Verðhjöðnun í Danmörku - Ólíklegt á Íslandi

4469889-penge.jpg
Auglýsing

Verð­lag í Dan­mörku er 0,1 pró­sent lægra en það var fyrir ári síð­an, sam­kvæmt verð­lags­mæl­ingum hag­stofu lands­ins. Þetta er í fyrsta sinn í sex­tíu ár hið minnsta sem verð­hjöðnun mælist í land­in­u. Á frétta­síðu Bloomberg er bent á að Dan­mörk sé þar með gengið í „verð­hjöðn­un­ar­klúbb“  Evr­ópu. Eins og nýverið var fjallað var um í Kjarn­anum þá er verð­bólga almennt afar lág  um þessar mundir í löndum álf­unnar. Á síð­asta ári voru sex lönd sem glímdu við verð­hjöðn­un.

Gott fyrir efna­hag og almenn­ing

Þótt verð­hjöðnun geti verið merki um hæga­gang í efna­hags­líf­inu, þá telja danskir sér­fræð­ingar að lækkun verð­lags sé jákvæð fyrir efna­hag lands­ins og almenn­ing. Verð­hjöðnun er helst rakin til lækk­ana á olíu­af­urðum og segir Jan Sterup Niel­sen, grein­andi hjá Nor­dea í Kaup­manna­höfn, að svo lengi sem þessi þró­un sé vegna lækk­andi olíu­verðs þá muni hún­ ýta undir kaup­mátt danskra heim­ila.

Auglýsing

Verð­hjöðnun á Íslandi?

Verð­bólga á Íslandi mælist nú 0,8 pró­sent og hefur ekki verið lægri í 16 ár. Rétt eins og í Dan­mörku og víða ann­ars staðar hafa olíu­lækk­anir á heims­mörk­uðum haft mikil áhrif til lækk­unar verð­bólg­unn­ar. Í graf­inu hér að ofan má sjá hvernig verð­bólga hefur þró­ast í Dan­mörku og á Íslandi frá árs­byrjun 2012.Ólík­legt þykir þó að verð­lag lækki svo mikið að hér mælist verð­hjöðn­un. Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands segir lækkun olíu­verðs aðeins tíma­bund­inn þátt til lækk­unar verð­bólgu. Nefndin ákvað í síð­ustu viku að halda stýri­vöxtum óbreyttum þrátt fyrir að verð­bólga sé afar lág, en stýri­vöxt­unum er ætlað að ýmist halda verð­bólg­unni í skefjum (ef verð­bólga er of há þá eru vextir hækk­að­ir) eða örva efna­hag­inn með til­heyr­andi verð­lags­hækk­unum (ef verð­bólga er of lág þá eru vextir lækk­að­ir). Hið síð­ar­nefnda hefur aldrei átt við á Íslandi í þeim mæli að stýri­vextir nálgist núll pró­sent, eins og raunin er víða í Evr­ópu í dag. Seðla­bank­inn Íslands spáir því að verð­bólga verði áfram lág, eða undir  tveimur pró­sentum fram á árið 2016.Kjarn­inn og Stofnun um fjár­mála­læsi hafa tekið höndum saman og munu fjalla ítar­lega um heim­il­is­fjár­mál sam­hliða þátt­unum Ferð til fjár, sem sýndir verða á RÚV næstu vik­ur. Mark­mið­ið: Að stuðla að betra fjár­mála­læsi hjá lands­mönn­um! Næsti þáttur er á dag­skrá fimmtu­dag­inn 12. febr­ú­ar. Fylgstu með á Face­book-­síðu Ferðar til fjár.ferd-til-fjar_bordi

Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Icelandic Glacial stefnir að fjögurra milljarða hlutafjáraukningu
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial efnir til hlutafjáraukningar að fjárhæð 31 milljón Bandaríkjadala eða tæplega fjögurra milljarða íslenskra króna sem boðin verður bæði núverandi og nýjum fjárfestum.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum
Samkvæmt ASÍ virðist það vera forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum við að greiða sitt til samfélagsins eins og launafólki ber að gera. Á meðan bóli ekkert á skattalækkunum fyrir lágtekjufólk.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Fleiri gifta sig utan þjóðkirkjunnar
Helmingur þeirra para sem gekk í hjónaband í síðasta mánuði gifti sig innan þjóðkirkjunnar. Hlutfall kirkjunnar í hjónavígslum hefur farið minnkandi á síðustu árum en um aldarmótin var hlutur þjóðkirkjunnar rúmlega 71 prósent.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Barlómur verslunareigenda og veitingamanna fer nú með himinskautum.
Leslistinn 21. ágúst 2019
Vilhjálmur Birgisson
Vill að Landsvirkjun niðurgreiði störf í áliðnaðinum
Formaður Verkalýðsfélags Akraness óttast um starfsöryggi félagsmanna sinna vegna samninga Landsvirkjunar við Elkem Ísland á Grundartanga og Norðurál.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Réttindi Íslendinga sem flytja til Bretlands eftir Brexit skerðast
Sendiráð Íslands í London segir að réttindi Íslendinga sem búsettir eru í Bretlandi fyrir Brexit muni ekki skerðast í kjölfar útgöngu. Sendiráðið segir það hins vegar áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafi sótt um svokallaðan Settled Status.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Meðal svikara, þjófa og ræningja í Evrópusambandinu
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None