent lægra en það var fyrir ári síð­an, sam­kvæmt verð­lags­mæl­ingum hag­stofu lands­ins. Þetta er í fyrsta sinn í sex­tíu ár hið minnsta sem verð­hjöðnun mælist í land­in­u. Á frétta­síðu Bloomberg er bent á að Dan­mörk sé þar með gengið í „verð­hjöðn­un­ar­klúbb“  Evr­ópu. Eins og nýverið var fjallað var um í Kjarn­anum þá er verð­bólga almennt afar lág  um þessar mundir í löndum álf­unnar. Á síð­asta ári voru sex lönd sem glímdu við verð­hjöðn­un.

Gott fyrir efna­hag og almenn­ing

Þótt verð­hjöðnun geti verið merki um hæga­gang í efna­hags­líf­inu, þá telja danskir sér­fræð­ingar að lækkun verð­lags sé jákvæð fyrir efna­hag lands­ins og almenn­ing. Verð­hjöðnun er helst rakin til lækk­ana á olíu­af­urðum og segir Jan Sterup Niel­sen, grein­andi hjá Nor­dea í Kaup­manna­höfn, að svo lengi sem þessi þró­un sé vegna lækk­andi olíu­verðs þá muni hún­ ýta undir kaup­mátt danskra heim­ila.

Auglýsing

Verð­hjöðnun á Íslandi?

Verð­bólga á Íslandi mælist nú 0,8 pró­sent og hefur ekki verið lægri í 16 ár. Rétt eins og í Dan­mörku og víða ann­ars staðar hafa olíu­lækk­anir á heims­mörk­uðum haft mikil áhrif til lækk­unar verð­bólg­unn­ar. Í graf­inu hér að ofan má sjá hvernig verð­bólga hefur þró­ast í Dan­mörku og á Íslandi frá árs­byrjun 2012.Ólík­legt þykir þó að verð­lag lækki svo mikið að hér mælist verð­hjöðn­un. Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands segir lækkun olíu­verðs aðeins tíma­bund­inn þátt til lækk­unar verð­bólgu. Nefndin ákvað í síð­ustu viku að halda stýri­vöxtum óbreyttum þrátt fyrir að verð­bólga sé afar lág, en stýri­vöxt­unum er ætlað að ýmist halda verð­bólg­unni í skefjum (ef verð­bólga er of há þá eru vextir hækk­að­ir) eða örva efna­hag­inn með til­heyr­andi verð­lags­hækk­unum (ef verð­bólga er of lág þá eru vextir lækk­að­ir). Hið síð­ar­nefnda hefur aldrei átt við á Íslandi í þeim mæli að stýri­vextir nálgist núll pró­sent, eins og raunin er víða í Evr­ópu í dag. Seðla­bank­inn Íslands spáir því að verð­bólga verði áfram lág, eða undir  tveimur pró­sentum fram á árið 2016.Kjarn­inn og Stofnun um fjár­mála­læsi hafa tekið höndum saman og munu fjalla ítar­lega um heim­il­is­fjár­mál sam­hliða þátt­unum Ferð til fjár, sem sýndir verða á RÚV næstu vik­ur. Mark­mið­ið: Að stuðla að betra fjár­mála­læsi hjá lands­mönn­um! Næsti þáttur er á dag­skrá fimmtu­dag­inn 12. febr­ú­ar. Fylgstu með á Face­book-­síðu Ferðar til fjár.ferd-til-fjar_bordi

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Unnið að sameiningu DV og Fréttablaðsins
Stór sameining er í vændum á fjölmiðlamarkaði. Búist er við niðurstöðu á morgun, föstudag. Yrði eina fjölmiðlasamsteypa landsins sem miðlar efni í gegnum sjónvarp, prent- og netmiðla.
Kjarninn 12. desember 2019
Íhaldsflokkur Boris Johnson í lykilstöðu samkvæmt útgönguspá
Brexit er líklegt til að verða að veruleika strax í janúar, gangi útgönguspár eftir í Bretlandi, en kjörstaðir lokuðu klukkan 22:00.
Kjarninn 12. desember 2019
Þjóðaröryggisráð ræddi „fordæmalaust ástand“
Fundað var í þjóðaröryggisráði í dag. Ofsaveður hefur leitt til rafmagnsleysis og fjarskiptatruflana víða.
Kjarninn 12. desember 2019
Árni Stefán Árnason
Mítlar og Matvælastofnun – Dýravernd í vanda
Kjarninn 12. desember 2019
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Dugar ekki til að koma Íslandi af gráa listanum
Það að flýta þeim fresti sem íslensk félög hafa til að skrá raunverulega eigendur sína mun ekki eitt og sér duga til að koma Íslandi af gráum lista vegna ónógra peningaþvættisvarna.
Kjarninn 12. desember 2019
Menntaðri Íslendingar lifa lengur
Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.
Kjarninn 12. desember 2019
Á myndinni sjást fyrirhugaðir fyrstu tveir áfangar Borgarlínu.  Rauð leið Hamraborg – Hlemmur og Græn leið Ártún – Hlemmur.
Skipa hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu
Verkefnastofa Borgarlínu hefur skipað hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu. Vinna við hönnun er þegar hafin.
Kjarninn 12. desember 2019
Hjálmar Árnason, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson.
Fyrrverandi þingmenn standa að söfnun fyrir nauðstadda í Namibíu
Fjórir fyrrverandi þingmenn hafa efnt til söfnunar fyrir nauðstadda í Namibíu í samstarfi við Rauða krossinn.
Kjarninn 12. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None