Viðar Þorsteinsson hættir líka hjá Eflingu - Mun afhenda uppsagnarbréf í dag

Framkvæmdastjóri Eflingar ætlar að fylgja formanni stéttarfélagsins út úr því. Hann mun afhenda uppsagnarbréf í dag. Formaðurinn, Sólveig Anna Jónsdóttir, tilkynnti um afsögn sína í gær.

Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.
Auglýsing

Viðar Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar, mun fylgja Sól­veigu Önnu Jóns­dótt­ur, for­mann félags­ins, út úr því. Hann hyggst afhenda upp­sagn­ar­bréf síðar í dag. Þetta stað­festir Viðar í sam­tali við Kjarn­ann. 

Viðar var ráð­inn í þá nýtt starf fram­kvæmda­stjóra Efl­ingar í maí 2018, í kjöl­far þess að Sól­veig Anna var kjörin for­maður stétt­ar­fé­lags­ins, sem er það næst fjöl­menn­asta á land­inu. Hann hefur alla tíð unnið náið og í takti með for­mann­in­um. 

Sól­veig Anna greindi frá því í stöðu­upp­færslu á Face­book í gær að hún hefði til­kynnt stjórn Efl­ingar um afsögn sína. 

Ástæðan fyrir afsögn hennar er texti sem trún­­að­­ar­­menn starfs­­fólks skrif­­stofu Efl­ingar sam­­þykktu þann 9. júní og sendu þá á hana og aðra stjórn­­end­­ur. Á fimmt­u­dag í síð­­­ustu viku hafði frétta­­maður RÚV sam­­band við Sól­­veigu vegna þessa texta, þar sem hún er meðal ann­­ars sökuð um að halda „af­­töku­lista“ og að fremja grafal­var­­leg kjara­­samn­ings­brot gegn starfs­­fólki á borð við fyr­ir­vara­­lausar upp­­sagn­­ir. Text­inn er und­ir­­rit­aður af trún­­að­­ar­­mönnum og sagður settur fram fyrir hönd starfs­­manna.

Auglýsing
Eftir að hafa fengið póst frá frétta­­manni ákvað Sól­­veig Anna að ávarpa starfs­­fólk Efl­ingar í upp­­hafi vinn­u­­dags á föst­u­dag­inn síð­­asta, en búið var að ákveða starfs­­manna­fund á þeim tíma. „Ég sagði við starfs­­fólk á þessum fundi að það væru tveir kostir í stöð­unni. Annað hvort kæmi eitt­hvað skrif­­legt frá þeim sem myndi bera til baka ofstæk­is­­fullar lýs­ingar úr ályktun trún­­að­­ar­­manna og orð sem frétta­­maður not­aði um „ógn­­ar­­stjórn“, eða að ég myndi segja af mér for­­mennsku í félag­in­u.“

Nið­ur­staða fundar starfs­­fólks­ins var ályktun sem send var til stjórn­­enda og önnur ályktun til RÚV. „Í þessum álykt­unum kemur fram afdrátt­­ar­­laus stað­­fest­ing á þeim orðum sem var að finna í ályktun trún­­að­­ar­­manna frá í júní. Talað er á þeim nótum að alvar­­leg vanda­­mál séu við­var­andi sem þurfi að leysa með funda­höldum og öðru. Kraf­ist er auk­ins valds fyrir trún­­að­­ar­­menn vinn­u­­stað­­ar­ins og tíð­­ari vinn­u­­staða­funda, þar sem mög­u­­leg van­líðan ein­stakra starfs­menna verði fund­­ar­efni. Í yfir­­lýs­ingu til RÚV er jafn­­framt engin til­­raun gerð til að bera til baka ásak­­anir um ógn­­ar­­stjórn. Álykt­an­­irnar eru van­­trausts­yf­­ir­lýs­ing til mín og til allra þeirra sem bera ábyrgð á starfs­­manna­­málum vinn­u­­stað­­ar­ins.“

Sól­­veig Anna segir í stöð­u­­upp­­­færsl­unni að hún kjósi að hlíta þeirri afdrátt­­ar­­lausu van­­trausts­yf­­ir­lýs­ingu sem starfs­­fólk Efl­ingar hafi sent henni, félag­inu og fjöl­mið­l­um, sem geri starf hennar ómög­u­­legt. „Ég get ekki gegnt stöðu for­­manns í félag­inu að svo komnu máli og hef ég til­­kynnt stjórn Efl­ingar um afsögn mína. Mér þykir það ótrú­­legt að það sé starfs­­fólk Efl­ingar sem í reynd hrekur mig úr starfi, með því að leyfa and­­stæð­ingum félags­­ins að hossa sér á ýkj­um, lygum og rang­­færslum um mig og sam­verka­­fólk mitt. Starfs­­fólk Efl­ingar hefur kosið að svipta mig því vopni sem hefur gert mér mög­u­­legt að leiða sög­u­­lega og árang­­ur­s­­ríka bar­áttu verka- og lág­­launa­­fólks síð­­­ustu ár, mann­orði mínu og trú­verð­ug­­leika.“

Hægt er að lesa stöð­u­­upp­­­færsl­una í heild sinni hér að neð­an:

Á fimmtu­dag­inn var haft sam­band við mig frá frétta­manni á RÚV. Hann vildi spyrja mig um texta sem að trún­að­ar­menn...

Posted by Sól­veig Anna Jóns­dóttir on Sunday, Oct­o­ber 31, 2021

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra menningarmála.
Ríkisstjórnin setur 450 milljónir króna í aðgerðir fyrir tónlist og sviðslistir
Viðbótarlistamannalaun verða að stóru leyti eyrnamerkt tónlistar- og sviðslistarfólki undir 35 ára aldri og fjármunir verða settir í að styðja við ýmis konar viðburðarhald til að mæta miklum samdrætti í tekjum í kórónuveirufaraldrinum.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent