Bjarni vill selja restina af Íslandsbanka á næsta kjörtímabili og allt að helming í Landsbanka

Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ef hann fengi að ráða þá myndi hann selja Íslandsbanka að öllu leyti við fyrsta tækifæri á nýju kjörtímabili. Hann vill líka selja stóran hluta í Landsbankanum.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, vill selja það sem eftir mun standa af eignarhlut Íslandsbanka við fyrsta tækifæri á næsta kjörtímabili. Til stendur að selja allt að 35 prósent af hlut ríkisins í bankanum í júní og samhliða mun Íslandsbanki vera skráður á hlutabréfamarkað. 

Í Fréttablaðinu í dag er haft eftir Bjarna ríkið sé skuldbundið samkvæmt skilmálum hlutafjárútboðsins að selja ekki fleiri hluti í hálft ár eftir fyrstu sölu. „Ef ég fengi einhverju um það ráðið þá myndum við klára þennan áfanga og við myndum nota fyrsta tækifæri á nýju kjörtímabili til að halda áfram að losa okkur við eignarhluti í bankanum.“ Það verði verkefni næsta kjörtímabils. 

Bjarni segist líka vilja selja 35 til 50 prósent hlut í Landsbankanum, sem ríkið á líka. Sá hlutur sem ríkið myndi halda væri til þess fallið að tryggja að á Íslandi yrði áfram höfuðstöðvar banka. 

Var í stjórnarsáttmála

Sú ríkisstjórn sem mynduð var undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur í nóvemberlok 2017 hefur haft það markmið, staðfest í stjórnarsáttmála, að leita leiða til að draga úr eignarhaldi ríkisins á fjármálafyrirtækjum.

Til að vinna að þessu markmið var skipaður hópur til að skrifa Hvítbók um fjármálakerfið. Hann skilaði skýrslu sinni í desember 2018. Tvær helstu niðurstöður hennar eru að fjármálakerfið sé sam­fé­lags­lega mik­il­vægt og að traust sé und­ir­staða þess að það virki sem skyldi. Það sé síðan hlut­verk rík­is­ins að tryggja umgjörð sem stuðli að verð­skuld­uðu trausti.

Auglýsing
Þar er líka sagt að heilbrigt eignarhald sé „mik­il­væg for­senda þess að banka­kerfi hald­ist traust um langa fram­tíð. Í því felst að eig­endur banka séu traust­ir, hafi umfangs­mikla reynslu og þekk­ingu á starf­semi banka og fjár­hags­lega burði til að standa á bak við bank­ann þegar á móti blæs. Mik­il­vægt er að eig­endur hafi lang­tíma­sjón­ar­mið að leið­ar­ljósi.“

Á grunni þessarar niðurstöðu hófu stjórnvöld nánast samstundis að reyna að selja eignarhluti í ríkisbönkunum tveimur.

Í september 2019 lagði Bankasýsla ríkisins til að fjórðungshlutur í Íslandsbanka yrði seldur. 

Íslenskir kaupendur sennilegastir

Um miðjan mars 2020 afturkallaði Bankasýsla ríkisins tillögu um að hefja söluferlið. Sala banka væri ekki raunhæf vegna efnahagslegra aðstæðna á Íslandi og alþjóðavettvangi vegna kórónuveirufaraldursins.

Málið var skyndilega endurvakið 17. desember síðastliðinn, degi áður en að Alþingi fór í jólafrí. Það gerðist þannig að Bankasýsla ríkisins – stjórn hennar og forstjóri – sendu tillögu til Bjarna Benediktssonar um að selja hlut í Íslandsbanka í gegnum skráningu á íslenskan markað. 

Fjórum dögum síðar sendi Bjarni, ásamt ráðuneytisstjóra sínum, bréf til Bankasýslunnar og samþykkti tillöguna. Samhliða var send greinargerð til Alþingis og nefndarmönnum í fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd gefin mánuður til að skila inn umsögn um málið. Hún átti að berast 20. janúar, eða tveimur dögum eftir að fyrsti þingfundur eftir jólafrí fór fram. 

Greinargerðin opinberaði það að ekki átti lengur að freista þess að finna erlenda aðila til að kaupa í Íslandsbanka. Það þætti ekki líklegt til árangurs. Svokallað samhliða söluferli var því aflagt og ákveðið að skrá Íslandsbanka einungis á markað á Íslandi, ekki tvískrá líka erlendis eins og upp var lagt með til að byrja með. 

Kaupendur af þessu kerfislega mikilvæga fyrirtæki, sem átti við síðasta uppgjör eigið fé upp á 185 milljarða króna, eiga því að vera íslenskir fjárfestar. Og hann verður skráður í íslenska kauphöll einvörðungu. 

Hið formlega ferli

Þær tvær nefndir Alþingis sem þurftu að skila umsögn um greinargerð fjármála- og efnahagsráðherra vegna bankasölunnar, fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd, seint í janúar.

Meirihluti í báðum nefndum var skipaður einvörðungu stjórnarþingmönnum og þeir komust að samhljóma niðurstöðu. Selja ætti 25 til 35 prósent hlut í bankanum ef rétt verð fengist fyrir og hámarka ætti hlut hvers kaupanda við 2,5 til 3,0 prósent. Skoða ætti að greiða út arð úr Íslandsbanka áður en hlutur í bankanum yrði seldur en eigið fé hans umfram 17 prósent kröfu Fjármálaeftirlitsins var tæplega 58 milljarðar króna í lok september síðastliðins. Ekki liggur alveg skýrt fyrir hversu mikið af því er útgreiðanlegt sem stendur og það þarf að meta. Stjórnarandstöðuflokkarnir voru ósammála nálgun ríkisstjórnarinnar og sá eini þeirra sem var skýrt á þeirri skoðun að selja ætti hlut í Íslandsbanka nú var Viðreisn, en fulltrúi flokksins í nefndunum vildi að einhverju leyti aðra aðferðarfræði við söluna. 

Í kjölfarið hófst hið formlega söluferli sem mun ljúka í júní með hlutafjárútboði og skráningu á markað.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent