Sýn hefur skilað tapi á sjö af síðustu átta ársfjórðungum

Fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækið Sýn hefur tapað um 2,5 milljörðum króna frá byrjun árs 2019. Nær allar tekjustoðir félagsins lækkuðu milli ára. Félagið er að selja innviðaeignir fyrir háar fjárhæðir og ætlar að skila því fé til hluthafa.

Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar.
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar.
Auglýsing

Fjar­skipta- og fjöl­miðla­fyr­ir­tækið Sýn hefur skilað tapi á sjö af síð­ustu átta árs­fjórð­ung­um. Eina skiptið sem það hefur skilað hagn­aði frá byrjun apríl 2019 er á þriðja árs­fjórð­ungi í fyrra, þegar hagn­að­ur­inn var átta millj­ónir króna.

Síð­asta upp­gjör Sýnar var birt í gær, mið­viku­dag. Þar kom fram að Sýn tap­aði 231 millj­ónum króna á fyrsta árs­fjórð­ungi yfir­stand­andi árs. 

Sýn tap­aði 405 millj­ónum króna á síð­asta ári. Það er tölu­vert minna tap en félagið skil­aði af sér árið 2019, þegar það tap­aði 1.748 millj­ónum króna. Sam­an­lagt tap sam­stæð­unnar á tveimur árum er því tæp­lega 2,2 millj­arðar króna og frá byrjun árs 2019 hefur félagið tap­aði um 2,5 millj­örðum króna.

Árið 2019 réð mestu að virð­is­rýrnun við­skipta­vildar vegna fjöl­miðla sam­stæð­unnar var færð niður um tæp­lega 2,5 millj­arða króna, en á móti kom líka ein­skipt­is­sölu­hagn­aður vegna sölu á fær­eyska félag­inu P/F Hey upp á 872 millj­ónir króna.

Allir tekju­straumar Sýnar dróg­ust saman á fyrsta árs­fjórð­ungi árs­ins 2021 nema far­síma­tekjur félags­ins, sem juk­ust um þrjú pró­sent. Heild­ar­tekjur voru 4.962 millj­ónir króna sem er 33 millj­ónum króna lægri tekjur en Sýn hafði á fyrstu þremur mán­uðum síð­asta árs. 

Tap vegna sölu á fær­eysku félagi

Á síð­asta degi fyrsta árs­fjórð­ungs var skrifað undir samn­inga um að selja það sem kall­aðir eru óvirkir far­síma­inn­viðir Sýnar á 7,1 millj­arð króna. Sölu­hagn­aður Sýnar vegna þessa er yfir 6,5 millj­arðar króna. Um er að ræða meðal ann­ars senda­turnar í far­síma­kerfi félags­ins. Sýn leigir svo inn­við­ina til baka. Sölu­hagn­að­ur­inn er ekki færður nema að hluta í gegnum rekstur á sölu­degi og eft­ir­lits­stofn­anir eiga enn eftir að sam­þykkja kaup­in. 

Auglýsing
Í til­kynn­ingu vegna upp­gjörs­ins kemur einnig fram að þann 31. mars hafi verið und­ir­rit­aður samn­ingur um sölu á 49,9 pró­sent hlut í fær­eyska hlut­deild­ar­fé­lag­inu P/F 20.11.19. Þar segir að kaup­verðið hafi verið 52,5 millj­ónir danskra króna. „­Bók­fært verð fjár­fest­ingar í hlut­deild­ar­fé­lag­inu var hærra en sölu­verð og því var gjald­fært tap af söl­unni að fjár­hæð 189 m.kr. Kaup­verðið var greitt að fullu til félags­ins þann 21. apr­íl. Áfram verður til staðar þjón­ustu­samn­ingur á milli félag­anna.“

Heild­ar­fjár­fest­ingar Sýnar á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins 2021 námu 807 millj­ónum króna. Þar af voru fjár­fest­ingar í var­an­legum rekstr­ar­fjár­munum og óefn­is­legum eignum 231 millj­ónir króna. Fjár­fest­ing í sýn­ing­ar­réttum var 576 millj­ónir króna. 

Í fjár­festa­kynn­ingu Sýnar kemur fram að ákvörðun um að færa Stöð 2 alfarið í læsta dag­skrá, sem fól í sér að frétta­tíma stöðv­ar­innar var læst snemma á þessu ári, hafi haft jákvæð áhrif á áskrift­ar­tekj­ur. „Þær voru sam­bæri­legar í jan­úar 2021 og des­em­ber 2020, sem alla jafna er tekju­hæsti mán­uður árs­ins. Áskrif­endum Stöðvar 2 fjölg­aði um 12 pró­sent á milli 1F 2021 og 1F 2020.“

Ætla að ráð­ast í meiri sölu inn­viða

Heiðar Guð­jóns­son, einn stærsti einka­fjár­festir­inn í félag­inu með 9,16 pró­sent eign­ar­hlut, sett­ist sjálfur í for­stjóra­stól þess snemma árs 2019 og var form­lega ráð­inn í starfið í apríl á því ári. Hann hefur því stýrt Sýn í tvö ár og skilað tap­rekstri í sjö af þeim átta árs­fjórð­ungum sem hann hefur gegnt starf­in­u. 

Í frétta­til­kynn­ingu vegna upp­gjörs fyrsta árs­fjórð­ungar er haft eftir Heið­ari að árið 2020 hafi verið ár við­snún­ings í rekstri og að yfir­stand­andi ár sé ár við­snún­ingur í efna­hag Sýn­ar. „Við stefnum á meiri sölu inn­viða á árinu en nú þegar er ljóst að skuld­irnar sem við tókum á okkur við kaup á eignum 365 verða greiddar upp á þessu ári auk þess sem mikið svig­rúm mynd­ast til end­ur­kaupa hluta­bréfa.“

Hann segir upp­gjör fyrsta árs­fjórð­ungs lit­ast af árs­tíð­ar­sveiflu sem jafnan sé í rekstr­in­um. „Við sjáum að Fjöl­skyldu­pakk­inn sem við hleyptum af stokk­unum í lok tíma­bils­ins selst framar vonum en hefur ekki áhrif á upp­gjör­ið. Við­snún­ingur í rekstri er því í fullum gangi. Á móti kemur að sölu­tap er inn­leyst af eign í Fær­eyjum uppá tæpar 200 millj­ón­ir.“

Stærstu eig­endur Sýnar eru Gildi líf­eyr­is­sjóður með 12,73 pró­sent hlut, Líf­eyr­is­sjóður vezl­un­ar­manna með 10,73 pró­sent hlut og Kvika banki sem er skráður fyrir 9,85 pró­sent hlut, en þar er að öllum lík­indum um fram­virka samn­inga að ræða og raun­veru­legir eig­endur þeirra aðr­ir. Líf­eyr­is­sjóðir eiga að minnsta kosti um helm­ing hluta­fjár Sýnar sam­an­lagt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent