Viðbygging við Alþingi er ekki aprílgabb - tillagan í heild

gu--jon.jpg
Auglýsing

Ný við­bygg­ing við Alþing­is­húsið mun vænt­an­lega rísa þar sem bíla­stæði Alþingis er í dag, fyrir aftan Odd­fellow húsið við Von­ar­stræti. Við­bygg­ingin er eftir hönnun Guð­jóns Sam­ú­els­son­ar. Eins og fram hefur komið í fjöl­miðlum í morgun hefur rík­is­stjórnin sam­þykkt drög að þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um það hvernig skuli minn­ast ald­ar­af­mælis sjálf­stæðis og full­veldis Íslands. Málið hefur vakið mikla athygli.

Rík­is­stjórnin vill ljúka við að reisa við­bygg­ingu við Alþingi, „sem hug­myndir voru um að risi full­veld­is­árið 1918 en ekk­ert varð af vegna styrj­aldar og fjár­skorts. Lengi hafa verið uppi áform um að leysa úr hús­næð­is­skorti Alþingis en skrif­stofur þings­ins eru nú í leigu­hús­næði í all­mörgum bygg­ingum í grennd við Aust­ur­völl.“ Í grein­ar­gerð með þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni kemur fram að athug­anir hafi leitt í ljós að tals­verð hag­kvæmni sé í því fólgin að koma allri starf­semi þings­ins fyrir í sam­tengdum bygg­ing­um.

Auglýsing


Guð­jón Sam­ú­els­son hann­aði við­bygg­ingu við Alþing­is­húsið og átti að ráð­ast í bygg­ing­una árið 1918, en ekk­ert varð af því. Því segir rík­is­stjórnin fara vel á því að ljúka við bygg­ing­ar­á­formin nú, þegar Íslend­ingar hafa í heila öld notið þeirra fram­fara sem fylgdu í kjöl­far full­veld­is. „Þannig mun eitt feg­ursta hús Guð­jóns Sam­ú­els­sonar loks rísa, hús í sígildum stíl sem mikil prýði verður að til fram­tíð­ar.Gert er ráð fyrir að haldin verði sam­keppni meðal arki­tekta um hönnun húss­ins og tengi­bygg­inga að öðru leyti. Þannig fá íslenskir arki­tektar sam­tím­ans tæki­færi til að hanna hús með Guð­jóni Sam­ú­els­syni. Með því vinna kyn­slóðir full­veld­is­stofn­un­ar­innar með kyn­slóðum sam­tím­ans við upp­bygg­ingu til fram­tíð­ar. Um leið og horft er til fram­tíðar er for­tíð­inni sýnd virð­ing og draumar fyrri kyn­slóðar upp­fylltir í þágu fram­tíð­ar­kyn­slóða.“

Stofnun Árna Magn­ús­son­ar, ný Val­höll, hátíð­ar­fund­ur, hátíð­ar­höld og rit um sam­bands­lögin

Fleiri til­lögur eru í drögum að þings­á­lykt­un­ar­til­lögu rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Til að mynda vilja stjórn­völd að Stofnun Árna Magn­ús­sonar í íslenskum fræðum verði þjóð­ar­gjöf í til­efni af 100 ára full­veld­is­af­mælis Íslands árið 2018. Þá er í til­lög­unni gert ráð fyrir því að reist verði ný Val­höll á Þing­völlum og hald­inn verði hátíð­ar­fundur á Þing­völlum þann 18. júlí 2018, þegar hund­rað ár verða frá því að efn­is­legt sam­komu­lag um full­veldi náð­ist við Dani.Þá mun rík­is­stjórnin efna til hátíð­ar­halda 1. des­em­ber sama ár, þegar öld verður liðin frá því að sam­bands­lögin tóku gildi. Að lokum mun for­seti Alþingis í sam­vinnu við for­sætis­nefnd og for­menn þing­flokka láta taka saman rit um „að­drag­anda sam­bands­lag­anna, efni lag­anna og fram­kvæmd þeirra, svo og um inn­tak þess full­veldis er Ísland Öðl­að­ist að þjóða­rétti árið 1918.“Hér má sjá texta þings­á­lykt­un­ar­til­lögu rík­is­stjórn­ar­inn­ar, en vert er að taka fram að um drög er að ræða. Hér má lesa drög­in.

Alþing­is­reit­ur­inn

Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Gísli Sigurgeirsson
Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur
Kjarninn 23. ágúst 2019
„Þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það“
Ýmsar áleitnar spurningar vakna þegar hugsað er um hafið og hamfarahlýnun í sömu andrá. Væri hægt að búa á jörðinni án þess? Hvernig liti jörðin út án vatns? Getur verið að það verði meira af plasti í sjónum en fiskum árið 2050?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Kísilverksmiðjan í Helguvík
Reisa 52 metra háan skorstein í Helguvík
Stakksberg vinnur nú að 4,5 milljarða endurbótum á kísilmálmverksmiðju félagsins í Helguvík. Þar á meðal er 52 metra hár skorsteinn sem draga á úr mengun frá verksmiðjunni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Markús Sigurbjörnsson hefur verið dómari við Hæstarétt Íslands í aldarfjórðung.
Tveir hæstaréttardómarar hætta
Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og sá dómari við réttinn sem setið hefur lengst, mun hætta störfum við réttinn eftir rúman mánuð. Það mun Viðar Már Matthíasson einnig gera.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Þorsteinn Víglundsson
Breytum bönkum í brýr
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None