Verndarkerfið í baklás og nauðsynlegt að fá fleiri sveitarfélög að borðinu

Yfir 2.600 manns höfðu fyrr í mánuðinum sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi á árinu. Í búsetuúrræðum Vinnumálastofnunar voru á dögunum fleiri sem höfðu fengið stöðu flóttamanns en sem nam fjölda þeirra umsækjenda um vernd sem sveitarfélög þjónusta.

Mynd: Pexels
Auglýsing

Í upp­hafi þessa mán­aðar voru fleiri flótta­menn komnir með vernd, og enn staddir í búsetu­úr­ræðum á vegum Vinnu­mála­stofn­un­ar, en sem nam heild­ar­fjölda allra umsækj­enda um alþjóð­lega vernd sem voru í þjón­ustu hjá Reykja­vík­ur­borg, Hafn­ar­fjarð­arbæ og Reykja­nesbæ sam­an­lagt.

Þetta kemur fram í tölu­legum upp­lýs­ingum sem voru til umfjöll­unar á rík­is­stjórn­ar­fundi snemma mán­aðar og Kjarn­inn fékk frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu.

Sam­kvæmt þeim upp­lýs­ingum voru alls um 870 manns stödd í búsetu­úr­ræðum á vegum Vinnu­mála­stofn­unar fyrir umsækj­endur um alþjóð­lega vernd. Þar af voru 400 manns þegar komin með stöðu flótta­manns hér á landi, og því ekki lengur umsækj­endur um alþjóð­lega vernd.

Auglýsing

Eftir að flótta­fólki er veitt vernd er þeim heim­ilt að dvelja í allt að átta vikur í hús­næði á vegum Vinnu­mála­stofn­un­ar, en við veit­ingu verndar fær­ist ábyrgð á fram­færslu og annarri þjón­ustu yfir til sveit­ar­fé­laga.

Til þessa dags hafa ein­ungis fimm sveit­ar­fé­lög und­ir­ritað samn­ing um þátt­töku í sam­ræmdri mót­töku flótta­fólks, þau þrjú sem áður voru nefnd auk Árborgar og Akur­eyr­ar­bæj­ar.

Unnið er að því að fá fleiri sveit­ar­fé­lög að borð­inu og segir í skrif­legu svari frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu að „nauð­syn­legt“ sé að fleiri sveit­ar­fé­lög geri samn­inga um mót­töku flótta­fólks.

Umsækj­endur um vernd og flótta­menn

Kerfið sem smíðað hefur verið utan um mót­töku fólks á flótta á Íslandi skipt­ist í tvennt. Í fyrsta lagi er það mót­töku­kerfið fyrir þau sem hingað koma og sækj­ast eftir alþjóð­legri vernd, en þessi hópur fólks hefur ákveð­inn rétt til þjón­ustu á meðan stjórn­völd vinna úr umsóknum þeirra.

Reykja­vík, Hafn­ar­fjörður og Reykja­nes­bær eru einu sveit­ar­fé­lögin sem hafa samið sér­stak­lega við ríkið um að sinna þjón­ustu við umsækj­endur um alþjóð­lega vernd og voru þau sam­tals að þjón­usta um 370 manns úr þeim hópi í byrjun sept­em­ber.

Í þessum þremur sveit­ar­fé­lögum er Vinnu­mála­stofn­un, sem tók nýlega við þjón­ustu við umsækj­endur um alþjóð­lega vernd sem áður var á hendi Útlend­inga­stofn­un­ar, svo einnig með sín búsetu­úr­ræði.

Ef umsóknir um vernd eru sam­þykktar fer flótta­fólkið svo inn í sam­ræmda mót­t­töku­kerf­ið, sem þjón­ustar hvort um sig þá sem fá stöðu flótta­manna hér á landi eftir að hafa komið hingað á eigin vegum og sótt um vernd og þá ein­stak­linga sem íslenska ríkið hefur ákveðið að bjóða vel­kom­ið, svo­kall­aða kvótaflótta­menn eða boðs­flótta­menn.

