„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði áfengissölu á Íslandi að umræðuefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í vikunni.

„Sagan geymir ýmis dæmi þess að ný tækni og nýjar vörur og nýir viðskiptahættir sem þeim fylgja rjúfi einokun á ákveðnum sviðum og það þótt að ríkisvaldið sé alveg staðráðið í því að halda einokunarstöðu sinni,“ sagði þingmaðurinn og bætti því að með aukinni netverslun undanfarinna ára hefði einokun Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins verið rofin að því leyti að Íslendingar gætu núna með einföldum hætti pantað áfengi frá öðrum smásölum en ÁTVR.

Það ætti þó einungis við erlendar smásölur handan hafsins „með tilheyrandi óhagræði fyrir viðskiptavini hér á landi vegna tíma og kostnaðar sem fylgir þessum flutningi yfir hafið“.

Auglýsing

Nefndi Sigríður í þessu samhengi fréttir þess efnis að franskt fyrirtæki, Santewines SAS, byði Íslendingum nú að kaupa vín á vef sínum og fá það afhent samdægurs eða næsta virka dag. „Samkvæmt upplýsingum á vef fyrirtækisins er birgðahald fyrirtækisins hér á landi sem útskýrir stuttan afgreiðslutíma. Það er rétt að halda því til haga að fyrirtækið skilar, að því að mér skilst, öllum áfengissköttum til ríkissjóðs og áfengisverslunarinnar og gætir einnig að aldri viðskiptavina,“ sagði hún.

„Kominn tími til fyrir löngu“

Spurði þingmaðurinn í framhaldinu til hvers Íslendingar héldu í þessa einokunarverslun ríkisins. „Til hvers höldum við þessum einokunartilburðum áfram? Þeir virðast eingöngu hafa þau áhrif að fyrirtæki sem gætu verið stofnuð hér á landi eru stofnuð erlendis og greiða þar tekjuskatt ef vel gengur. Varla trúa menn því að það breyti einhverju um drykkjuvenjur hvort vefverslun er skráð til heimilis í Búrgundí eða hér á landi.“

Lauk hún máli sínu með því að segja að Íslendingar ættu að færa þessa verslun heim í hérað, frá Búrgundí í Bústaðahverfið, svo dæmi væri tekið. „Kominn tími til fyrir löngu.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Radíó Efling
Radíó Efling
Radíó Efling – Heimsmet í skerðingum
Kjarninn 25. júní 2021
Þórður Snær Júlíusson
Áframhaldandi tilfærsla á peningum úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best
Kjarninn 25. júní 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent