Verkefni sem Illugi vann fyrir Orku Energy voru erlendis – svara ekki hvað hann fékk greitt

illugi-gunnarsson.jpg
Auglýsing

Þau verk­efni sem Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, vann fyrir Orku Energy, voru öll erlend­is. Hann kom ekki að kaupum félags­ins á Enex-Kína af Orku­veitu Reykja­víkur og Geysi Green Energy né að kaupum þess á Iceland Amer­ica Energy og fjórð­ungs­hlut Orku­veitu Reykja­víkur í Envent Hold­ing af Orku­veitu Reykja­víkur á árinu 2011. Þetta kemur fram í svari aðstoð­ar­manns Ill­uga við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um vinnu ráð­herr­ans fyrir Orku Energy.

Á meðal þess sem spurt var um í fyr­ir­spurn­inni var hvað Ill­ugi fékk greitt fyrir störf sín fyrir félag­ið. Í svari Sig­ríður Hall­gríms­dótt­ur, aðstoð­ar­manns Ill­uga, er þeirri spurn­ingu ekki svarað en sagt að hægt sé að skoða „tekjur þing­manna og margra ann­arra í opin­berum gögn­um“.

Fyr­ir­spurn Kjarn­ans var send 29. apríl síð­ast­lið­inn og svar barst við henni í dag, 12. maí, eftir ítrek­anir eftir svör­um. Fyr­ir­spurnin var í formi fimm spurn­inga um aðkomu Ill­uga að við­skiptum Orku Energy og fjár­hags­lega hags­muni hans af störfum fyrir félag­ið.

Auglýsing

Starf­aði sem ráð­gjafi



Illugi starf­aði sem ráð­gjafi hjá Orku Energy á árinu 2011 á meðan að hann var í leyfi frá þing­störfum vegna rann­sóknar á starf­semi pen­inga­mark­aðs­sjóðs­ins Sjóðs 9 hjá Glitni, en Ill­ugi sat í stjórn sjóðs­ins fyrir hrun.

Eftir að Ill­ugi varð mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra eftir kosn­ing­arnar vorið 2013 hefur hann verið við­staddur við­burði þar sem Orka Energy á við­skipta­lega hags­muni und­ir.  Í des­em­ber 2013 var hann við­staddur þegar Orka Energy skrif­aði undir sam­starfs­samn­ing við kín­verska hér­aðið Xianyang og Sin­opec Star Petr­o­leum um þróun á jarð­varma­nýt­ingu og frek­ari útþennslu á hit­un­ar­kerfum í Xianyang. Und­ir­ritun samn­ings­ins fór fram á Íslandi. Fyrir hönd Orku Energy und­ir­rit­aði Haukur Harð­ar­son, stjórn­ar­for­maður félags­ins, sam­komu­lag­ið.

. Í desember 2013 var Illugi Gunnarsson, mennta- og menningamálaráðherra, viðstaddur þegar Orka Energy skrifaði undir samstarfssamning við kínverska héraðið Xianyang og Sinopec Star Petroleum um þróun á jarðvarmanýtingu og frekari útþennslu á hitunarkerfum í Xianyang. Undirritun samningsins fór fram á Íslandi. Fyrir hönd Orku Energy undirritaði Haukur Harðarson, stjórnarformaður félagsins, samkomulagið. Mynd: Orkaenergy.com . Í des­em­ber 2013 var Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­inga­mála­ráð­herra, við­staddur þegar Orka Energy skrif­aði undir sam­starfs­samn­ing við kín­verska hér­aðið Xianyang og Sin­opec Star Petr­o­leum um þróun á jarð­varma­nýt­ingu og frek­ari útþennslu á hit­un­ar­kerfum í Xianyang. Und­ir­ritun samn­ings­ins fór fram á Íslandi. Fyrir hönd Orku Energy und­ir­rit­aði Haukur Harð­ar­son, stjórn­ar­for­maður félags­ins, sam­komu­lag­ið. Mynd: Orka­energy.com

Ill­ugi heim­sótti svo Kína í lok mars síð­ast­lið­ins. Á meðal þeirra sem voru með í för í þess­ari ferð ráð­herr­ans til Kína voru fimm full­trúar Orka Energy. Einn þeirra var Haukur Harð­ar­son, stjórn­ar­for­maður Orku Energy. Á öðrum degi heim­sóknar sinn­ar, þann 22. mars, kynnti hann sér jarð­varma­verk­efni í Xionx­ian hér­að­i, sem unnin eru af SGEG, sem Orka Energy China á 49 pró­sent hlut í.

Þann 25. mars hitti Ill­ugi Fu Chengyu, stjórn­ar­for­mann Sin­opec. Sam­kvæmt dag­skrá ferðar ráð­herr­ans, sem Hring­braut hefur birt opin­ber­lega, tóku fimm aðilar utan Ill­uga þátt í fund­inum með Fu Chengyu. Þrír þeirra voru íslenskir emb­ætt­is­menn. Hinir tveir voru frá Orku Energy. Annar þeirra var Haukur Harð­ar­son.

"Nokkur fjár­hags­leg áföll"



Eftir Kína­ferð­ina hófu fjöl­miðlar að spyrj­ast fyrir um tengsl Ill­uga við Orku Energy. Hann skýrði loks frá því í hádeg­is­fréttum RÚV 26. apríl síð­ast­lið­inn að hann hefði selt íbúð sína í Vest­urbæ Reykja­víkur til Hauks Harð­ar­son­ar.  Þá voru liðnir 20 dagar frá því að hann var fyrst spurður um tengsl sín við félagið af fjöl­miðl­u­m. Hann setti síðan stöðu­upp­færslu inn á Face­book dag­inn eft­ir þar sem kom fram að hann hefði selt íbúð­ina fyrir 53,5 millj­ónir króna árið 2013 og að hann leigi hana nú til baka af Hauki á 230 þús­und krónur á mán­uði. Ill­ugi var því orð­inn ráð­herra þegar hann seldi íbúð­ina. Ástæðan hafi verið „nokkur fjár­hags­leg áföll“ sem á hann og eig­in­konu hans dundu fyrir nokkrum árum.

Kjarn­inn greindi frá því sama dag að eitt þess­arra áfalla hafi verið gjald­þrot Sero ehf., félags sem Ill­ugi hafi átt hlut í og varð gjald­þrota í nóv­em­ber 2012. Ekk­ert fékkst upp í 65 milljón króna kröfur í bú félags­ins.

Ill­ugi hefur sagt að hann hafi sýnt frum­kvæði af því að upp­lýsa um þessi tengsl sín við Hauk. Stundin hefur hins vegar sagt frá því að fjöl­mið­ill­inn hefði árang­urs­laust reynt að fá svör frá Ill­uga um tengsl hans og Orku Energy, meðal ann­ars vegna þess að Haukur Harð­ar­son hefði keypt íbúð Ill­uga sam­kvæmt afsali frá 23. júní 2014, áður en hann skýrði frá kaup­unum í há­deg­is­fréttum RÚV.

Hvað er Orka Energy?



Orka Energy var stofnað snemma árs 2011. Stærsti eig­andi félags­ins er Orka Energy Pte Ltd, félag með skráð heim­ils­festi í Singapúr. Kjöl­festu­fjár­festir í því félagi er Haukur Harð­ars­son.

Nokkrum mán­uðum eftir að Orka Energy var stofnað komst félagið í fréttir á Íslandi þegar það keypti Enex-Kína af fyrr­ver­andi eig­endum þess, Orku­veitu Reykja­víkur (OR) og Geysi Green Energy. Ill­ugi Gunn­ars­son, núver­andi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, vann ráð­gjafa­störf fyrir Orku Energy á árinu 2011.

Kaup­verðið var ekki gefið upp en það var 1,6 millj­arðar króna miðað við það verð sem Orku­veita Reykja­víkur fékk fyrir tæp­lega fimmt­ungs­hlut sinn. Orka Energy lét ekki staðar numið þar heldur keypti líka aðrar eignir sem höfðu verið inni í Reykja­vik Energy Invest, hinum fræga útrás­ar­armi Orku­veit­unn­ar. Eign­irnar sem um er að ræða voru Iceland Amer­ica Energy og fjórð­ungs­hlutur í Envent Hold­ing, sem átti jarð­varma­fyr­ir­tæki á Fil­ipps­eyj­um.

Illugi er ekki eini ráðherrann sem hefur verið viðstaddur undirritanir hjá Orku Energy. Hann er hins vegar eini ráðherrann sem hefur þegið greiðslu frá félaginu á einhverjum tímapunkti. Ill­ugi er ekki eini ráð­herr­ann sem hefur verið við­staddur und­ir­rit­anir hjá Orku Energy. Hann er hins vegar eini ráð­herr­ann sem hefur þegið greiðslu frá félag­inu á ein­hverjum tíma­punkt­i.

