Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, hlaut átta mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, fyrir að lekamálið svokallaða.
Eftir dómsuppsöguna tjáði Gísli sig um dóminn við blaða- og fréttamenn, þeirra á meðal voru Jón Bjarki Magnússon og Jóhann Páll Jóhannsson blaðmenn á DV, sem hafa verið ötulir í skrifum sínum um lekamálið. Gísli Freyr neitaði að svara spurningum Jóhann Páls um hvort Hanna Birna hafi sagt ósatt í málinu, og til orðaskipta kom þeirra á milli.
Hlustaðu á viðbrögð Gísla Freys við dómnum í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
[audio mp3="http://kjarninn.s3.amazonaws.com/old/2014/11/Gisli-Freyr.mp3"][/audio]