Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar

Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.

Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Auglýsing

Í Morg­un­blað­inu í dag er birt athuga­a­semd frá Árvakri, útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins, vegna birt­ingu á heil­síðu­aug­lýs­ingu í blað­inu í gær. Þar seg­ir: „Vegna mis­taka birt­ist í Morg­un­blað­inu í gær aug­lýs­ing sem ekki var merkt aug­lýsanda og sem jafn­vel hefði mátt ætla af texta aug­lýs­ing­ar­innar að væri frá Lyfja­stofn­un. Aug­lýs­ing­una keypti Bjuti ehf. Beðist er vel­virð­ingar á þessum mis­tök­um.“

Í umræddri aug­lýs­ingu heil­síðu­aug­lýs­ingu, sem kostar í kringum hálfa milljón króna sam­kvæmt verð­skrá Morg­un­blaðs­ins, var fólk hvatt til að til­kynna auka­verk­anir vegna bólu­setn­ingar fyrir COVID-19 til Lyfja­stofn­unar Íslands, en heima­síða, net­fang og síma­númer stofn­un­ar­innar voru öll upp­gefin í aug­lýs­ing­unni. Síðan voru talin upp alls sautján dæmi um meintar auka­verk­an­ir, þar á meðal blinda og and­lát. 

Undir þeirri upp­taln­ingu stóð svo: „Við erum öll almanna­varn­ir“ en eng­inn skrif­aður sér­stak­lega fyrir aug­lýs­ing­unni.

Lyfja­stofnun Íslands birti stöðu­upp­færslu í gær þar sem hún árétt­aði að hún stæði ekki á bak­við birt­ingu aug­lýs­ing­ar­inn­ar. „Upp­lýs­ing­arnar sem þarna koma fram um hugs­an­legar auka­verk­anir eru vill­andi. Allar upp­lýs­ingar um mögu­legar auka­verk­anir er að finna í sam­þykktum fylgiseðlum sem eru aðgengi­legir á vef okk­ar. Hægt er að til­kynna auka­verk­anir á vef okkar en ekki er tekið við auka­verkana­til­kynn­ingum í gegnum tölvu­póst­fang og síma eins og þar kemur fram.“

Lyfja­stofnun áréttar að heil­síðu­aug­lýs­ing í Morg­un­blað­inu í dag þar sem m.a. er hvatt til þess að til­kynna auka­verk­an­ir...

Posted by Lyfja­stofnun on Thurs­day, May 13, 2021

Rúna Hauks­dótt­ir Hvann­berg, for­stjóri Lyfja­stofn­un­ar, sagði við mbl.is, frétta­vef Árvak­urs, að útgáfu­fé­lagið yrði „auð­vitað að bera ein­hverja ábyrgð á þessu, vegna þess að þarna er verið að blása upp ein­hvern hræðslu­á­róð­ur.“

Seg­ist ekki skamm­ast sín

Eig­andi félags­ins sem keypti aug­lýs­ing­una, Bjuti ehf., er Vil­­borg Björk Hjalte­sted. Hún er systir Þor­steins Hjalte­sted, sem erfði jörð­ina Vatns­enda í Kópa­vogi á sínum tíma. Kópa­vogs­bær tók hluta hennar eign­ar­námi árið 2007 og greiddi Þor­steini háar fjár­hæðir í bæt­ur. Mikil upp­bygg­ing hefur verið á jörð­inni síð­an. Þrátt fyrir þetta glímdi Þor­steinn við fjár­hags­erf­ið­leika fyrir nokkrum árum og hann lést svo, 58 ára gam­all, árið 2018. 

Auglýsing
Vilborg er líf­eind­ar­fræð­ingur með sýkla- og veiru­fræði sem sér­grein. Auð­ævi hennar , voru metin á 1,3 millj­arða króna í úttekt DV frá árinu 2013 og sögð eiga rætur sínar í Vatns­enda­jörð­inni. Síð­ustu miss­eri hefur Vil­borg sett margar færslur inn á Face­book þar sem hún tor­tryggir og gagn­rýnir bólu­setn­ing­ar.

Í færslu sem hún setti inn 11. maí, þar sem hlekkjað er í frétt RÚV um fjölda bólu­efna­skammta sem Ísland hefur tryggt sér, segir hún að allt sé koma í ljós. „Nú er kýr­skýrt hvers vegna yfir­völd vildu ekki ná upp hjarð­ó­næmi á eðli­legan hátt í fyrra. Og ná þar með ónæmi fyrir stökk­breyt­ingum líka. Nú er búið að ná sér í áskrift af bólu­setn­ing­um, 2-3 á ári. Athygl­is­verð fréttin af kon­unni sem fékk ekki að koma til USA þrátt fyrir að vera full bólu­sett, hún var ekki bólu­sett fyrir því afbrigði sem er að ganga í dag. Hverju er verið að sprauta í fólk? Gæti hugs­ast að sami leikur sé í gangi eins og með flensu­bólu­setn­ing­una ár hvert? Þá giska þeir á hvaða afbrigði gangi að hausti en eru svo ekk­ert að draga til baka þegar þeir giska vit­laust.

