Verkfall tónlistarkennara hefst í fyrramálið, að óbreyttu, en upp úr samningaviðræður milli Félags tónlistarkennara og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga slitnaði í kvöld.
Nú stendur yfir fundur í Hörpu, samræðufundur Félags tónlistarkennara, þar sem mikilvægi tónlistarkennslu er í öndvegi og staða stéttarinnar er rædd. Fundurinn er í beinni útsendingu á internetinu.
Meðal þeirra sem flytja erindi á fundinum eru dr. Ágúst Einarsson, enn hann hefur skrifað bók um hagræn áhrif tónlistar á íslenska hagkerfið, sem hann segir að séu mikil og jákvæð.
Samtals mun 500 tónlistarkennarar um allt land leggja niður störf þegar verkfallið hefst en ljóst er að það hefur áhrif á tónlistarkennslu þúsunda barna, einkum á grunnskólaaldri.