Sveit­ar­fé­lög sögð­ust komin að þol­mörkum

Tvö sveit­ar­fé­lag­anna þriggja sem veita umsækj­endum um alþjóð­lega vernd þjón­ustu, Hafn­ar­fjörður og Reykja­nes­bær, hafa á und­an­förnum vikum gagn­rýnt stjórn­völd á opin­berum vett­vangi fyrir að koma upp búsetu­úr­ræðum fyrir umsækj­endur um vernd innan sveit­ar­fé­lag­anna og sagði bæj­ar­stjórn Hafn­ar­fjarðar í ályktun að það væri „úti­lok­að“ að inn­viðir sveit­ar­fé­lags­ins gætu tekið við fleira flótta­fólki í bili, sér­stak­lega hvað skóla­þjón­ustu og stuðn­ing til barna varð­aði.

Auglýsing

Bæj­ar­stjórnin í Reykja­nesbæ sagði að það væri „ekki ásætt­an­legt“ að ríkið væri að leigja hús­næði undir hund­ruð umsækj­enda um vernd í einu og sama hverf­inu í bæn­um, Ásbrú­ar­hverfi, og kall­aði eftir því að aukið fjár­magn til rekst­urs grunn­inn­viða sam­fé­lags­ins, eins og skól­anna og heil­brigð­is­stofn­un­ar­innar fylgdi.

Þessi mál voru til umræðu á tveimur rík­is­stjórn­ar­fundum snemma í mán­uð­in­um. Þar var meðal ann­ars lagt fram minn­is­blað með þeim tölu­legu upp­lýs­ingum sem finna má hér að ofan. Í svari sem Kjarn­inn fékk frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu sagði sem áður segir að nauð­syn­legt væri að fleiri sveit­ar­fé­lög gerðu samn­inga um við Vinnu­mála­stofnun um mót­töku flótta­fólks.

Vinna til að stuðla að því er í gangi. Í svari frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu var félags­mála- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neytið sagt vinna að ljúka samn­ingum um sam­ræmda mót­töku þannig að fjölga mætti sveit­ar­fé­lögum sem taka á móti flótta­fólki sem komið er með vernd.

Í svari sem Kjarn­inn fékk frá því ráðu­neyti á dög­unum segir að ekki sé enn búið að ljúka neinum samn­ing­um, en að mörg sveit­ar­fé­lög hafi setið kynn­ing­ar­fund um ramma að þjón­ustu­samn­ingi um sam­ræmda mót­töku flótta­fólks sem hald­inn var af Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga undir lok ágúst.

„Við­ræður við fleiri sveit­ar­fé­lög standa nú yfir en ekki liggur ljóst fyrir á þess­ari stundu hvaða sveit­ar­fé­lög munu taka að sér mót­tök­una. Ráð­herra von­ast til að sem flest af þeim sveit­ar­fé­lögum sem sýndu áhuga á því að taka þátt í verk­efn­inu í vor gangi til samn­inga um sam­ræmda mót­töku flótta­fólks og hefur lagt áherslu á að þetta sé sam­eig­in­legt verk­efni okkar allra,“ sagði í svari ráðu­neyt­is­ins.

Sam­kvæmt for­sæt­is­ráðu­neyt­inu er félags- og vinnu­mark­aða­ráðu­neytið sömu­leiðis að und­ir­búa sviðs­mynda­grein­ingu um hús­næð­is­þörf til næstu mán­aða og hvernig best sé að takast á við áskor­anir sem eru framundan í þver­fag­legu sam­starfi.

Ríf­lega 2.600 sótt um alþjóð­lega vernd á árinu

Árið 2022 hefur slegið öll fyrri met um komur flótta­fólks hingað til lands. Sam­kvæmt minn­is­blaði sem lagt var í rík­is­stjórn fyrr í mán­uð­inum höfðu 2.621 manns sótt um alþjóð­lega vernd frá ára­mótum og fram til 8. sept­em­ber. Þar af voru 1.595 með tengsl við Úkra­ínu og 509 manns með tengsl við Venes­ú­ela.

Allt síð­asta ár sóttu 871 manns um alþjóð­lega vernd á Íslandi og var það í takti við fjölda umsókna á árunum 2018 og 2019, en árið 2020 voru umsóknir ögn færri, eða 654, sem ætla má að hafi verið vegna ferða­tak­mark­ana í tengslum við kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent