Þóknanir til verjenda í dómsmálum sem embætti sérstaks saksóknara hefur rekið fyrir dómstólum á árinu vegna hrunmála nema 260 milljónum króna. Fréttablaðið greinir frá málinu á forsíðu.
Samkvæmt samantekt blaðsins hefur verjendum fyrir héraðsdómi og Hæstarétti Íslands verið dæmdar þóknanir fyrir yfir 350 milljónir króna. Þar af hefur ríkið þurft að greiða 256,9 milljónir.
Málin sem skoðuð voru í samantekt Fréttablaðsins voru VÍS-málið svokallaða, Aurum-málið, kaupréttarmál sjórnenda Landsbankans og markaðsmisnotkunarmál sama banka, Exista, BK-44, Milestone- og Aserta málið.
Héraðdsómur kvað upp sýknudóma yfir sakborningum í Milestone- og Aserta-málunum í þessari viku. Ekki liggur fyrir hvort málunum verður áfrýjað til Hæstaréttar. Fleiri stór mál frá sérstökum saksóknar bíða málsmeðferðar fyrir Hæstarétti.