Verðhjöðnun í Danmörku - Ólíklegt á Íslandi

4469889-penge.jpg
Auglýsing

Verð­lag í Dan­mörku er 0,1 pró­sent lægra en það var fyrir ári síð­an, sam­kvæmt verð­lags­mæl­ingum hag­stofu lands­ins. Þetta er í fyrsta sinn í sex­tíu ár hið minnsta sem verð­hjöðnun mælist í land­in­u. Á frétta­síðu Bloomberg er bent á að Dan­mörk sé þar með gengið í „verð­hjöðn­un­ar­klúbb“  Evr­ópu. Eins og nýverið var fjallað var um í Kjarn­anum þá er verð­bólga almennt afar lág  um þessar mundir í löndum álf­unnar. Á síð­asta ári voru sex lönd sem glímdu við verð­hjöðn­un.

Gott fyrir efna­hag og almenn­ing

Þótt verð­hjöðnun geti verið merki um hæga­gang í efna­hags­líf­inu, þá telja danskir sér­fræð­ingar að lækkun verð­lags sé jákvæð fyrir efna­hag lands­ins og almenn­ing. Verð­hjöðnun er helst rakin til lækk­ana á olíu­af­urðum og segir Jan Sterup Niel­sen, grein­andi hjá Nor­dea í Kaup­manna­höfn, að svo lengi sem þessi þró­un sé vegna lækk­andi olíu­verðs þá muni hún­ ýta undir kaup­mátt danskra heim­ila.

Auglýsing

Verð­hjöðnun á Íslandi?

Verð­bólga á Íslandi mælist nú 0,8 pró­sent og hefur ekki verið lægri í 16 ár. Rétt eins og í Dan­mörku og víða ann­ars staðar hafa olíu­lækk­anir á heims­mörk­uðum haft mikil áhrif til lækk­unar verð­bólg­unn­ar. Í graf­inu hér að ofan má sjá hvernig verð­bólga hefur þró­ast í Dan­mörku og á Íslandi frá árs­byrjun 2012.Ólík­legt þykir þó að verð­lag lækki svo mikið að hér mælist verð­hjöðn­un. Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands segir lækkun olíu­verðs aðeins tíma­bund­inn þátt til lækk­unar verð­bólgu. Nefndin ákvað í síð­ustu viku að halda stýri­vöxtum óbreyttum þrátt fyrir að verð­bólga sé afar lág, en stýri­vöxt­unum er ætlað að ýmist halda verð­bólg­unni í skefjum (ef verð­bólga er of há þá eru vextir hækk­að­ir) eða örva efna­hag­inn með til­heyr­andi verð­lags­hækk­unum (ef verð­bólga er of lág þá eru vextir lækk­að­ir). Hið síð­ar­nefnda hefur aldrei átt við á Íslandi í þeim mæli að stýri­vextir nálgist núll pró­sent, eins og raunin er víða í Evr­ópu í dag. Seðla­bank­inn Íslands spáir því að verð­bólga verði áfram lág, eða undir  tveimur pró­sentum fram á árið 2016.Kjarn­inn og Stofnun um fjár­mála­læsi hafa tekið höndum saman og munu fjalla ítar­lega um heim­il­is­fjár­mál sam­hliða þátt­unum Ferð til fjár, sem sýndir verða á RÚV næstu vik­ur. Mark­mið­ið: Að stuðla að betra fjár­mála­læsi hjá lands­mönn­um! Næsti þáttur er á dag­skrá fimmtu­dag­inn 12. febr­ú­ar. Fylgstu með á Face­book-­síðu Ferðar til fjár.ferd-til-fjar_bordi

Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None