Í ummælum við eina stöðu­upp­færsl­una sem sett voru inn í gær er Vil­borg gagn­rýnd fyrir aug­lýs­ing­una sem birt­ist í Morg­un­blað­inu og sú aug­lýs­ing kölluð „blöff“. Í svari við þeim ummælum seg­ist Vil­borg ekki skamm­ast sín fyrir að vera sam­kvæm sjálfri sér. „Ég vildi að almenn­ingur væri svona gagn­rýn­inn á yfir­völd. Lyfja­stofnun hefði átt að sjá til þess sjálf að fólk fengi upp­lýs­ingar um áhætt­una sem fylgir spraut­unni. Eina blöffið er að kalla þetta bólu­setn­ingu. Bólu­setn­ingar koma í veg fyrir smit, það gerir þessi sprauta ekki, hún er sögð hjálpa fólki í því að verða minna veikt. Er hugs­an­legt að spraut­aðir verði ein­kenna­lausir smit­ber­ar.“

Birtu aug­lýs­ingu Sam­herja um áróð­urs­þátt

Þetta er ekki eina aug­lýs­ingin sem birst hefur í miðlum Árvak­urs nýverið sem hefur orðið fyrir gagn­rýni.

Í lok apríl birt­ist stór aug­lýs­inga­borði á mbl.is, sem oft er mest lesni frétta­vefur lands­ins, sem á stóð „Ábyrgð­ar­leysi í Efsta­leit­i“. Aug­lýs­ingin var frá útgerð­ar­fyr­ir­tæk­inu Sam­herja og ef ýtt var á hlekk­inn þá var farið inn á Youtu­be-­síðu fyr­ir­tæk­is­ins og á nýtt mynd­band sem það hefur gert um Helga Selj­an, blaða­mann hjá frétta­skýr­inga­þætt­inum Kveik, og RÚV. 

Um er að ræða þrett­ánda mynd­bandið sem Sam­herji hefur látið fram­leiða til að draga úr trú­verð­ug­leika þeirra sem stóðu að umfjöllun um athæfi fyr­ir­tæk­is­ins í Namibíu sem sýnd var í nóv­em­ber 2019. Helsta skot­mark fyr­ir­tæk­is­ins í mynd­bönd­unum er, auk Helga, Jóhannes Stef­áns­son, upp­ljóstr­ar­inn sem er í lyk­il­hlut­verki í rann­sóknum á hendur Sam­herji á Íslandi og í Namib­íu.

Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja.

Í nýja mynd­band­inu er kvartað yfir að nið­ur­staða siða­nefndar RÚV í nýlegu kæru­máli Sam­herja á hendur á annan tug starfs­manna fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is­ins, þar sem Helgi var tal­inn hafa verið brot­legur við siða­reglur vegna fjög­urra ummæla sem hann hafi látið falla á sam­fé­lags­miðl­um, muni ekki hafa þær afleið­ingar að Helga verði gert að hætta umfjöllun um Sam­herja.

Í texta sem fylgir mynd­bandi að í ljósi nið­ur­stöðu siða­nefnd­ar­innar sé „óhjá­kvæmi­legt að draga þá ályktun að frétta­mað­ur­inn hafi verið van­hæfur til að fjalla um Sam­herja vegna per­sónu­legrar afstöðu gegn fyr­ir­tæk­inu og stjórn­endum þess.“

Í mynd­band­inu, sem er í kost­aðri dreif­ingu á Youtu­be, er einnig kvartað yfir því að RÚV birti „ekki jákvæðar fréttir um Sam­herja og neitar að fjalla um mis­tök sín gagn­vart fyr­ir­tæk­in­u“.

Stjórn BÍ gagn­rýndi birt­ingu aug­lýs­ing­ar­innar

Stjórn Blaða­manna­fé­lags­ins, undir nýrri for­mennsku Sig­ríðar Daggar Auð­uns­dótt­ur, sendi bréf á fram­kvæmda­stjóra og aug­lýs­inga­stjóra Árvak­urs 1. maí, þar sem meðal ann­ars sagði að birt­ing aug­lýs­ing­ar­innar hefði sett blaða­menn mbl.is í „óvið­un­andi stöðu“ sökum þess að her­ferð Sam­herja væri ekki ein­ungis her­ferð „gegn einum frétta­manni eða einni rit­stjórn“ heldur beind­ist hún gegn „öllum blaða­mönnum og öllum rit­stjórn­um, þar á meðal blaða­mönnum á mbl.­is.“

Óskaði stjórn BÍ eftir því að stjórn­endur Árvak­urs myndu taka til­lit til þess­ara sjón­ar­miða og fleiri til, ef sú staða kæmi aftur upp að aug­lýsandi óskaði eftir birt­ingu aug­lýs­ingar þar sem vegið væri að starfs­heiðri frétta­manns eða frétta­manna.

Tveir trún­að­ar­menn starfs­manna á Morg­un­blað­inu hættu í kjöl­farið sem slíkir og blaða­maður Árvak­urs sem sat í stjórn BÍ sagði af sér.

Kjarn­inn hefur þó heim­ildir fyrir því að rík óánægja hafi verið með birt­ingu aug­lýs­ing­ar­innar hjá hluta blaða­manna á rit­stjórn mbl.is og Morg­un­blaðs­ins. Sömu sögu er að segja um aug­lýs­ing­una sem birt­ist um meintar auka­verk­anir vegna bólu­efna í gær.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent