Viðbygging við Alþingi er ekki aprílgabb - tillagan í heild

gu--jon.jpg
Auglýsing

Ný við­bygg­ing við Alþing­is­húsið mun vænt­an­lega rísa þar sem bíla­stæði Alþingis er í dag, fyrir aftan Odd­fellow húsið við Von­ar­stræti. Við­bygg­ingin er eftir hönnun Guð­jóns Sam­ú­els­son­ar. Eins og fram hefur komið í fjöl­miðlum í morgun hefur rík­is­stjórnin sam­þykkt drög að þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um það hvernig skuli minn­ast ald­ar­af­mælis sjálf­stæðis og full­veldis Íslands. Málið hefur vakið mikla athygli.

Rík­is­stjórnin vill ljúka við að reisa við­bygg­ingu við Alþingi, „sem hug­myndir voru um að risi full­veld­is­árið 1918 en ekk­ert varð af vegna styrj­aldar og fjár­skorts. Lengi hafa verið uppi áform um að leysa úr hús­næð­is­skorti Alþingis en skrif­stofur þings­ins eru nú í leigu­hús­næði í all­mörgum bygg­ingum í grennd við Aust­ur­völl.“ Í grein­ar­gerð með þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni kemur fram að athug­anir hafi leitt í ljós að tals­verð hag­kvæmni sé í því fólgin að koma allri starf­semi þings­ins fyrir í sam­tengdum bygg­ing­um.

Auglýsing


Guð­jón Sam­ú­els­son hann­aði við­bygg­ingu við Alþing­is­húsið og átti að ráð­ast í bygg­ing­una árið 1918, en ekk­ert varð af því. Því segir rík­is­stjórnin fara vel á því að ljúka við bygg­ing­ar­á­formin nú, þegar Íslend­ingar hafa í heila öld notið þeirra fram­fara sem fylgdu í kjöl­far full­veld­is. „Þannig mun eitt feg­ursta hús Guð­jóns Sam­ú­els­sonar loks rísa, hús í sígildum stíl sem mikil prýði verður að til fram­tíð­ar.Gert er ráð fyrir að haldin verði sam­keppni meðal arki­tekta um hönnun húss­ins og tengi­bygg­inga að öðru leyti. Þannig fá íslenskir arki­tektar sam­tím­ans tæki­færi til að hanna hús með Guð­jóni Sam­ú­els­syni. Með því vinna kyn­slóðir full­veld­is­stofn­un­ar­innar með kyn­slóðum sam­tím­ans við upp­bygg­ingu til fram­tíð­ar. Um leið og horft er til fram­tíðar er for­tíð­inni sýnd virð­ing og draumar fyrri kyn­slóðar upp­fylltir í þágu fram­tíð­ar­kyn­slóða.“

Stofnun Árna Magn­ús­son­ar, ný Val­höll, hátíð­ar­fund­ur, hátíð­ar­höld og rit um sam­bands­lögin

Fleiri til­lögur eru í drögum að þings­á­lykt­un­ar­til­lögu rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Til að mynda vilja stjórn­völd að Stofnun Árna Magn­ús­sonar í íslenskum fræðum verði þjóð­ar­gjöf í til­efni af 100 ára full­veld­is­af­mælis Íslands árið 2018. Þá er í til­lög­unni gert ráð fyrir því að reist verði ný Val­höll á Þing­völlum og hald­inn verði hátíð­ar­fundur á Þing­völlum þann 18. júlí 2018, þegar hund­rað ár verða frá því að efn­is­legt sam­komu­lag um full­veldi náð­ist við Dani.Þá mun rík­is­stjórnin efna til hátíð­ar­halda 1. des­em­ber sama ár, þegar öld verður liðin frá því að sam­bands­lögin tóku gildi. Að lokum mun for­seti Alþingis í sam­vinnu við for­sætis­nefnd og for­menn þing­flokka láta taka saman rit um „að­drag­anda sam­bands­lag­anna, efni lag­anna og fram­kvæmd þeirra, svo og um inn­tak þess full­veldis er Ísland Öðl­að­ist að þjóða­rétti árið 1918.“Hér má sjá texta þings­á­lykt­un­ar­til­lögu rík­is­stjórn­ar­inn­ar, en vert er að taka fram að um drög er að ræða. Hér má lesa drög­in.

Alþing­is­reit­ur­inn

Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Nýliðunarbrestur veldur Hafró áhyggjum
Hlýnun sjávar í íslenskri lögsögu er einn áhrifaþátturinn sem Hafró fylgist grannt með.
Kjarninn 14. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None