Kaup­verðið var ekki gefið upp en það var 1,6 millj­arðar króna miðað við það verð sem Orku­veita Reykja­víkur fékk fyrir tæp­lega fimmt­ungs­hlut sinn. Orka Energy lét ekki staðar numið þar heldur keypti líka aðrar eignir sem höfðu verið inni í Reykja­vik Energy Invest, hinum fræga útrás­ar­armi Orku­veit­unn­ar. Eign­irnar sem um er að ræða voru Iceland Amer­ica Energy og fjórð­ungs­hlutur í Envent Hold­ing, sem átti jarð­varma­fyr­ir­tæki á Fil­ipps­eyj­um.

Salan á Enex-Kína og Envent Hold­ing varð að miklu póli­tísku þrætu­epli vorið 2012, enda var hlutur Orku­veitu Reykja­víkur í félög­unum seldur án aug­lýs­ing­ar. Vegna umfjöll­unar um söl­una sendi Har­aldur Flosi Tryggva­son, stjórn­ar­for­maður Orku­veitu Reykja­vík­ur, frá sér yfir­lýs­ingu þar sem fram kom að Orku­veitan hafi átt engra ann­arra kosta völ en að selja hluti sína. Ástæðan var sam­komu­lag REI við Geysir Green Energy frá mars­mán­uði árið 2010 þar sem félögin skuld­bundu sig gagn­vart hvort öðru til að taka þátt sölu­ferli félag­anna þegar og ef annar aðila krefð­ist þess. „Af þessu sam­komu­lagi leiddi að stjórn og stjórn­endur REI stóðu frammi fyrir því vali í júní 2011 að gera annað tveggja; selja hlut sinn í Enex-Kína og Envent til Orku Energy (OE) sem GGE hafði sam­þykkt ellegar kaupa hlut GGE. Sem sagt fá 3-400 millj­ónir í kass­ann eða leggja út 1.800 millj­ón­ir. Allar aðstæður í rekstri REI og ekki síður OR voru með þeim hætti að valið varð næsta ein­falt,“ segir í yfir­lýs­ingu Har­aldar Flosa.

Í sam­starfi með stærsta fyr­ir­tæki Kína



Nafni Enex-Kína var síðar breytt í Orka Energy China ehf. Félagið á, sam­kvæmt síð­asta birta árs­reikn­ingi, 49 pró­sent hlut í kín­versku félagi sem heitir Shaanxi Green Energy Geothermal Develop­ment (SGEG), sem vinnur að þróun og rekstri jarð­varma­orku­vera í Kína. Sá hluti SGEG sem er ekki í eigu Orku Energy China, alls 51 pró­sent hlut­ur, er í eigu kín­verska orku­fyr­ir­tæk­is­ins Sin­opec, stærsta fyr­ir­tækis Kína og þriðja stærsta fyr­ir­tækis í heimi. Tekjur Sin­opec á árinu 2014 voru, sam­kvæmt lista Fortune Global 500, 457 millj­arðar dala og hagn­aður fyr­irtæð­is­ins tæp­lega níu millj­arðar dala, eða rúm­lega 1.200 millj­arðar króna. Ein­ungis Wal­mart og Royal Dutch Shell voru stærri í heim­in­um.

Hjá SGEG vinna á vel á þriðja hund­rað manns og stefna félags­ins er að hita upp 100 milljón fer­metra af íbúð­ar- og atvinnu­hús­næði fyrir árið 2020 auk þess sem það hyggur á stór­tæka raf­magns­fram­leiðslu. Fyr­ir­tækið átti eignir upp á 17,3 millj­arða króna í lok árs 2013 og eigið fé þess í lok þess árs var 8,8 millj­arðar króna.

Mark­að­ur­inn, fylgi­blað Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti, greindi frá því í nóv­em­ber 2012 að Ric­hard Chandler Cor­poration (RCC) hefði keypt 33 pró­senta hlt í móð­ur­fé­lagi Orku Energy Hold­ing. Sam­kvæmt til­kynn­ingu til fyr­ir­tækja­skráar greiddi RCC tólf millj­ónir dala, um 1,6 millj­arð króna, fyrir hlut­inn. RCC, sem er stað­sett Singa­pore, var stofnað af Ric­hard F. Chandler, nýsjá­lenskum fjár­festi. Sá er væg­ast sagt vellauðgur, en eignir hans eru metnar á um 390 millj­arða króna.

 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None