Hrútar, kvikmynd Gríms Hákonarson, hlaut Gullaugað á kvikmyndahátíðinni í Zurich í Sviss. Sigurganga myndarinnar á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum heldur áfram, en myndin er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna í ár í flokki mynda á öðru máli en ensku.
Íslensk kvikmyndagerð hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu, en skemmst er að minnast þess að Þrestir, kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, var valin besta kvikmyndin á San Sebastian kvikmyndahátíðinni. Þá hefur stórmynd Baltasar Kormáks, Everest, ekki farið framhjá neinum og spennandi verður að sjá þáttaröð hans Ófærð, en fyrsti þátturinn verður sýndur á RÚV 27. desember.
Þessi mikla velgengni íslenskra kvikmyndagerðarmanna er gleðileg og verðskulduð! Vel gert!
https://www.youtube.com/watch?v=SWOFWaltGRw